blaðið - 05.09.2006, Side 32

blaðið - 05.09.2006, Side 32
40 ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 2006 blaðið íþróttir ithrottir@bladid.net Geröi honum tilboð sem hann getur ekki hafnað Eftir slaka byrjun Robertos Donadoni sem landslíðsþjálfara ítala hefur forseti ítalska knattspyrnusambandsins, Guido Rossi, haft samband við Marcello Lippi, sem stýrði liðinu á HM í sumar. Rossi hyggst ekki reka Donadoni en vill gera Lippi að tæknilegum ráðgjafa hans. Rossi fullyrðir að Lippi komi afturtil starfa þvi hann hafi „gert honum tilboð sem hann getur ekki hafnað.” Eigendur fótboltaliða: UEFA gegn kapítalíseringu Getumunur á liðum í kvennafótboltanum Leikmenn veikari liða veigra sér við efstu deild ■ Þrjú lið gjalda afhroð ■ Þjálfarar kalla á breytingar í kjölfar þess að stjórn West Ham tilkynnti mögulega yfirtöku félagsins af fjársterkum erlendum aðilum hefur UEFA lýst yfir áhyggjum sínum af þróun mála í ensku úrvalsdeildinni, en ekki er langt síðan Manchester United og Aston Villa voru seld til banda- rískra auðkýfinga. Fulltrúi almannatengsla UEFA, William Gaillard, sagði í viðtali við breska fjölmiðla að þróunin færi í öfuga átt við það sem æski- legt væri og að fleiri og fleiri félög komist í eigu fárra útlendinga í stað þess að eignaraðildin dreifist meðal ensks almennings. Enski boltinn: Alex Ferguson vill vetrarfrí Alex Ferguson ásamt fleiri þjálfurum í ensku úrvalsdeild- inni hefur beðið enska knatt- spyrnusambandið um að koma á vetrarfríi eftir hina árlegu jólatörn. „Jólatörnin er eitt af því sem er frábært við ensku deild- ina og henni má ekki breyta. Ég hef hins vegar alltaf verið stuðn- ingsmaður þess að leikmenn fái frí frá innlendri keppni í byrjun árs,” sagði Ferguson við breska fjölmiðla í gær. „Það er mun skynsamlegra að taka þriggja vikna frí í janúar og leika aðeins lengra fram á vorið þegar veðrið er betra.” Alex Ferguson sagði að um- ræðan um vetrarfrí yrði sífellt hlálegri því hann hefði tekið þátt í henni frá því hann kom til Manchester frá Aberdeen árið 1986. Breyta þarf skipulagi efstu deildar kvenna segja forsvarsmenn efsta og neðsta liðs deildarinnar. Uppákoman á sunnudag, þegar lið FH mætti ekki til leiks í lokal- eik Islandsmótsins, kristallar þann vanda sem kvennaboltinn glímir við, mikinn getumun á efstu og neðstu liðum. Sem fyrr voru það þrjú lið sem guldu afhroð í deild- inni og náðu aðeins stigum úr inn- byrðis viðureignum. Allt of mikill getumunur Kolfinna Matthíasdóttir, for- maður kvennaráðs knattspyrnu- deildar FH, segir allt of mikinn getumun á milli efstu og neðstu liða í deildinni. „Það mætti alveg fækka liðum um tvö í efstu deild. Það væri betra fyrir öll liðin. Við áttum til dæmis bara heima í fyrstu deildinni í sumar” segir Kolfinna og útskýrir að margar stelpnanna sem hjálp- uðu liðinu upp i efstu deild síðasta sumar hafi lagt skóna á hilluna eða farið til annara liða. „Við áttum mjög erfitt með að manna lið fyrir tímabilið og óskuðum eftir því að fá að draga okkur úr keppni, en það var ekki samþykkt.” Veigra sér við efstu deild Það sama var uppi á teningnum hjá liði í A í fyrra, en þá voru þær ný- liðar í efstu deild og urðu fyrir mik- illi blóðtöku þegar margar ákváðu að hætta eða fara til annarra liða. Sigurlið Vals skoraði 90 mörk í deildinni í sumar og fékk á sig átta, en FH skoraði 6 og fékk á sig 96 og svipaða sögu er að segja um liðin tvö þar fyrir ofan, Þór/KA og Fylki. En þessi þrjú lið hlutu aðeins stig úr innbyrðis viðureignum sínum. Þarf að huga að innra starfi Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Valsstúlkna, segir að munurinn