blaðið - 05.09.2006, Page 34

blaðið - 05.09.2006, Page 34
42 ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 2006 blaöiö Spólaö til baka Krísa á kvik- myndahátíð Ég fór í bíó á sunnudag á Penél- ope eftir Pedro Almodóvar á lceland Film Festival. Ég beið með eftirvæntingu enda er myndin að mati margra ein besta mynd • snillingsins Pedro Almodóvar. Það var þó eitthvert tækniklikk í gangi því þegar myndin hófst var enginn texti, en myndin er á spæn- sku. Ofurskvísan Penélope Cruz, sem leikur aðalhlutverkið, sagði eitthvað ákaflega áhugavert við samleikkonur sínar sem einungis þeir sem spænskumælandi skildu. Forvitnin óx hjá eftirvæntingar- fullum bíógestum eins og mér og þeir fóru að ókyrrast. Auðvitað vildum við hin líka vita hvað hún var að segja! Mér fannst eins og hún væri að segja eitthvað ótrú- lega mikilvægt, eins og reyndar allt sem maður einhverra hluta vegna skilur ekki eða fær ekki að vita um. Nokkrir bíógestanna urðu meira að segja svo óþreyju- fullir og pirraðir að þeir fóru út úr bíóinu og komu ekki aftur. Eftir smástund var myndin stopp- uð og gert örstutt hlé. Þegar mynd- in, sem var annars vel gerð, þó frekar hæg og mjög evrópsk, hófst svo aftur og textinn fylgdi, voru all- ir glaðir og ánægðir... eða það hélt ég. Eftir augnablik tók ég nefni- lega eftir því að textinn passaði ekki alveg við það sem leikararnir voru að segja, stundum kom text- inn of seint og stundum kom hann alls ekki. Hin fagra Penélope talaði og talaði en svo kom kannski bara helmingurinn af því sem hún hafði sagt. Þetta skapaði ákaf- lega skrítna stemningu í bíóinu. Fólk hló í tveimur hollum, þeir sem skildu spænsku og svo þeir sem ekki skildu neitt. Þar sem ég var í seinni hópnum upp- lifði ég mig eins og hálfgerðan kjána sem er aðeins of seinn að fatta og hlær þegar allir hin- ir eru búnir að hlæja. Þetta skyggði á upp- lifun mína og ég hreinlega sofnaði und- ir lokin. Krist- in Hrefna Að hverju leitar þú helst í fari karla? Ég leita helst að fyndnum mönnum, þeir heilla mig mest. Ég þarf samt ekki mikið að leita lengur því ég er búin að finna mér einn sem heitir Guðmundur Steingrímsson. Það sem skiptir mestu máli fyrir mig er húmor og það er hann sem ég vil helst finna í fari karla. Hvað er það sem fer mest í taugarnar á þér í sam- bandi við karla? Það er að þeir hafa hærri skítaþröskuld en konur. Það líð- ur sem sagt lengra þangað til þeir taka eftir því að það er drasl í kringum þá heldur en konur eða að það er skítugt í kringum þá. Sem sagt hærri skítaþröskuldur en þetta á að sjálfsögðu ekki við um manninn minn. Karlmenn fara samt svona yfirhöfuð ekki mikið í taugarnar á mér, þeir eru frekar skemmtilegir. Ef þú fengir að vera kari í einn dag, hver myndir þú vera og af hverju? Ég mundi vilja vera Johnny Cash og upplifa þessa geðveiki sem átti sér stað í kringum hann og í höfðinu á honum. Mér finnst hann alveg magnaður en ég er nýbúin að sjá myndina og vildi gjarnan prófa að vera hann í einn dag. Hann er ótrú- lega margslunginn karakter sem heillar mig upp úr skónum. Ef þú mættir breyta einhverju í heiminum, hverju myndir þú breyta? Ég myndi vilja frið á jörð eða eitthvað klassískt. Eða kannski frekar að allar mæður gætu fætt og klætt börnin sín. Það er mjög sorglegt að horfa upp á foreldra sem geta ekki alið upp börnin sín vegna fjárskorts, það finnst mér hræðilegt. Hvert er átrúnaðargoðið þitt? Það er amma mín heitin og nafna, Alexía Pálsdóttir. Hún eign- aðist 11 börn sem hún fæddi og klæddi með stakri prýði. Hún var mikil hörkukona og er algjörlega átrúnaðargoðið mitt. Hún bjó í Stykkishólmi og var ólétt nánast stanslaust í fjölmörg ár en samt var alltaf matur á borðum og nóg handa öllum. Þegar hún dó þá skildi hún eftir sig 34 barnabörn og 25 barnabarnabörn. Mér finnst svo fallegt að geta ræktað greinina sína og skilið eft- ir sig stóran ættboga og fjölmörg börn. Hefur þú einhvern tíma svikið mikilvægt loforð? Ég reyni að hafa það að leiðarljósi að lofa ekki upp í ermina á mér og held því að ég hafi ekki svikið mikilvægt loforð, allavega ekki svo mikilvægt að ég muni eftir því. Hvað dreymir þig um? Mig dreymir um að eiga stóra fjölskyldu með manninum mínum og geta unnið að listinni. Ég óska þess að ég geti haldið áfram að hlæja og að kærastinn minn hafi enn húmor fyrir mér eftir 50 ár og að við getum þá enn hlegið saman. Hvað er það fallegasta sem karl hefur gert fyrir þig? Ég var dregin upp í sveit á afmælinu mínu og fékk afmælisgjöf undir stjörnubjörtum himni sem var ótrúlega fallegt. Ég fékk glæsilega gulleyrnalokka sem mér þykir mjög vænt um. Hvað er á döfinni hjá þér? Ég er á fullu með fyrirtækið mitt, Reykjavík Casting. Þessa dag- ana erum við að gera auglýsingu með 200 manns sem eru öll alveg kviknakin. Það er mjög skemmtilegt að fást við að ráða í hlutverk og það er auðvitað frábær reynsla fyrir leikara að fá að vera hinum megin við borðið og þegar maður sér auglýsingarnar í fjölmiðlum fyllist maður stolti. Það gæti verið að við sem vorum í Pörupiltum gerum aftur eitthvað skemmtilegt og hver veit nema Pörupiltar fari á stúfana einhvern tíma í vetur. tískan á götunni Auður Ómarsdóttir 18 ára Ég keypti buxurnar í Danmörku, skóna á Akureyri og jakkann á Spáni. Blái bolurinn er frá HM og ég keypti þennan appelsínugula líka á 'Akur- eyri. Hákon Pálsson 21 árs Ég er að vinna í G-star-búðinni og ég er eiginlega í öllu þaðan. Bolurinn og buxurnar eru allavega þaðan. Svo er ég nú bara í Converse-skóm, gamla góða leðurjakkanum mínum og hattur- inn er frá Guðsteini. Elzbieta Baranowska 19 ára Buxurnar eru úr Retro, stigvélin úr Spútnik, jakkinn úr All Saints, lopa- peysan var prjónuð á mig og hlýrabol- inn keypti ég í Sautján. Þórir Sæmundsson 26 ára Buxurnar eru norskar og ég keypti skóna á Akureyri. Ég man ekkert hvar ég keypti bolinn en jakkanum gleym- di einhver þar sem ég vinn og ég hirti hann bara.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.