blaðið - 05.09.2006, Side 8

blaðið - 05.09.2006, Side 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 2006 UTAN ÚR HEIMÍ Senda lið til Líbanons Stjórnvöld í Katar lýstu því yfir í gær að þau myndu senda þrjú hundruð manna lið til frið- argæslu í Líþanon. Katar er fyrsta Arabaríkið sem hefur tilkynnt að það muni taka þátt í friðargæsluliði Sameinuðu þjóðanna. Lána Venesúelamönnum Kínverski þróunarbankinn hefur ákveðið að lána stjórnvöldum í Venesúela um 800 milljarða krónatil uþþbyggingar á húsnæði víðsvegar um landið. Kínverjar og Venesúela- LÍBANON C: menn hafa aukið með sér samstarf á ýmsum sviðum undanfarin misseri en þeir fyrrnefndu hafa boðið þeim síðarnefndu upþ á ýmsar ívilnanir gegn samningum um umsvifamikil olíuviðskipti. Annan miðlar málum Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hefur samþykkt að miðla málum á milli (sraela og vígamannana Hizþallah sem hafa ísraelsku hermennina tvo í haldi. Talsmaður Annan staðfesti þetta í gær. Smábátum hefur fækkað um 165 á tveimur árum: Metfiskirí trillukarlanna Sjómenn: Þrettán sagt upp mbl.is Þrettán mönnum úr áhöfn ísfiskstogarans Harðbaks EA hefur verið sagt upp störfum. Þetta er meirihluti skipverja. Brim gerir skipið út og að sögn Reynis Georgssonar, útgerðar- stjóra Brims, er þetta liður í skipulagsbreytingum hjá félaginu. Hann segir öllum mönnunum hafa verið boðin störf á öðrum skipum félagsins. „Það er engin að missa vinnuna. Þetta eru bara skipulagsbreytingar,“ segir Reynir. Um fimmtán eru í áhöfn skips- ins í einu og því er ljóst að um mikinn meirihluta skipverja er að ræða. Reynir segir að mönnunum hafi verið tilkynnt um skipulags- breytingarnar fyrir um hálfum mánuði. ■ Veiðiheimildir hafa þjappast saman Fimmtungsfækkun trilla á tveimur árum Eftir Atla ísleifsson atlii@bladid.net Smábátum á íslandi hefur fækkað mikið á síðustu árum. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir að fjöldi smá- báta sem lönduðu afla hafi verið mjög stöðugur um árabil en fækkað umtalsvert á síðustu tveimur árum. Heildarfjöldi smábáta á landinu minnkaði úr 1.063 árið 2004 í 898 á síðasta ári. „Helsta ástæða þessarar fækkunar smábáta er að sóknardagakerfið, þar sem einungis var heimilt að veiða með handfærum, var lagt niður fyrir tveimur árum,“ segir Örn og bætir við að bátarnir hafi þá farið á kvóta. „Margir töldu sig ekki hafa nógu mikinn kvóta til að það myndi borga sig að gera út. Því seldu þeir veiðiheimildirnar, sem hafa eitthvað þjappast saman.“ Örn segir aðra ástæðu vera að stærri bátar hafi byrjað að veiða innan krókaaflamarksins, sem hafi orðið til þess að meiri eftirspurn varð eftir veiðiheimildum. „Verð hækkaði þannig að margir hafa séð hag sinn í því að selja kvótann. Fækkunin virðist hlutfallslega hafa verið mest á Austurlandi.“ Að sögn Arnar er fækkun smá- báta á landinu einfaldlega þróun sem hefur átt sér stað. „Þessir stærri bátar eru enn að koma inn í kerfið svo ég sé ekki neitt annað í stöðunni en að þróunin muni eitt- hvað halda áfram. Lög voru hins vegar sett á Alþingi síðasta vetur þar sem sett var ákveðið þak á eign- araðild manna á kvótanum þannig að það gæti eitthvað heft þróun síð- ustu ára.“ Heildarafli krókabáta er þegar kominn yfir 75 þúsund tonn, sem er veruleg aukning frá fiskveiðiárinu 2004/2005 þegar aflinn var 62 þús- und tonn. „Þetta fiskveiðiár er al- gert met. Afli bátanna jókst í öllum fisktegundum. 1 tonnum talið varð mest aukning í ýsu, 6.500 tonn, eða aukning um fjörutíu prósent.“ Þú gengur að gæðunum vísum! FYRSTA FLOKKS Fartö vur ...