blaðið - 20.09.2006, Síða 32

blaðið - 20.09.2006, Síða 32
4 0 MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2006 blaðið BMX BMX-hjólin komu fyrst fram i Kaliforníu seint á sjöunda áratugnum. Fyrstu BMX-hjólin voru hefðbundin hjól sem krakkar breyttu til að geta notað þau í torfærum. jaðarsport WF iadarsport@bladid.net Úr Klifurhúsinu Dænómótið er frábrugðið hefð- bundnum erfiðleikaklifurmótum og reynir á stökkgetu keppenda. Dænómót í Klifurhúsinu Svokallað dænómót verður hald- ið í Klifurhúsinu á sunnudaginn klukkan 14. Þetta er í fyrsta skipti sem slíkt mót er haldið hér á landi. Mótið er ekki liður í íslandsmeistarakeppninni enda frábrugðið hefðbundnum klifurmótum að því leyti að þar reynir öðrum þræði á stökkgetu þátttakenda. „Það er keppt í vegg með um tuttugu gráðu halla og fyrir- komulagið er mjög svipað og í hástökki. Byrjað er á ákveðinni hæð, fólk fær þrjár tilraunir og síðan er hækkað,“ segir Hjalti Rafn, rekstrarstjóri Klifurhúss- ins, um mótið. Flugdrekaíþróttin hefur gengið í endurnýjun líf- daga á undanförnum ár- um eftir að menn fóru að tvinna hana saman við aðrar greinar á borð við skíða- og snjóbrettaiðkun og brimbrettasigl- ingar. í þessum greinum notast menn við svokallaða kraftdreka en það eru stórir flugdrekar með mjög mikla vindmótstöðu. Á Islandi er að myndast samfélag áhugamanna um kraftdreka og má meðal annars nálg- ast upplýsingar um það á siðunum kiteland.net og vindsport.is. Hálfgert leynisport Snjódrekaflug (snowkiting) hef- ur rutt sér til rúms hér á landi og skyldi engan undra þar sem hvorki skortir snjó né vind. Eins og nafnið gefur til kynna gengur íþróttin út á það að menn nota kraftdreka til að draga sig áfram á skíðum eða snjó- bretti. Að sögn Einars Garðarssonar hjá Vindsporti stunda þó nokkrir íslendingar íþróttina en ekki er þó til neinn formlegur félagsskapur í kringum hana. „Við erum nokkr- ir sem höfum verið að rotta okkur saman. Þetta er hálfgert leynisport," segir Einar og bætir við að hún sé aðallega stunduð á suðvesturhorni landsins en einnig séu nokkrir á Ak- ureyri og á ísafirði sem stundi hana. íþróttin er ung og sjálfur hefur Einar aðeins stundað hana í um þrjú ár. Engu að síður er áhuginn slikur að hann er farinn að flytja inn og selja búnað auk þess að bjóða upp á snjódrekaferðir á Langjökli á sumrin. Fjölmargir útlendingar hafa komið til íslands til að prófa íþróttina undir handleiðslu Einars og félaga hans. Á veturna hafa snjó- drekaiðkendur meðal annars lagt stund á íþróttina á Bláfjallasvæðinu og á ísi lögðu Rauðavatni. Auðvelt að stjórna drekanum Einar segir auðvelt að hafa stjórn á drekanum og aðeins taki einn dag að læra réttu handtökin. „Maður hefur mjög góða stjórn á honum og getur beint honum hvert sem maður vill. Það er líka hægt að ferðast lang- ar vegalengdir á þessu ef maður vill og maður getur náð miklum hraða. Ég hef náð 70 km hraða en erlendis hafa menn náð um 100 km hraða.“ Að sögn Einars hentar snjódrekafl- ugið jafnt þeim sem eru að leita að spennu og átökum og hinum sem kjósa að taka því rólegar. „Þetta býð- ur til dæmis upp á mikla möguleika fyrir brettafólk til að stunda frístæl- æfingar og opnar því nýjar víddir,“ sesir Einar. Iþróttin er ekki með öllu hættu- laus og dæmi eru um að slys og óhöpp hafi orðið vegna þess að óvarlega var farið. Mikilvægt er að stunda hana á opnum og öruggum svæðum þar sem ekki eru hindranir svo sem grjót eða mannvirki. Brimbretti og kraftdrekar í sjódrekaflugi (kitesurfing) er tvinnað saman brimbrettaiðkun