blaðið


blaðið - 06.09.2006, Qupperneq 24

blaðið - 06.09.2006, Qupperneq 24
32 MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 2006 blaðið _ _ \f% íþrottir ithrnttir@hlaHid nnt Vildi systur Zidane Materazzi hefur loksins sagt frá þvi hvaö hann sagöi viö Zidane sem varð til þess að hann skallaði Materazzi í bringuna í úrslitaleik HM i sumar. „Ég hafði togað í peysuna hans í sókn þeirra á undan og Zidane segir við mig að ef ég vildi fá skyrtuna hans gæti hann gefið mér hana eftir leikinn. Ég svaraði að ég vildi heldur fá systur hans,” sagði Materazzi við Gazzetta dello sport, en hann sagð- ist ekki hafa haft hugmynd um að Zidane ætti systur fyrr en eftir að hann var skallaður i bringuna. Skeytin inn Carlos Tevez og Javier Mascherano eru báðir komnir til Upton Park en þeir gerðu hvor um sig fjögurra ára samning við West Ham. Tevez sagði á blaðamannafundi að aðalástæðan fyrir því að West Ham hafi orðið fyrir valinu en ekki félög eins og Real Madrid og Arsenal væri sú að West Ham hefði sýnt sér mestan áhuga og hefði boðið mjög rausnarlega. Mascherano sagði að það hefði verið æskudraumurinn að spila á Englandi og að skemmtilegast væri að spila þar sem manni er best tekið, því hafi hann valið West Ham. Mascherano sagði að ein af ástæðunum fyrir því að hann hafi ekki valið Manc- hester United hafi verið að Juan Veron, sem spilaði eitt tímabil með Manchester, réð honum frá því, en eins og kunnugt er náði Veron sér _ aldrei á strik með rauðu djöfl- unum. Skot halda áfram að ganga á milli Williams Gallas og stjórnar Chelsea. Forráða- menn Chelsea sendu frá sér yfir- lýsingu í fyrradag um að Gallas hefði hótað að skora sjálfsmark yrði hann valinn í lið Chelsea, en hann setti mikinn þrýsting á forráðamenn Chelsea um að komast frá félaginu. Gallas svaraði því til við fjölmiðla í gær að hann væri hissa og sleginn yfir yfirlýs- . ingum Chelsea sem | hann sagði tóman þvætting.„Chels- ea á kannski fullt af pening- um, en skortir allan klassa,” sagði Gallas. Steven Gerrard hefur átt tvo frábæra leiki með landslið- inu síðan David Beckham var settur út í kuldann af Steve McLaren þjálfara. Steven Gerr- ard hefur leikið leikina tvo á hægri kantinum og sagði Peter Crouch, liðsfélagi Gerrards með Liverpool og \ í landsliðinu, að Steven Gerrard væri besti leikmaður í heimi, og *■ það sem ógnvekjandi væri, að hann ætti eftir að bæta sig enn meira. Vasa línan Nú líka með ALOE VERA Morten Olsen landsliðsþjálfari Dana býst við erfiðum leik í kvöld: íslendingar leggja mest kapp á að vinna Dani ■ íslendingar með betra lið en fyrir fimm árum ■ Mega illa við spjöldum og meiðslum Annar leikur Islendinga í und- ankeppni Evrópumóts landsliða 2008 fer fram í kvöld þegar ís- lendingar taka á móti Dönum á Laugardalsvelli. Thomas Gravesen sagðist í sam- tali við Blaðið búast við hröðum og föstum leik í kvöld. „Það eru miklar breytingar á íslenska liðinu frá því við mættumst á Parken fyrir fimm árum. Flestir íslensku leikmann- anna spila nú í toppdeildum í Evrópu.” Gravesen segir það jafnframt út úr kortinu að nota leikinn gegn Islend- ingum fyrir fimm árum sem viðmið en í þeim leik sá íslenska liðið vart til sólar og tapaði 6-0. „Fyrir fimm árum þegar liðin mættust í und- ankeppni HM áttu Islendingar engan möguleika á að kom- ast upp úr riðlinum svo það var til einskis að vinna fyrir þá. Nú er allt annað uppi á teningnum, íslendingar eru með nýtt, samheldið lið með mörgum sterkum leik- mönnum innanborðs og eru fullir sjálfs trausts eftir góðan sigur á Norður- írum um síðustu helgi.” Svíum, Dönum og Spánverjum. „Eins og íslenska liðið verður skipað á morgun eru þeir með sterkt lið og verða mjög erfiðir við að eiga. Spurn- ingin