blaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 22

blaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 22
30 ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 2006 blaðiö fólk folk@bladid.net HVAÐ FINNST ÞER? Varstu þá laumukommi eftir allt saman? „Nei, ég var það ekki. En það sjá allir hugsandi menn á hvaða vegferð Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið undanfarin ár." Guðjón A. Kristjiinsson, nlþingismnð- itrog föritinður FrjólslyiuUi flokksins i fréttum Rikisútvarpsins í gærkvöldi viðurkenndi Guð- jón Arnar að hann hafi tekið vinstri snúning frá því hann sjálfur var þingmaður í Sjálfstæðisflokknum. Tek frænku hlutverkið alvarlega HEYRST HEFUR... Silvía Nótt hefur undan- farnar vikur dvalið í mik- illi glæsivillu í stórborginni Los Angeles við upptökur á plötu sem kemur út á náestu miss- erum. 1 Kana- veldi hefurým- islegt á daga hennar drifið. Meðal annars fór hún að hitta Magna í Supernova og vakti vitanlega mikla athygli þar- staddra eins og við er að búast af þessari háttprúðu stúlku. Eins og venja er með drottn- inguna hefur hún í kringum sig mikið starfslið en nú hefur ' bæst í hópinn svokallaður Life Coach sem hvetur hana til dáða. Ekki nóg með það heldur er hún líka með sinn eigin gúrú sem sér til þess að hún haldi andlegu jafnvægi í vinnutörninni. Eflaust ekki vanþörf á. Sú saga gengur fjöllunum hærra að þegar sé búið að ákveða að Lukas Rossi fari með sigur af hólmi í raun- veruleikaþætt- inum Rock Star: Sup- ernova, sem íslendingar halda ekki vatni yfir þessa dagana. Hljómsveitin knáa er sögð hafa ákveðið þetta í samráði við ýmsa mark- aðsráðunauta sína og tilgang- urinn með þætt- inum er sagður vera að auglýsa hljómsveitina og hala inn tekjur. Það sama á að hafa verið uppi á tengingnum í fyrstu þáttaröð Rock Star, þegar hljómsveitin INXS valdi sér J.D. Fortune sem söngvara. Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, háskólanemi og fjölmiðlamaður, segist ekki alveg vera viss hverju hún eigi að svara þegar hún er spurð að því hver ástríðan hennar sé. „Þessa dagana er nýfædd dóttir vinkonu minnar mín helsta ástríða. Það kemst voða lítið annað að en að heimsækja hana enda var ein besta vinkona mín að eignast sitt fyrsta barn. Það snýst því allt um að kaupa barnaföt og reyna að vera góð frænka enda tek ég þetta hlutverk ro- salega alvarlega.“ Ragnhildur Stein- unn segir að þetta sé reyndar ekki fyrsta barnið í vinkonuhópnum en fyrsta barn þessarar tilteknu vin- konu. „Ég er einmitt á þeim aldri að það eru allir að koma með lítið kríli og manni finnst maður eiginlega hálfhallærislegur að vera ekki með. Ég vinn svo mikið og vil njóta þess ásamt því að klára námið áður en ég kem með barn. En þangað til tek ég frænkuhlutverkið alvarlega." Allur lærdómur nýtist Ragnhildur Steinunn hefur stundað nám í sjúkraþjálfun í Háskóla íslands og á einungs verk- námið eftir. Hún segir að vitanlega sé viss ástríða sem fylgir bæði starfi og námi. „Ég mun sennilega klára verknámið í vetur en ég var nýlega í mánuð á Landspítalanum í verk- námi. Á meðan ég á ekki ritgerðina eftir þá finnst mér ég eiginlega vera búin en námið hefur verið mjög skemmtilegt. Hins vegar hef ég oft verið spurð að því af hverju ég sé að læra sjúkraþjálfun og vinni við fjölmiðla en það er þannig að námið nýtist mér, hvað sem ég geri. Ég held að það sé þannig með allt nám, maður getur alltaf nýtt það sem maður lærir,“ segir Ragnhildur Steinunn sem hefur nóg að gera í vinnunni og náminu. „Það kemst voða lítið að annað en fjölskyldan, vinirnir, námið og vinnan. En mér finnst ég rosalega heppin að vinna við það sem ég hef gaman af.“ svana@bladid.net SU DOKU talnaþraut 3 7 2 9 8 6 4 1 5 6 8 4 2 1 5 7 9 3 5 9 1 7 3 4 2 6 8 9 2 6 8 5 3 1 7 4 4 1 5 6 2 7 3 8 9 8 3 7 4 9 1 5 2 6 7 5 8 1 4 9 6 3 2 1 4 9 3 6 2 8 5 7 2 6 3 5 7 8 9 4 1 Lausn síðustu gátu: Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hvertala komi ekki nema einu sinni fyrir (hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers n(u reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Gáta dagsins: 5 4 2 6 1 2 1 4 7 3 8 3 6 2 9 7 9 2 4 6 9 3 4 6 7 8 9 8 2 3 5 7 eftir Jim Unger „Þú sporar allt út!" SPURNING DAGSINS Hver er besti tími dagsins? Guðmundur Ingólfsson, nemi Besti tími dagsins er klárlega í hádeginu Nökkvi Gislason, nemi íslenska. Melinda Kumbalek, þýðandi Morgnarnir, því að þá er allt svo hljóttog enginn áferli. Anna Valdis Guðmundsdóttir, tómstunda- og félagsmálafræð- ingur, og Rebekka Rós Ég hugsa að það sé morgnarnir. Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir, nemi Kvöldin, þar sem ég er alltaf svo þreytt á daginn.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.