og flugdrekaflug. Menn standa á bretti og eru dregnir áfram af kraft- dreka á sjó eða vatni. íþróttin er líkt og snjódrekaflugið frekar ung og eru þeir teljandi á fingrum ann- arrar handar sem stunda hana að staðaldri hér á landi. Einn þeirra er Geir Sverrissbn sem einnig hefur mikla reynslu af snjódrekaflugi. „Ef menn ætla að prófa þetta er sniðugt að byrja á snowkiting. Það er auð- veldara að ná tökum á því og engin hætta á að maður sökkvi í vatnið,“ segir Geir. Geir segir að fólki sé ráðlagt að taka námskeið í íþróttinni en reyna ekki að læra hana á eigin spýtur. Vandamálið sé hins vegar að hér á landi séu engin slík námskeið í boði. Að sögn Geirs eru góðar aðstæður til að stunda íþróttina hér á landi. „Útlendingar sem koma hingað verða margir hverjir heillaðir af þessu. Hér er allt við höndina. Það er hægt að fara upp á jökul til að stunda snowk- iting og svo eru fallegar sandfjörur fyrir kitesurfing,” segir Geir. Tals- verðan vindstyrk þarf til að stunda sjódrekaflug en hann er því miður ekki alltaf til staðar og segir Geir það mikinn misskilning að það sé alltaf rok á íslandi. Öryggið ofar öllu „Það er mikilvægt að fólk læri að bera virðingu fyrir vindinum, kynni sér veðurspána og fari aðeins út þegar aðstæður eru réttar. Þá er stranglega bannað að vera einn á ferð ef eitthvað kemur upp á,“ segir Geir sem setur öryggið ofar öllu. Gúmmívinnustofan SP dekk Öryggi bílsins byggist á góðum hjólbörðum HEILSÁRSDEKK VETRARDEKK JEPPLINGADEKK RAFGEYMAR GÚMMÍVINNUSTOFAN Skipholti 35 105 RVK Sími: 553 1055 www.gummivinnustofan.is t HEILDARPAKKINN | 1. Grunnur 2. Grafík 3. Skrifstofan I %0i. WmdowsXP áB l. Photosbop 6.0 Bl. Word2003 1 3 02. Outlook Express Sð 2. Photoshop verkefni S 2, Word 2003 PRO 1 M 03. Internetid ðí 3. Premiere Pro iÍ 3. Excsl 2003 1 04. Metreiósfeikennarfnn 4. Premíere Elements S 4. ExMl 2003 PRO | I ? 05. Ðrellur 00 bröoð 0 5. Flash MX (í vinnslu) 5. OudOOlr 2003 1 ^ 06. Ffeght Stmulator 2004 0 6. Stafrænar myndavólar 3 6. Outlook 2003 PRO 1 X 07. GulU Byogir 1. 1 fá 08. Vírusvarrwr $ 7. Photoshop CS2 517. FrontPao® iá 6. PowarPoint 2003 | C 09. Netnanny I tí 10 Nero Burrong ROM Íath I Þú getur fengiö prufuaögang 1 r 5 9. Offtce 2007 þer aö kostnaóarlausu www.fjarkennsia.is - sími: 5114510 Þingvellir í Kajak á Þingvallavatni Maður fær áðra sýn á Þing velli með því að róa á kajak á Þingvallavatni: Kayakklúbburinn verður með dags- ferð á Þingvallavatni á laugardaginn klukkan 11. Farið verður frá strönd- inni rétt innan við Valhöll, yfir í Vatns- vík að Arnarfelli og jafnvel komið við í Sandey. Gert er ráð fyrir að ferðin taki um 4-5 klukkustundir eftir því hvern- igvindarblása. Ásta Þorleifsdóttir sem situr í ferða- nefnd klúbbsins segir að fólk sjái þjóð- garðinn í nýju ljósi með þessum hætti. „Á þessum tíma er himbriminn gjarnan farinn að hópa sig og eitt haust- ið voru þarna um 400 himbrimar. Það var alveg ótrúleg upplifun. Ef það er gott veður og haustútirnir speglast í vatninu þá er maður með sjónarhorn sem maður hefur ekki með neinum öðrum máta. Þetta er töluvert öðru vísi en að vera á vélbát því að þú ert einn með náttúrunni. Fyrir stressað þekkingarsamfélag þá er þessi aðgang- ur að náttúrunni alveg frábær," segir Ásta. Að sögn Ástu taka félagar í Kayak- klúbbnum að sér að skipuleggja ferðir sem þessar og í sumar hafa þær verið allnokkrar. Meðal annars var farin ferð um Breiðafjörð fyrir tæpum mán- uði og á hverju ári er róið á Langasjó.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.