fyrir íslendinga þegar fram í keppnina sækir er sú hvort þeim takist að halda leikmönnum heilum og frá leikbönnum því ef þeir ætla að ná árangri mega þeir illa við meiðslum og spjaldavandræðum,” sagði Gravesen. íslendingar Ifk- legir til árangurs Gravesen segist meta íslenska liðið líklegt til árangurs í riðlinum og það geti hæglega blandað sér í baráttuna um sæti upp úr riðlinum ásamt Leggja mest kapp á að vinna okkur Morten Olsen þjálfari Dana sagð- ist í samtali við Blaðið búast við erf- iðum leik í kvöld. „Þetta er fyrsti leikur okkar í keppninni, Islend- ingar hafa þegar innbyrt góðan sigur á útivelli og koma í leikinn fullir sjálfstrausts,” sagði Olsen. „Það er alltaf mjög sérstakt and- rúmsloft í leikjum Dana og íslend- inga,” segir Olsen og bætir við að þetta sé sá leikur í riðlinum sem íslendingar leggi hvað mest kapp á að vinna. Morten Olsen vildi ekkert gefa upp um leikaðferð danska liðsins í kvöld en sagði að líklega myndu verða breyt- ingar á leikaðferð liðsins frá síðasta leik því Danir væru nú með full- skipaðliðsemþeir voru ekki með í leiknum gegn Portúgölum um síðustu helgi. Morten Olsen, landsliðsþjálfari Dana Morten Olsen segir Islendinga leggja mest kapp á að vinna Dani Aðspurður um hver styrkleiki danska liðsins væri svaraði Olsen að það skipti ekki máli hvað honum fyndist heldur hvað íslenska þjálfar- anum fyndist og vísaði til skáklist- arinnar í því sambandi. Höfum aldrei unnið Dani íslendingar og Danir hafa ást við nítján sinnum, 14 sinnum hafa Danir farið með sigur af hólmi, fimm sinnum hefur orðið jafntefli en aldrei hefur okkur tekist að berja á Baunanum í knattspyrnu. I leikj- unum 19 hafa íslendingar skorað 13 mörk en fengið á sig 63. Síðast áttust íslendingar og Danir við í undankeppni HM 2002 þar sem Is- lendingar töpuðu 6:0 í Parken. Það Thomas Gravesen, leikmaður danska liðsins og Glasgow Celtic Segir lið fslendinga mun betra en fyrir fimm árum var jafnframt kveðjuleikur Eyjólfs Sverrissonar, fyrrum landsliðsfyrir- liða og núverandi þjálfara íslenska liðsins, svo óhætt er að segja að Eyj- ólfur eigi harma að hefna. Uppselt er á leikinn sem verður sýndur í sjónvarpi allra landsmanna. Helgi Númason skoraði í 14-2 tapi íslendinga á Parken Ekki sami sóknarbragur og 1967 „Já, þú ert að tala um jafnteflisleik- inn,” svarar Helgi Númason, þegar hann er beðinn um að rifja upp 14-2 tapið gegn Dönum á Parken 1967, en hann skoraði annað mark íslands. „Málið var náttúrlega að þetta var fyrsti leikur íslendinga sem var sýndur í sjónvarpi og átti að spila sóknarleik, með þessum árangri. Ég gerði fyrsta markið í seinni hálfleik og minnkaði muninn í 6-1. Það var þannig að ég komst inn í sendingu og þar með einn inn fyrir og klobb- aði markmanninn. Svo voru auð- vitað margir spaugarar í þessum hópi sem voru ekkert að bölsótast yfir því þótt við værum að tapa svona stórt sem fullyrtu að nú væru Danirnir uppgefnir og við myndum raða á þá mörkunum,” segir Helgi. „Seinna markið var mjög spes, en við Hemmi vorum búnir að gera samning eftir níunda markið hjá Dönunum, en við vorum tveir frammi, um að ég hlypi inn fyrir vörnina og hann sendi á mig og ég kæmist þar með í gott færi. Það gekk allt eftir nema að Hemmi sendi ekki boltann heldur óð upp völlinn sjálfur og skaut svolítið fyrir utan teig sem endaði með glæsilegu marki,” rifjar Helgi upp. Helgi spáir 0-0 í kvöld. „Það verður ekki sami sóknarbragur á lið- inu og á Parken um árið, og marka- laust jafntefli væri ákjósanlegt.” S \ 1 A L 0 C VtflA \ , Vaseline />0CKll Vaseline PtTROltUM Jlttv Helgi Númason Klobbaöi markmann Dana í fyrsta sjónvarpsleik Islendinga. Blaöið/Frikki

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.