blaðið - 18.10.2006, Page 30

blaðið - 18.10.2006, Page 30
38 MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2006 blaðið íþróttir ithrottir@bladid.net r Mikilvægara en fótbolti Jose Mourinho, stjóri Chelsea, hefur lýst yfirfuröu sinni og óánægju með aö þaö hafi tekið sjúkrabíl hálftima að koma á vettvang eftir að Petr Cech, markvörður liðsins, höfuðkúpubrotnaði í leik Chelsea og Reading um síð- ustu helgi. „Þetta er mun mikilvægara en fótbolti,” sagði Mourinho sem hyggst leggja fram formlega kvörtun vegna seinagangsins. Skeytin inn Fyrirliðinn Steven Gerr- ard verður ekki með liði Liverpool sem mætir Bordeaux í Frakklandi í kvöld, en hann tognaði lítillega aftan í læri í leik gegn Blackburn um síðustu helgi. Rafa Benitez, stjóri Liverpool, vonast til að Gerrard verði klár í leikinn gegn Manc- hester Un- ited um næstu helgi. Mo- hamed Sissoko og Dirk Kuyt, sem eiga báðir í ökklam- eiðslum, eru báðir komnir til Bordeaux þótt óvíst sé að þeir geti spilað leikinn. Þá eru Dan Agger og Robbie Fowler enn frá vegna meiðsla. Italinn stuttfætti hjá AC Milan, Gennaro Gattuso, bar í gær til baka sögur um að hann hygðist enda feril sinn hjá Glasgow Rangers, en það var fullyrt í skosku dagblaði í ■' fyrradag. Gattuso sagðiskoska blaðið hafa haft rangt eftir sér og að hann hefði þegar gefið loforð um að enda feril sinn hjá AC Milan. „Ég vil bara biðja fólk um að róa sig niður. Það verður ekkert annað Shevchenko-mál,” sagði Gattuso á heimasíðu Míl- anó-liðsins í gær. Arsenal hefur stimplað sig inn í kapphlaup eftir hollenska framherjanum Klaas-Jan Hunt- elaar sem gekk til liðs við Ajax frá Heerenveen í janúar. Nú þegar bítast ensku liðin Manchester United, Newcastle og Portsmouth um leikmann- inn. Huntelaar er 23ja ára og skoraði 33 mörk í hollensku deildinni á síðasta tímabili. •N'y. vitamin.is 0% sykur 0% kolvetni Nýtt á íslandi Ármúla 32 sími 544 8000 Opnunartimar: Mán-fös 10-18 Lau 11-15 Akureyn: Granufélngsg. 4 sími 466 2100 Opnunartímar: Man-fós 16-18 30 Chelsea tekur á móti Barcelona: Eiður Smári í eldlínunni á Brúnni Talar ekki við Terry ■ Mun fagna marki á „viðeigandi hátt” tí \ f á L I Meistaradeildinni í kvöld mætast Chelsea og Barcelona á Stamford Bridge í Lundúnum í fyrri viðureign liðanna í A-riðli Meistaradeildarinnar. Lítil lognmolla hefur verið í kringum viðureignir liðanna og oftar en einu sinni hefur soðið upp úr. Leikurinn í kvöld er sá fimmti milli liðanna á tveimur árum en síðustu tvö árin hafa Chelsea og Barcelona dregist saman í útsláttarkeppni og hafa hingað til skipt með sér sigrunum. Tíma- bilið 2004/2005 fór Chelsea með sigur af hólmi samanlagt, 5-4, en tímabilið 2005/2006 hafði Barcelona betur, 3-2. Chelsea stendur betur að vígi í riðlinum með sex stig eftir tvo leiki en Barcelona gerði jafntefli við Werder Bremen um daginn og er með fjögur stig eftir tvo leiki. Eiður í byrjunarliði? Miklar líkur eru taldar á því að Eiður Smári hefji leikinn með Barcelona gegn sínum gömlu félögum í Chelsea, þar sem Samuel Eto’o, aðalframherji Barcelona, er frá vegna meiðsla. A „Það yrði frábært að skora í leiknum, en ef ég geri það * mun ég fagna markinu ^ á viðeigandi hátt með virðingu fyrir Chelsea,” sagði Eiður Smári við enska fjölmiðla í gær um það hvernig hann myndi bregðast við ef hann skoraði. I viðtölum við Eið sem breskir fjölmiðlar hafa keppst við að birta síðustu daga hefur Eiður verið allt annað en yfirlýsinga- glaður og talað vel um fyrrverandi félag sitt, Chelsea. Varðandi leikskipulag Chelsea hefur Eiður sagt það gríðarlega vel skipu- lagt lið og að þeir séu mjög erfiðir °TBkW I Eidur Smári verdur í sviðs- Ijósinu í kvöld þegar hann mætir sinum gömlu félögum í Chelsea á Stamford Brldge. Eiður hefur sagst ætla að fagna á „viðeigandi hátt" ef hann skorar. heim að sækja. „Þetta verður gríðarlega erfiður leikur gegn þéttu og vel skipulögðu liði. Þótt