á frábæru kynningarverði! ZEPTb 6214W Kraftmiki! og nett ZEPTO 4015SE Fjölhæf og þolgóð 15" XCA 1024x768 skjér v-V. l,5Ghz Intel Celeron M370 1MB örgjörvi 512MB DDR2 667Mhz vinnsluminni 80Gb 5400rpm Hitachi harður diskur Dual Layer DVD skrifari Innbyggt 54Mbps þráðlaust netkort, minniskortalesari, Gigabit netkort, modem, 4xUSB2.0, Firewíre, VGA, Parallel og TV tengi Allt að 5 klst. rafhlöðuending 14,1'WXGA 1280x 800 skjár l,83Ghz Intel Core Duo T2400 örgjörvi Nvidia Geforce Go 7600 512Mb skjákort 1024Mb DDR2 667Mhz vinnsluminni 80Gb 5400rpm SATA Hitachi harður diskur Sony Dual Layer DVD skrifari Innbyggt 54mbps þráðlaust netkort, Bluetooth, modem, Gigabit netkort, minniskortalesari, 4xUSB2.0, VGA, Firewire, S/PDIF og TV tengi Lftil og létt - aðeins 2,35 kg ZEPTO 2425W Öflug og skemmtileg ZEPTO 6615WD Sú öflugasta 15,4' WXGA+ Crystal Clear 1280 x 800 skjár Intel Core DuoT2400 l,83Ghz örgjörvi 15,4" WSXGA 1680 x IÓ50 breiðljaldsskjár Intel Core Duo T2500 2,00Ghz örgjörvi NVidia Geforce Go 7600 512MB skjákort 1024MB DDR2 667Mh2 vinnsluminni 100Gb 7200rpm SATA harður diskur (Hitachi) Sony Oual Layer DVD skrifari Innbyggt 54mbps þráðlaust netkort, Bluetooth, 4x USB2.0, VGA, Firewire, Infrarautt, Ix S/PDIF, hljðð inn/út, minniskortalesari, Gigabit netkort, TV tengi (s-video), 56K Modem Innbyggð vefmyndavél Nvidia Geforce Go 7600 256MB skjékort 1024MB DDR2 667Mhz vinnsluminni 100Gb 5400rpm SATA Hitachi harður diskur Sony Dual Layer DVD skrifari Innbyggð vefmyndavél og fingrafaralesari Innbyggt 54mbps þráðlaust netkort og Bluetooth, modem, Gigabit netkort, minniskortalesari, express kortarauf, 4x USB2.0, VGA, Firewire, S/PDIF og TV tengi 9-cell rafhlaða - allt að 3 Vi klst. ending m Tölvukaupalán ORMSSON KEFLAVÍK ■ Sími 421 1535 I SlÐUMÚLA 9 ■ Sími 530 2800 Kennitölulausir útlendingar á íslandi: Tappinn er hjá Þjóðskrá „Tappinn er hjá þjóðskrá og al- gjörlega óviðunandi eins og þetta er núna. Það er óþolandi að þjóð- skrá hafi ekki brugðist við með því að ráða fleira starfsfólk," segir Þorbjörn Guðmundsson, formaður Samiðnar. Þjóðskráhefur verið ívandræðum með að afgreiða kennitölur fyrir út- lendinga og biðtíminn þar er orðinn sex til átta vikur. Hún hefur vísað vandanum á atvinnurekendur og segja umsóknir um kennitölur ófull- nægjandi. Atvinnurekendur hafa á móti bent á ófullnægjandi leiðbein- ingar á heimasíðu Þjóðskrár. Kenni- töluleysið skapar ýmsan vanda fyrir atvinnurekendur og starfsfólk. „Þegar svona stifla er í kerfinu þá vindur það upp á sig því það er erfitt að skrá nokkuð í kerfinu án kenni- tölu. Atvinnurekendur geta ekki skilað inn skilagreinum og ekki er hægt að nýta persónuafsláttinn. Þó svo að atvinnurekendur reyndu þá geta þeir ekki farið eftir settum lögum og því alvarlegt hversu illa er staðið að þessum málum af hálfu stjórnvalda. Alvarlegasti bresturinn er hjá þjóðskránni,“ segir Þorbjörn. Til þess að leigja sér vídeóspólu eða DVD-mynd á Islandi er skilyrði að gefa upp kennitölu. Þorvaldur Þor- láksson, framkvæmdastjóri Bónus- vídeó, segir þetta yfirleitt ekki hafa verið vandamál hjá fyrirtækinu. „Skilyrðin fyrir því að leigja spólu er að gefa upp kennitölu og því segja reglurnar að þetta sé ekki leyfilegt. Hins vegar man ég ekki eftir þvi að upp hafi komið vandræði með þetta,“ segir Þorvaldur. Íöíldcclingar! Stefnum hugum vorum að Bíldudalskirkju 1. sunnudag í aðventu nk. og fögnum 100 ára afmæli. séra Bragi, séra Flosi, séra Agnes, séra Dalla, séra Sigurpáll, séra Hörður, séra Auður Inga, séra Sveinn og séra Jakob. SMÁRALIND • Sími S30 2900 I AKUREYRI ■ Sími 461 5000

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.