blaðið - 20.09.2006, Qupperneq 26

blaðið - 20.09.2006, Qupperneq 26
3 4 MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2006 blaðið •v* nevtendur neytendur@bladid.net Komdu skipulagi á fjármálin Náðu góðri yfirsýn á fjármálin, settu þér markmið um sparnað og ekki eyða um efni fram. Það er dýrt að vera í vanskilum. Vörurfrá Himneskri hollustu Fyrirtækið hefur fengið lífræna vottun frá vottunarstofunni Túni. Himnesk holl- usta fær vottun Fyrirtækið Himnesk hollusta hefur fengið lífræna vottunar- stimpilinn frá vottunarstofunni Túni. Vottunin nær bæði til fyrirtækisins og lífrænnar vöru- línu þess. Þetta er í fyrsta sinn sem íslensk vörulína hlýtur slíka vottun en tekið skal fram að framleiðendur varanna eru frá ýmsum löndum. Himnesk hollusta hefur með- al annars sérhæft sig í innflutn- ingi á lífrænum matvörum og hafa rúmlega 50 vörutegundir fengið lífræna vottun frá Túni. Vörurnar sem um ræðir eru af ýmsum toga svo sem kjúklinga- baunir, kakóduft, hnetusmjör, eplamauk, tómatmauk, agave- síróp og fleira. Hér á landi hafa 55 aðilar feng- ið vottun frá Túni fyrir fram- leiðslu, dreifingu eða vinnslu lífrænna afurða. Ungt fólk leitar i auknum mæli aðstoðar vegna greiðsluerfiðleika Hefur lífið í skuldaklafa Frá stofnun Ráðgjafastofu um fjármál heimilanna árið 1996 hafa verið afgreiddar um 7000 umsókn- ir um ráðgjöf að sögn Ástu Sigrún- ar Helgadóttur, forstöðumanns. „Það má segja að það hafi orðið ákveð- in fækkun eftir að bankarnir fóru út á íbúðalánamarkaðinn. Þá fékk ákveðinn hópur lausn sinna mála að minnsta kosti tímabundið. Mað- ur vill alls ekki vera svartsýnn en vonandi er það til lengri tima. Nú er náttúrlega mjög gott atvinnuástand en ef það breytist eitthvað í þeim efnum þá gæti komið upp hættuleg staða,“ segir Ásta Sigrún. Ungt fólk í erfiðleikum Ásta segir að ungt fólk virðist i auknum mæli eiga í erfiðleikum. „Sá aldurshópur sem hefur verið stærstur meðal okkar viðskiptavina hefur verið milli þrítugs og fertugs en í fyrra var stærsti hópurinn milli tvítugs og þrítugs. Það er í raun og veru mjög ógnvekjandi og við finn- um fyrir því að unga fólkið er að koma mjög skuldsett til okkar. Það er í raun að hefja lífið í skuldaklafa sem er vægast sagt mjög slæmt.“ Ásta segir að margar ástæður geti legið að baki þessari þróun svo sem gylliboð banka og aukið aðgengi að lánsfé. „Þetta tengist náttúrlega líka frelsi á markaðnum og þá reyn- ir meira á ábyrgð einstaklinganna," segir Ásta og bætir við að margir geri sér ekki grein fyrir hættunni. Fræðsla umfjármál „Við höfum líka lagt áherslu á að auka fræðsluna meðal unga fólksins. Við höfum meðal annars farið í 10. bekki. Það er mjög áhugavert og gef- andi en jafnframt hefur maður oft verið undrandi á því hvað krakkarn- ir vita í raun og veru lítið um fjármál. Krakkarnir halda oft að þetta redd- ist en við segjum þeim að við hittum fólk sem á í verulegum greiðsluerfið- leikum sem er alveg skelfilegt. Þetta reynir bæði á andlegt og líkamlegt þrek fólks." Ásta telur að forvarnir séu fólgnar í aukinni fræðslu um þessi mál og hún ætti að vera hluti af námskrá grunnskóla. „Það þarf að byrgja brunninn áður en barnið dettur ofan í hann. Það er mjög mikilvægt og hefur kannski aldrei verið jafnmikilvægt og ein- mitt núna,“ segir Ásta. Ung og skuldug Ungt fólk leitar íauknum mæli ráðgjafar hjá Ráðgjafarstofu heimilanna í fjármálum vegna greiösluerfiðleika. HotelSelfoss Ráðstefnur Fundir - Árshátíðir Nánari upplýsingar og pantanir í síma 480 2500 og info@hotelselfoss.is

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.