blaðið - 18.10.2006, Page 27

blaðið - 18.10.2006, Page 27
blaöió MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2006 35 Vitra-hönnunarsafnið er í svíssneska bænum Weil am Rhein og er byggingin hönnuö af arkitektinum Frank 0 Gehry. Safnið geymir eitt stærsta safn á nútíma húsgögnum í heiminum og sýnir þverskurð af hönn- unarsögunni. Svissneski húsgagnaframleiðandinn Vitra hefur gert menningarlegan skilning á hönnun að mikilvægum þætti í stefnu fyrirtækisins. Vitra framleiðir sígilda hönnun auk þess sem fyrirtækið framleiðir einnig einstaka gripi og litlar seriur eftir áhugaverða hönnuði. Uppstoppaður krossviður Vlaemsch er belgískt ungt og ferskt hönnunarfyrirtæki sem stofnað var af belgíska hönnuðinum Cas- imir. Fyrirtækið stendur fyrir flæmskar hefðir og húmor, einfaldleika, röksemi, gæði og heiðarleika í hönnun og sameinar hugmyndaauðgi og gæði. Vör- ur fyrirtækisins eru mjög nýstárlegar og óvenjulegar og gæða heimilið lífi og gleði. Hönnuðir Vlaemsch koma hvaðan- æva að úr heiminum en sameinast í að hanna undir formerkjum húmors og viljans til að brjótast undan viðurkenndum reglum. Efnisnotkun og tækni eru nýtt á nýstárlegan hátt. Dæmi um hönnun frá Vlaemsch eru hreindýrs-, dádýrs- og elgshausar úr krossviði sem minna á uppstoppaða hausa sem héngu gjarnan fyrir ofan arna á fínni heimilum borgarastéttar Evrópu. Hönnuðurinn, Augustin Scott de Martinville, vildi gera þessi stöðutákn, sem eru mjög dramatískir hlutir tengdir drápi og uppstoppun á dýrum, á þann hátt að þau væru í senn húmorísk en um leið með sterka tengingu við frummyndina. Hægt er að velja um dádýrs-, hreindýrs- eða elgshausa og þeir koma í flötum einingum sem eig andinn púslar saman sjálfur. loa@bladid.net Hreindýrið fyrir minni heimili, verð 16.900 Verslunin Þrjár hæðir á Laugaveginum selur hönnunina frá Vlaemsch. Dadyrið goðlegt og fallegt, verð 8.300 Bgur voldugur og nýtur sín vel yfir arinhillum, verð 23.900 Blo6i6/FMi I Þýska tímaritió Auto Bild valdi j Opel bestu þýsku biltegundina I í Þýskalandi árió 2006 Ingvar Helgason Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 ih.is Opið: Mánudaga -föstudaga kl. 9:00-18:00. Laugardaga kl. 12:00-16:00. Aukahlutir á mynd: álfelgur

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.