blaðið - 05.09.2006, Page 24

blaðið - 05.09.2006, Page 24
32 ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 2006 blaðiö kolbrun@bladid.net „Eg dáist að sterk- um mönnum - með veikleika.“ Afmælisborn dagsms LOUISXIV KONUN ~UR, 16^8 WERNER HERZOG LEIKS <,1942 ARTHUR KOESTLER RITHÖFUNDUF. j JESSE JAMES ÚTLAGI, 1847 UNDA N IUCRESIN Klassík í endurútgáfu Hjá Vöku-Helgaíelli er komin út bókin Undan lllgresinu eftir Guðrún Helgadóttur. Bókin kom fyrst út árið 1990. Guð- rún Helga- dóttir er einn ástsælasti rithöfundur þjóðarinnar. Undanfarna þrjá áratugi hefur hún sent frá sér á þriðja tug bóka sem hafa notið mikilla vinsælda meðal lesenda á öllum aldri. Fyrir þessa hörkuspenn- andi og leyndardómsfullu bók fékk Guðrún Norrænu barnabóka- verðlaunin árið 1992. Vísnabókin í upprunalegri mynd Hjá Máli og menningu er komin út í nýjum búningi Vísnabókin með myndum Halldórs Pét- urssonar. Vísnabókin hefur verið eftirlæti íslenskra barna allt frá því hún kom út árið 1946. Hér eru vísurnar sem öll börn læra fyrstar, margar sem lifað hafa með þjóðinni kyn- slóðum saman, aðrar eftir síðari tíma skáld. Bókin á nú í ár 60 ára afmæli. I tilefni af því hefur hún verið gefin út í sérstökum hátíðarbúningi. Hátíðarútgáfan er Ijósprent af frumútgáfunni sem er töluvert öðruvísi en seinni tíma útgáfur þar sem fljótlega var farið að auka við hana. Bókin er prýdd hinum sígildu myndum lista- mannsins Halldórs Péturssonar. 10. útgáfa af Dimma- llmm Sagan af Dimmalimm er ein ást- sælasta og vinsælasta barnabók íslendinga til margra ára, ekki hvað síst fyrir hrífandi myndskreytingar listamannsins. Tímalaus boð- skapur ævintýrisins sem í senn er bæði einfaldur og fallegur hefur átt hljómgrunn hjá fólki á öllum aldri á mismunandi tímum. Ævintýrið um Dimmalimm samdi Muggur árið 1921 handa lítilli frænku sinni og er meðal helstu gersema sem hann lét eftir sig. Sagan af Dimmalimm hefur verið þýdd á fjöldamörg tungumál og upp úr þessu fallega ævintýri hafa verið samin bæði leik- og tónverk. íslensku myndskreyti- verðlaunin sem veitt voru í fyrsta sinn í desember 2002 eru kennd við Dimmalimm, en verðlaunin eru veitt ár hvert fyrir bestu myndskreytingu í barnabók. s smmm m Wmi ; i m ./) Jmi/ruit Stefán Hallur Stefansson og Elma Lísa Gunnarsdóttir í hlutverkum sin- um „Þegar grimmd og erótík fara saman eins og íþessu ieikriti, held ég að við séum komin með þverskurð af mörgu ástarsamböndum," segir leikstjórinn ‘ hófundurinn Agnar Jón Egilsson. Jtfaa? ^uslurbæ Grimmd og erótík Austurbæ standa yfir sýningar á leikritinu Afgangar eftir Agn- ar Jón Egilsson en hann er jafn- framt leikstjóri verksins. „Ég skrifaði þetta verk árið 2002. Ég man reyndar ekkert eftir því að hafa skrifað það og í því eru at- riði sem ég skil ekki,“ segir Agnar Jón. „í leikritinu fylgjumst við með manni og konu á hótelherbergi eina nótt. Þau þekkjast greinilega ekki vel og eftir því sem líður á kemur í ljós hversu erfitt er að tengjast manneskju. Ég sem höfundur og við sem leik- hópur