blaðið - 11.08.2006, Blaðsíða 6

blaðið - 11.08.2006, Blaðsíða 6
6IFRÉTTIR FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST2006 blaðiö Álverið á Gmndartanga: s Ottuðust sprengingu Lögreglan í Borgarnesi og Slökkvilið Akranesbæjar var kallað að álveri Norðuráls á Grundartanga síðdegis í gær. Fyrstu fréttir af atvikinu hermdu að um sprengingu hefði verið að ræða en Ragnar Guð- mundsson, framkvæmdastjóri fjármála- og stjórnunarsviðs hjá Norðuráli, segir að ekki hafi verið um sprengingu að ræða. „Það bilaði ker hjá okkur. Við erum með um 400 ker í rekstri og það þarf að endurfóðra þau á rúmlega fimm ára fresti. Stundum kemur fyrir að kerin byrja að leka áður en þau eru tekin úr rekstri og það gerðist í þessu tilfelli.“ Ragnar segir að fljótandi málm- urinn hafi lekið úr kerinu. „Við það myndast reykur og í þessu tilfelli er kerið tiltölulega nálægt svæði sem er varið af reykskynj- urum. Það leiddi til að slökkvi- liðið var kallað til. Það var því aldrei eldur laus og þetta gekk yfir á um það bil klukkutíma.“ Ragnar segir að þetta gerist af og til i álverinu, eða um það bil tvisvar til þrisvar á ári, án þess að slökkvilið sé kallað til. Engir starfsmenn voru í hættu vegna lekans en rafmagni sló út í öðrum kerskálanum eins og ávallt gerist í slíkum tilvikum. GÁP Tyax Comp 26 Alvöru fjallahjól á frábæru verði! 30% afsláttur FJALLAHJOLABUÐIN FAXAFENI 7 S: 5200 200 www.ffap.is MÁN- FÖS. KL. 9-18. LAÖ. KL. 10-14. WWW.gap.Í$ / V1 I 3 : *• V Alvöru fjallahjól Úttsalan í fullum ganyi Ferðamenn þurfa að borga sektir vegna bílaleigubíla: Aka um án bílnúmera ■ Lögreglan langþreytt á bílaleigum ■ Hertz sektuö tvisvar í síðustu viku Ferðamenn sektaðir Á einni viku hafa fimm ferðamenn verið sektaðir vegna ófullnægjandi núm- eramerkinga á bíla- ieigubíium. Eftir Val Grettisson valur@bladid.net Á einni viku hafa fimm ferða- menn verið teknir af lögreglunni á Selfossi vegna þess að númera- plötur vantaði framan á bílana. Sekt við númeraleysinu varðar allt að tiu þúsund krónum og segir lögreglan á Selfossi vera orðinn langþreytt á þessum sí- endurteknu brotum. Lögreglan segir að þeir hafi tekið ferða- menn á bílum frá að minnsta kosti þremur bílaleigum. Sigurður Skagfjörð, fram- kvæmdarstjóri bílaleigunnar Hertz , segir leiguna hafa fengið tvær sektir í síðustu viku vegna númeraleysis.“ Hann segir að skýringin sé ofureinföld en hún sé hreinlega að númerin eru að detta af bílunum þegar farið er eftir fjallavegum og ofan í ár. Númerin eru fest á bilana með smellum að hans sögn og kemur það allt of oft fyrir að plöturnar losni með þessum afleiðingum. í sama streng tekur Bergþór Karlsson framkvæmdarstjóri bílaleigu Akureyrar og áréttar hann að þetta sé afar slæmt mál en þeir séu meðvitaðir um það. „Auðvitað eiga ferðamenn ekki að borga krónu af þessu,“ segir Bergþór og bendir jafnframt á að þeir fylgi ströngum stöðlum og eftir þeim sé farið i einu og öllu. Allir njóta sín i fallegu umhverfi HðlílKiHfl HtllHllH) Ljós Veggborðar Veggskraut Borð og stólar Dótakassar Mottur Fossaleynir 6 - 112 Reykjavík - Sími: 586 1000 - Fax: 586 1034 | www.husgogn.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.