felist fyrst og fremst í innra starfi félaganna. „Þessi félög þurfa að athuga hvers konar umhverfi þau bjóða leikmönnum sínum. Það er oft verið að gagnrýna okkur efstu liðin fyrir að ræna leikmönnum af öðrum liðum, en við erum að bjóða leikmönnum upp á allt annað um- hverfi. Úrvalsdeildarlið kvenna eru varla með samningsbundna leikmenn utan þrjú, og það eru þrjú efstu liðin, Valur, Breiðablik og KR segir Elísabet. Breytinga þörf Elisabet segir að núverandi fyrir- komulag deiídarinnar gangi ekki eins og staðan er. „Það er ljóst að núverandi fyrir- komulag gengur ekki.Við þjálfar- arnir höfum rætt þetta okkar á milli og sjáum þann kost helstan að þessi 8 lið sem eru í úrvalsdeild- inni spili einfalda umferð sín á milli og fjögur efstu liðin eftir hana spili svo í sérdeild það sem eftir er og fjögur neðstu liðin sér. Þá gætu farið fram 3-4 umferðir milli þess- ara liða. Uppstokkun flókið mál Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, segir að afar flókið sé að eiga við einhvers konar uppstokkun deild- arinnar og að margar tillögur hafi verið nefndar í því sambandi. „Sumir hafa lagt til 6 liða deild, en það er erfitt að sjá hverju það myndi breyta. Þá yrðu það áfram 2- 3 neðstu liðin sem aðeins taka stig hvert frá öðru. Það sama gildir ef fyrirkomulagið er eins og Elísabet leggur til, að deildinni sé skipt upp eftir eina umferð. Þá eru eitt eða tvö lið í efri hlut- anum sem eru miklu veikari en þau tvö efstu.” Islandsmeistarar Vals að skora eitt 90 marka sinna í sumar Valsstúlkur töpuðu að- eins einum leik i sumar meðan FH-stúlkur unnu aðeins einn. BRIDSSKÓLINN Innritun á haustönn Bvriendanámskeið: Hefst 25. september og stendur yfir í 10 mánudagskvöld frá kl. 20-23. Viltu læra brids? Á byrjendanámskeiði Bridsskólans er ekki gert ráð fyrir neinni kunnáttu og ekki er nauðsynlegt að koma með „makker“. Það er fólk á öllum aldri og af báðum kynjum sem sækir skólann. Láttu slag standa og lærðu brids í góðum félagsskap. Framhaldsnámskeið: Hefst 27. september og stendur yfir í 10 miðvikudagskvöld frá kl. 20-23. Viltu verða betri spilari? Á framhaldsnámskeiði Bridsskólans gefst þér gott tækifæri til að bæta við kunnáttuna. Þú lærir nútíma sagnir, hvassa spilatækni og samvinnu við makker í vöminni. örugg og skemmtileg leið til framfara. Nánari upplýsingar og innritun f síma 564 4247 milli kl. 13 og 18 virka daga. Námskeiðin eru haldin í húsnæði Bridssambands fslands, Síðumúla 37, Reykjavík. Sjá nánar á netlnu: Brídge.is (undir „fræðsla") Stóru töpin skaðleg fyrir ungar stúlkur: Stelpurnar orðnar andlega gjaldþrota „Þetta er það sem getur gerst þegar svona ofboðslegur munur er á getu liðanna í deildinni, þær hafa hrein- lega verið andlega gjaldþrota og ekki lagt í að taka við enn einum skellinum,” segir Jóhann Ingi Gunn- arsson íþróttasálfræðingur um fjar- veru FH-stúlkna í leiknum gegn Val um helgina. „Þetta eru mikið til 14-15 ára stelpur sem eru á miklu mótunar- tímabili i sínu lífi og svona stór töp fyrir svona ungar stelpur hvað eftir annað getur verið gríðarlegt áfall fyrir sjálfstraustið og sjálfsmyndina” segir Jóhann. FH-liðið tapaði öllum leikjum sínum nema einum í sumar áður en þær mættu ekki í lokaleik sinn á íslandsmótinu. „Eðlilega verður svo fjölmiðlaum- fjöllunin neikvæð í garð FH-stúlkn- anna sem ekki mæta til leiks en við verðum að reyna að setja okkur í spor þessara stelpna.” Jóhann bætir við að niðurstaða mótsins hljóti að innihalda skilaboð til KSl og íslenskrar kvennaknatt- spyrnu um að fara vel í gegnum hlutina og draga af þeim einhvern lærdóm.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.