blaðið - 11.08.2006, Blaðsíða 36
36
fólk
folk@bladid.net
HVAÐ FINNST ÞER?
Voru þetta sjóræningjaveiðar?
„Nei. Þetta voru veidar án veiðikorts. Ég stóð í þcirri tni að veiðin
kallaði ekki á það. Égmun nti sækja um veiðikort því ég hef mikinn
áhuga lundaveiðum og þá löglegum, eins og ég taldi miggera."
FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 2006 blaðið
i, Einar K. Guðfinnsson
lundaveiðimaður
Einar var á lundaveiðum en hann hefur
ekki gilt veiðikort sem nauðsynlegt er að
hafa til að mega veiða villt dýr og fugla.
^^Smáborgarinn
HVERGI ÓHULT
Smáborgarinn hefur fengiö sig
fullsaddan á því auglýsingafargani
sem tröllríður öllu í samfélaginu
nú um stundir.
Auglýsingar eru ekki aðeins
meira áberandi í fjölmiðlum þar
sem jafnvel veðurfréttirnar eru í
boði banka eða tryggingafélags
heldur hefur aldrei jafnmikið af
auglýsingabæklingum og öðrum
ruslpósti borist inn um lúguna.
Það sama má segja um tölvupóst
og hefur Smáborgarinn neyðst
til að koma sér upp sterkum
ruslpóstsvörnum til að pósthólfið
hans fyllist ekki af auglýsingum
um ódýrar viagratöflur, brjósta-
stækkanir og annað sem hann
telur sig ekki þurfa á að halda.
Auglýsingar ásækja
Smáborgarann
Ekki fer Smáborgarinn varhluta
af auglýsingaflóðinu þegar hann á
leið um bæinn. Auglýsingaskiltum
í vegaköntum hefur snarfjölgað á
örfáum árum og virðast þau öðru
fremur til þess fallin að draga
athygli manns frá umferðinni og
auka hættuna á að maður aki
aftan á bílinn fyrir framan mann
eða á nálægan Ijósastaur. Þá
hefur Smáborgarinn jafnvel orðið
var við sérstaka bíla alsetta aug-
lýsingum sem virðast ekki þjóna
neinum tilgangi öðrum en að
vekja athygli á margvíslegri þjón-
ustu og vörum.
Smaborgaranum finnst þó
auglýsingamennskan fyrst keyra
um þverbak þegar hann fylgist
með útsendingum frá innlendum
íþróttakappleikjum. Áður fyrr
mátti stundum sjá fáein smekk-
leg auglýsingaskilti á hliðarlínum
leikvallanna og vörumerki aðal-
styrktaraðila á treyjum íþrótta-
mannanna. Nú eru auglýsingarnar
farnar að breiða úr sér út á
leikvellina sjálfa þannig að það
verður vart þverfótað fyrir þeim
og ekki er að finna lófastóran flöt
á flíkum leikmannanna að hann sé
ekki þakinn vörumerki eða öðrum
skilaboðum.
Auglýsingar ásækja Smáborgar-
ann í raun allan liðlangan daginn
og hann fær hvergi frið fyrir þeim.
Það er ekki fyrr en hann leggst til
hvílu á kvöldin örþreyttur eftir að
hafa meðtekið öll þessi skilaþoð
að hann losnar við þessa óáran.
Svo verður þó að öllum líkindum
ekki lengi. Fyrr en síðarfinnur
einhver snillingurinn upp leið til að
koma auglýsingum í drauma fólks.
Þá verðum við hvergi óhult.
í nógu að snúast Hrafnkell Tjörvi Stefánsson
framkvæmdastjóri Samtakanna 78 hefur í
nógu að snúast þessa dagana enda standa
Hinsegin dagar sem hæst.
Gangan
Hrafnkell Tjörvi Stefánsson fram-
kvæmdastjóri Samtakanna 78 stend-
ur í ströngu um helgina enda verða
þá Hinsegin dagar, árleg gleðihátíð
samkynhneigðra og tvíkynhneigðra,
í algleymingi.
Hrafnkell segir að hann sé titlaður
sölustjóri þessa dagana þar sem
hann hefur veg og vanda af sölu
hvers kyns varnings í tengslum við
hátíðahöldin. „Við erum með um 60
götusölumenn sem eru að selja fána,
boli, vinabönd og annan varning
fyrir Gay Pride. Það er náttúrlega of-
boðslega mikill undirbúningur sem
fylgir þessu og mest allt unnið í sjálf-
boðavinnu, meðal annars fáum við
aðstoð frá sjáfboðaliðum frá Höfuð-
borgarstofu,“ segir Hrafnkell Tjörvi
og bætir við að helgin leggist vel í
fer fram
hann þrátt fyrir annir. „Þetta er nátt-
úrlega ekki alveg í fyrsta skipti sem
við erum að skipuleggja þetta og við
erum komin í góða æfingu.“
Hátíðin stærri og fjölbreyttari
Gay Pride hátíðahöldin hafa
vaxið á hverju ári og teygja sig nú
yfir nokkra daga og er dagskráin
fjölbreyttari en nokkru sinni fyrr.