þú skorir gegn þeim er aldrei hægt að afskrifa þá, þeir geta alltaf komið til baka og unnið leikinn,” sagði Eiður meðal annars um sína gömlu félaga. Talar ekki við Terry og Lampard Eiður hefur látið í ljós áhyggjur sínar af líðan Petr Cech, markvarðar Chelsea, sem höf- uðkúpu- brotnaði í leik Chelsea og Re- ading i-BbT»Ti~' um síðustu helgi, en þar sem John Terry, Frank Lampard og Eiður ákváðu að hringj- ast ekki á tveimur vikum fyrir leik lið- anna sagðist Eiður ekki hafa fengið fréttir af líðan Cech nema í gegnum enska fjölmiðla. Annar mark- vörður Chelsea, Carlo Cudicini, var einnig bor- inn meiddur af leikvelli í leiknum og John Terry varð að bregða sér í mark- mannstreyjuna og verja markið síðustu mín- úturnar. „Ég hefði ekkert á móti því að John Terry stæði NjBjjBk; m a r k i n u I í stað þess að hann jgf gætti mín í vörninni,” sagði Eiður glettnislega við bresku press- una af því tilefni, en Terry á eflaust eftir að hafa góðar gætur á Eiði Smára í leiknum. Vegna markvarðameiðsla neyðist Jose Mourinho til að tefla fram þriðja markmanni liðsins, hinum portú- FC tmira/es galska Hil- ario, en það verður hans fyrsti leikur fyrir Chelsea og spennandi verður að sjá hvernig hann bregst við áskoruninni. Erkifjendur á tveimur árum Lítil lognmolla hefur verið í kringum viðureignir Chelsea og Barcelona þótt ekki sé hægt að segja að liðin séu fornir fjendur. Eftir fyrsta leik lið- anna sem fór fram í Barcelona í mars á síðasta ári sakaði Jose Mo- urinho sænska dómarann Anders Frisk um að hafa boðið Frank Rijka- ard, stjóra Barcelona, í dómaraklef- ann í hálfleik. Mourinho fullyrti að samtal þeirra hefði haft áhrif á dóm- gæslu Frisks þegar hann rak Didier Drogba, leikmann Chelsea, af velli. Eftir leikinn varð Anders Frisk fyrir morðhótunum vegna málsins og til- kynnti afsögn sína tveimur vikum síðar. Eftir fyrri leikinn í viðureign lið- anna í fyrra sem fram fór á Stamford Bridge sakaði Mourinho Argentínu- manninn knáa, Lionel Messi,. um leikræna tilburði, sem varð til þess að varnarmaður Chelsea, Asier Del Horno, var rekinn af leikvelli. Spán- j verjarnir unnu leikinn 1-2 og Mour-1 inho hlaut tveggja leikja bann fyrir ummælin. Samningaviöræður standa enn yfir: Eggert hækkar tilboðið í West Ham Eggert Magnússon hefur bætt við boð sitt í enska úrvalsdeildarfélagið West Ham. BBC greindi frá því í / gær að West Ham hefði hafnað J 8,5 milljarða króna tilboði Egg- ‘ erts í síðustu viku og að fjár- festingafélag Eggerts hefði hækkað tilboð sitt upp í tíu milljarða í s 1 e n s k r a króna auk boðs um að taka við skuldum félagsins sem hljóða upp á rúma tvo og hálfan milljarð. I samtali við Blaðið vildi Eggert ekki staðfesta fréttaflutning BBC en sagði að viðræður milli hans og forráðamanna West Ham stæðu enn og bjóst við því samningaferlið gæti tekið allt að tvo mánuði. Eggert Magnússon, formaður KSÍ Egg- ert hefur hækkað tilboð sitt í West Ham í tíu milljarða íslenskra króna. Manchester United: Stjórnarmenn flýja OÍd Trafford Tveir af þremur síðustu áhrifa- miklu starfsmönnum Manchester United sem ekki tilheyra Glazer-fjöl- skyldunni, sögðu af sér í gær. Þetta eru þeir Nick Humby og Andy Anson sem hafa farið með fjár- mál og markaðsmál félagsins. David Gill, forstjóri félags- ins, er nú eini starfsmaðurinn / utan Glazer-fjölskyld unnar sem hefur vægi í almennum rekstri félagsins. Forsvarsmenn aðdáendaklúbbs Manchester United eru óánægðir með þróunina og hafa skorað á Humby og Anson og skýra út fyrir aðdáendum hvað sé að ger- ast bak við tjöldin hjá félaginu. Mikil ólga hefur verið meðal stuðningsmanna hðsins allt síðan fréttist af áhuga Glazer á liðinu og sneru sumir baki við liðinu þegar hann keypti það. Því vilja margir stuðningsmenn fá á hreint hvort það séu Glazer- feðgarnirsemeru valdir að brottför tvímenningana.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.