blaðið - 06.09.2006, Page 19
wmm
Úlfar Smári Jónsson, 5 ára
Chikumbutso Stafford, 5 ára
Ulfari Smára þykir skemmtilegast að klifra í trjám og vera í ævintýraleikjum
eins og risaeðluleik. Hann ætlar að verða slökkviliðsmaður þegar hann verður
stór. Úlfar Smári ætlar að ganga til góðs á laugardaginn með mömmu sinni og
bróður.
Chikumbutso missti pabba sinn úr alnæmi en býr með mömmu sinni
og systkinum. Hann langar að verða lögreglumaóur þegar hann
verður stór.
w?;.
T fS&P: k
Landssöfnun Rauða kross íslands, 9. september 2006.
Á laugardaginn stendur Rauði kross íslands fyrir landssöfnun undir kjörorðunum „Göngum til góðs". Þúsundir sjálfboðaliða munu ganga i öll hús á landinu og safna framlögum. Söfnunin ertileinkuð börnum í sunnanverðri Afríku sem eiga um sárt að binda vegna alnæmis. Söfnunarféð verður nýtt óskert til að bæta líf þeirra.
Rauði krossinn biður um aðstoð þína á laugardaginn.
m Gakktu til góðs Húsin á landinu eru mörg - þvi þarf marga sjálfboðaliða. Þú getur gerst sjálfboóaliði með því að skrá þig á www.redcross.is eða i sima 570 4000.
Rauði kross íslands
www.redcross.is
Skeijungur hf. kostar birtingu auglýsingarinnar