spyrjum í lokin: Þorum við að elska? Erum við nógu hugrökk þegar við hittum ástina í lífi okkar að henda örygginu?" Mikilvægur undirtexti Er þetta svartsýnt eða bjartsýnt leikrit? „Það fer alveg eftir því hvar áhorf- andinn stendur. Okkur sýnist sem áhorfendur lesi þetta út frá sínu eig- in lífi. Ein sautján ára sagði: Þetta er greinilega eldra fólk sem er að horfa aftur til dagsins þegar það hittist, en fólk sem kemur á sýninguna og stend- ur í skilnaði fer að gráta. Aðrir segja: Hvað er þetta, auðvitað er maður hræddur þegar maður kynnist nýrri manneskju en það eru bara viðvörun- arbjöllur sem verða til þess að maður bregst við til hins betra.“ Heldurðu að mannleg samskipti séu erfið? „Ég held að við séum svolítið hrædd, og fyrst og fremst hrædd við að vera glöð. Ég get vel ímyndað mér að stór hluti hins vestræna heims eigi erfitt með að sitja kyrr og njóta sólarlagsins." Það eru einungis tveir leikarar í þessu leikriti. Hvernig er að skrifa leikrit þar sem persónur eru einungis tvœr? „Það er mjög gaman. Mér finnst texti í leikhúsi almennt leiðinlegur og uppskrúfaður. Ég hef engan áhuga á skáldskap. Ég hef áhuga á að segja sögu. I þessu leikriti er undirtextinn merkilegri en það sem sagt er.“ Magnaður texti Leikendur í Afgöngum eru Stef- án Hallur Stefánsson og Elma Lísa Gunnarsdóttir. „Bæði hlutverkin eru draumahlutverk og mjög krefjandi og spanna allan tilfinningaskalann, allt frá því fallegasta í sambandi yfir í það grimma og ljóta,“ segir Elma Lísa. Hvernigfinnst þér textinn? „Ég hef aldrei áður séð leikhústexta sem er eins og talmál. Handritið er 140 síður af samtölum. Það var dálít- ið erfitt að læra þann texta en við vor- um samt fljót að því og þegar maður flytur hann á sviði er hann ótrúlega magnaður.“ Rétt er að taka fram að leikritið, sem er erótískt, er bannað innan 14 ára. Leikstjórinn og höfundur- inn Agnar Jón á lokaorðin: „Þegar grimmd og erótík fara saman, eins og í þessu leikriti, held ég að við sé- um komin með þverskurð af mörg- um ástarsamböndum.“ Dr. Zhivago kemur út í Bandaríkjunum menningarmolinn Á þessum degi árið 1958 kom skáldsagan Dr. Zhivago eftir Boris Pasternak út í Bandaríkjunum. Bók- in var bönnuð í Sovétrikjunum en sovésk yfirvöld töldu að í bókinni væri dregin upp glansmynd af yf- irstétt Rússlands og að lýsingar á bændum og verkamönnum sem höfðu barist gegn keisaraveldinu væru niðurlægjandi. en aðdáend- 'j Aiot Vfns ■ Vaseline ^ Vaseline °CK ft Nú líka með ALOE VERA Vaseline Intensive Cíire varasalvi ur rithöfundarins smygluðu bókinni úr landi og hún var fyrst gefin út á Ítalíu árið 1957. Ári síðar kom hún út í Bandaríkjunum. Pasternak fékk Nóbelsverðlaun í bók- menntum árið 1958 en sovésk yfirvöld bönnuðu honum að taka við verð- laununum. Pasternak lést ár- ið 1960. Árið 1965 var Dr. Zhivago gerð að frægri kvikmynd þar sem Omar Sharif fór með aðalhlutverkið. 5%2 ® A ** BSsT 'rtrMft. ‘ • 1 Bókin kom ekki út í Sovétríkjunum fyrr en árið 1987.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.