blaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 17

blaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 17
blaðiö ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 2006 17 New York: Lögregla trúði ólöglegu skilti íbúum við götu eina í Brook- lyn-hverfi í New York brá heldur í brún á miðvikudagsmorgun þegar þeir vöknuðu á dögunum og sáu að gatan var bíllaus og komust að því í kjölfarið að lögreglan hafði látið draga allar bifreiðarnar í burtu. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að einhver framtaks- amur brandakarl hafi fest skilti sem bannar bifreiðastöður við götuna. Lögreglan tók skiltið trú- anlegt og tók að fjarlægja alla bílana. íbúar við götuna þurftu að borga allt að sextán þúsund krónur til þess endurheimta bílana sína. Lögregluyfirvöld í borginni hafa lofað endurgreiðslu og hyggjast fjarlægja skiltið. Náttúruvemdarsamtök: Lítill arður af Kárahnjúkum Náttúruverndarsamtök ís- lands áætla að tapið af fjárfest- ingu Landsvirkjunar í Kára- hnjúkavirkjun nemi um tuttugu til þrjátíu milljörðum króna. Samtökin byggja útreikninga sína á tölum sem Landsvirkjun gaf upp í endurskoðuðu arðsem- ismati framkvæmdarinnar. f frétt sem samtökin senda frá sér segjast þau ítrekað hafa gagnrýnt neikvæða arðsemi Kárahnjúkavirkjunar og sérstak- lega hve litlar kröfur Lands- virkjun hefur gert til arðsemi fjárfestingarinnar. Framhaldsskólar: Kennslukonur fleiri en karlar Konur eru í fyrsta sinn meiri- hluti framhaldsskólakennara. Samkvæmt tölum frá Hagstof- unni hefur þeim fjölgað veru- lega síðustu fimm árin. Konur voru 52 prósent allra starfs- manna við kennslu í nóvember í fyrra, en 44 prósent árið 2000. Brottfall úr kennarastéttinni hefur minnkað, en nú fara rúm- lega sjötíu prósent kennara að kenna strax að námi loknu. Þá virðist sem kennarastéttin sé að eldast, en um þriðjungur kenn- ara er á aldrinum 50 til 59 ára. íslenskir læknar: Vilja stofna sjálf- stæðan spítala Tryggja þarf eðlilega samkeppni milli spítala og heilbrigðisstofnana til að ná fram hagræðingu og stuðla að framförum að mati Læknafélags fs- lands. Á aðalfundi þess hvatti félagið til að sjúkrahúsum á höfuðborgarsvæð- inu verði fjölgað og jafnvel komið upp sjálfstæðum spítala í Fossvoginum. Formaður félagsins segir ekki verið að hvetja til einkavæðingar í heilbrigð- ismálum. „Það er alltaf verið að ala á þeim misskilningi að einkareknar lausnir séu eitthvað slæmar, “ segir Sig- urbjörn Sveinsson, formaður Læknafé- lags fslands. „Við höfum notað einka- reknar lausnir og öff sérfræðiþjónsta er einkarekstur.“ í ályktun Læknafélagsins kemur fram að sú hagræðing sem stefnt hafi verið að með sameiningu Fossvogs- spítala og Landspítala hafi ekki skilað tilætluðum árangri. Skerða hafi þurft þjónustu og minni tími sé til vísinda- starfa. Félagið vill að hafinn verði undirbúningur að sjúkrahúsrekstri á eigin vegum og að Tryggingastofnun kaupi þjónustu af sjúkrahúsinu. Sigurbjörn segir að með þessu sé hægt að tryggja ákveðnu hagræðingu og fjölbreytni fyrir sjúklinga. Fyrst og Sigurbjörn Sveinsson, formaður Læknafélags íslands Er ekki að hvetja til einkavæðingar fremst hafi þó markmiðið verið að vekja athygli á þessu máli. „Við viljum vekja umræðu um þann mögufeika að starfrækja áffam heilbrigðisþjónustu í Fossvogssjúkrahúsinu eftir að upp- bygging hefst við Landspítalann. Verð frá 1.589 þús. Suzuki Swift er bíll sem hefur sett ný viðmið í hönnun, útliti og aksturseiginleikum fólksbila og hefur fengið fádæma góðar viðtökur um allan heim. Suzuki Swift var valinn bíll ársins á íslandi 2006 af BIBB samtökum íslenskra bílablaðamanna. Suzuki Swift var einnig valinn „Car of the Year“ 2005 af virtasta bílablaði Bretlands „Car magazine“. Hann var valinn bíll ársins á írlandi, Nýja-Sjálandi, Astralíu, Kina, Malasíu og Japan. í Japan fékk Suzuki Swift líka „most fun special special achievement award“ og „Design award of the year“. $ SUZUKI ...er lífsstill! SUZUKI BlLAR HF. SKEIFUNNI 17. SlMI 568 51 00. www.suzikibilar.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.