„Eg kemst nú ekki mikið á þessa
viðburði nema á lokaballið á laug-
ardaginn vegna þess að þessi skipu-
lagning og allt umstangið tekur bara
allan minn tíma. Á meðan gangan
fer fram verð ég hérna uppi í Sam-
tökum þannig að gangan sem slík fer
að miklu leyti fram hjá mér,“ segir
Hrafnkell Tjörvi. „Ég verð örugglega
alveg ofboðslega glaður þegar þessu
hjá mér
verður öllu lokið og ætla að skemmta
mér vel á laugardagskvöldið."
Hinsegin dögum lýkur formlega
með Regnbogamessu á sunnudag
en í framhaldinu verður boðið upp
á sérstaka dagskrá á mánudögum í
Samtökunum 78 þar sem ýmis trú-
og lífsskoðanafélög kynna afstöðu
sína til samkynhneigðar. „Við verð-
um með dagskrá í Samtökunum
á mánudag þar sem friðarsamtök
búddista ætla að kynna trú sína út
frá spurningunni um kynhneigð. I
næstu viku verða ástatrúarmenn
með svipaða kynningu o.s.fr v.. Regn-
bogamessan er náttúrlega kristin
messa þannig að okkur fannst við
hæfi að skoða einnig önnur trúar-
brögð og lífsskoðanir,“ segir Hrafn-
kell Tjörvi að lokum.
SU DOKU talnaþraut
Lausn síðustu gátu:
Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum
frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig
að hver tala komi ekki nema einu sinni
fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða
lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur
aðeins nota einu sinni innan hvers níu
reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út
frá þeim tölum, sem upp eru gefnar.
Gáta dagsins:
1 8 6 7 4 3
9 7 6 3
4 8 9
6 3 9 8
8 7 9 6
5 7 6 2
4 8
4 7 5
9 6 1
1 8 7 9 5 3 6 2 4
9 5 2 4 1 6 8 3 7
6 3 4 2 7 8 9 1 5
3 4 9 5 8 2 7 6 1
2 7 1 6 9 4 5 8 3
8 6 5 1 3 7 2 4 9
4 2 3 7 6 9 i 5 8
5 9 8 3 2 1 4 7 6
7 1 6 8 4 5 3 9 2
by Jim Unger
© Jlm Unger/dlst. by Unlted Medla, 2001
Ég er ekki viss um að hann sé nógu
gamall fyrir sex ára bekkinn.
HEYRST HEFUR...
Framboðsmálin eru mönn-
um einkar hugleikin þessa
dagana. Eins og fyrr hefur
verið minnst á hér hafa margir
sjálfstæðismenn í Reykjavík
áhyggjur af því að ekki muni
nægilega margar frambæri-
legar konur gefa kost á sér í
prófkjöri þeirra. Vissulega væri
fengur í Ingibjörgu R. Guð-
mundsdóttur, varaforseta ASl,
eins og sumir telja að væri raun-
in, en svo er farið að hvískra
um að von kunni að vera á fleir-
um. Þannig mun
nokkur áhugi
veraáþvíaðfá
fjölmiðlakonuna
kunnu, Jóhönnu
Vilhjálmsdóttur,
til þess að gefa
kost á sér. Víst má telja að
karl faðir hennar, Vilhjálmur
Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri,
getur gefið henni góð ráð um
prófkjörsbaráttu...
Skipting kynjanna kann að
koma víðar við sögu í aðdrag-
anda þingkosninga næsta vor.
Þannig tala Samfylkingarmenn
í Reykjavík að nánast megi tala
um tvær orrustur í prófkjöri
þeirra, þar sem strákar kljást
við stráka og stelpur við stelpur.
Taliðervístað
heilög þrenning
í fylkingar-
brjósti listans
- Ingibjörg Sól-
rún Gísladóttir,
Össur Skarphéðinsson og
Jóhanna Sigurðardóttir - fái
sín sæti hljóðalaust en síðan
taki að vandast málin. Þau Stef-
án Jón Hafstein og Steinunn
V. Óskarsdóttir munu að lík-
indum sækjast eftir næsta sæti
þar á eftir og telja menn líklegt
að þeim verði verulega ágengt,
enda margir
Samfylkingar-
menn þeirrar
skoðunar að
þau eigi inni hjá
flokknum eftir
að hafa verið sett til hliðar fýrir
Dag B. Eggertsson, sem síðan
fiskaði ekki eins og til var róið...
Hvernig sem þeim Stefáni
Jóni Hafstein og Stein-
unni V. Óskarsdóttur gengur
má víst telja að þau munu riðla
listanum talsvert. Reyndir
menn innan Samfylkingarinn-
ar telja næsta öruggt að Stein-
unn muni geta ýtt þeim Ástu
Ragnheiði Jóhannesdóttur
og Guðrúnu Ögmundsdóttur
niður listann. Eins muni Stef-
án Jón geta gert þeim Helga
Hjörvari og Merði Árnasyni
erfiðara fyrir, að ekki sé
minnst á Ágúst Ólaf Ágústs-
son, varaformann flokksins...
yrir skömmu sáust prófess-
orarnir og fjandvinirnir
Helga Kress og dr. Hannes
Hólmsteinn Gissurarson að
fræðistörfum, hvort við sitt
borð á þjóðdeild Þjóðarbók-
hlöðunnar. Þá varð öldruðum
skjalaverði á orði og hvíslaði að
Hannesi Hólmsteini, um leið
og hann benti á Helgu:
Þú skalt ekki hafa hátt,
hér ergœs að vappa.
Sumir hafa allt sitt átt
innan gæsalappa.
andres.magnusson@bladid.net