blaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 22

blaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 22
3 4 ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2006 kolbrun@bladid.net blaðiö Afmælisborn dagsins MOSS HART LEIKRITASKÁLD, Í904 BILL WYMAN TÓNLISTARMAÐUR, 1941 Búálfur og skrímsli Hjá Máli og menningu er komin út ný bók um Benedikt búálf, Svarta nornin, eftir Ólaf Gunnar Guð- laugsson. Þegar Bene- dikt búálfur rekst á dular- fullan pakka í póstinum hjá Dídí ákveður hann strax að fara með hann til Álfheima og opna hann þar. En það sem leynist í pakkanum er hættulegra en Benedikt hafði grunað. Fyrirlestur um ótrúlega lífsreynslu Rúandíski rithöfundurinn Immac- ulée llibagiza heldur fyrirlestur og situr fyrir svörum um lífsreynslu sína og störf í Miðstöð Samein- uðu þjóðanna, Laugavegi 42, í dag, þriðjudag 24. október klukkan 12.10-13.00. Nýlega kom út á íslensku bók Im- maculée llibagiza Ein til frásagnar en þar segir höfundurinn frá lífi sínu í Rúanda og ótrúlegri lífs- reynslu sinni þegar útrýmingarher- ferð Hútúa á hendur Tútsum brast á í landinu árið 1994. Morðæðið stóð í þrjá mánuði og kostaði nærri eina milljón landsmanna lífið. Immaculée lifði blóðbaðið af því í 91 dag sat hún ásamt sjö öðrum konum þögul í hnipri í þröngri baðherbergiskytru sókn- arprests nokkurs meðan hundruð morðingja með sveðjur á lofti leituðu þeirra. Immaculée býr nú á Long Island með manni sínum og tveimur börnum en fjölskylda hennar er með henni hér á landi. Immaculée starfar fyrir Sameinuðu þjóðirnar í Bandaríkjunum og hefur sett á laggirnar stofnun til að hlúa að þeim sem þjást af völdum þjóðar- morða og styrjalda. Fyrirlesturinn er öllum opinn meðan hús- rúm leyfir. Aðgangur er ókeypis. & /1 '\ Heimspekileg umræða um manninn rankenstein, hin fræga skáldsaga Mary Shelley, er komin út í íslenskri þýðingu hjá JPV forlagi. Höfundurinn Mary Shell- ey skrifaði bókina eftir að hafa ver- ið í heimsókn hjá Byron lávarði í Sviss ásamt manni sínum, skáldinu Percy Bysshe Shelley. Byron lagði til að þau skrifuðu hvert um sig sögu og sá sem skrifaði mestu hryllings- söguna stæði uppi sem sigurvegari. Mary, sem var einungis 19 ára göm- ul, fékk hugmyndina að Franken- stein eftir draumsýn eða martröð. Frankenstein er þekktasta hryll- ingssaga heims og hefur margoft verið kvikmynduð. Böðvar Guðmundsson rithöfund- ur þýddi söguna á íslensku. „Sagan af Viktor Frankenstein er auðvitað barn síns tíma, eins og allar bók- menntir eru. Og þannig ber að meta hana. Hún er heimild um það sem fólk var að pæla þá, heimild um það sem fólk óttaðist og vonaði og hélt. Og hún er þrælgóð sem slík,“ segir Böðvar. Margslungin saga Er þetta skrímslasaga eða er hún eitthvað meira? „Hún er skyld söginni um Faust og fleiri þá sem hafa leitað sér meiri þekkingar en þeir ráða við. Viktor Frankenstein kemst að ýmsu sem á hans tíma var ekki fjarstæðukennt, þótt það þættu dálítið frumstæð vís- indi nú til dags. Það eru í raun marg- ar bókmenntategundir eða þættir samanslungnir í sögunni, einn þeirra er hrollvekjan, sem kannski hefur eyðilagt dálítið fyrir hinum. Ekki hvað síst eftir að farið var að einangra þann þátt til kvikmynda- gerðar og í styttar gerðir af sögunni. En sagan um Viktor Franken- stein er líka heimspekileg umræða um manninn sem leyfði sér að gera það sem Guð einn má, að skapa líf. Og í stað þess að aga sköpun sína af föðurlegri mildi, eins og Guð gerir, refsar henni þegar hún gerir rangt og hjálpar henni í voða, þá afneitaði Viktor Frankenstein sköpun sinni, sem endaði með því að hún sner- MMfcin ist gegn honum sjálfum í hatri og heift. Og svo er sagan um Vikt- or Frankenstein líkavísindaskáld- saga síns tíma. Við skulum ekki gleyma því að sagan verður til við djúpar samræður andans jöfra. Shelleyhjónin og Byron lávarður voru ekki bara að spila bridge og góna á fjöll við Genfarvatnið árið 1818. Þau voru einnig að ræða ítr- ustu rök mannlegs eðlis og tilver- unnar allrar.“ Var erfitt aðþýða bókina? „Hún var dálítið snúin að þýða. Það þótti fínt á þessum tíma að skrifa dálítið flókinn stíl. Mjög lang- ar aðalsetningar sem eru fleygaðar með fjölda aukasetninga, dálítið þýskur stíll. Einkunnarorð tímans var að „um flókið mál er ekki hægt að skrifa á einfaldan hátt“. Ég hef reynt að gera stíl og málfar þýðingarinnar svolítið nútímalegri, ég vona það að minnsta kosti, en það er nú líklega ekki mitt að dæma um hvort það hefur tekist eða ekki.“ Neita að skrifa glæpasögur Hvað með sjálfan þig og þínar skriftir? Hvað ertu að fást við þessa dagana oghvað erframundan? „Það hefur nú lítið komið frá mér á prenti síðastliðin sjö ár, útgefend- um finnst það dálítið lélegt og ekki áhugavert sem ég hef reynt að setja saman. Og það er auðvitað sjálfum mér að kenna. Ég neita að skrifa glæpasögur. Ef það eru nokkrar bók- menntir sem ég ekki fíla þá eru það glæpasögur. Maður drepur mann og lögreglan reynir að finna hann. Það er sama temað aftur og aftur og eng- in þróun á því. Og viðtalsbækur við miðla nenni ég ekki að skrifa. Á of stutt eftir til að eyða restinni af hér- vistinni í það. Og ég nenni ekki held- ur að skrifa bækur um það sem gerist fyrir neðan mitti á unghngum. En þær bækur finnst útgefendum ákaf- lega söluvænar. Ég er líka orðinn svo gamall að ég hef ekki hugmynd um hvað gerist fyrir neðan mitti á unglingum í dag. Kannski gerist þar ekki neitt. Ég hef að vísu þýtt nokkrar barnabækur og reyndar samið eina sjálfur og það er ég bara nokkuð ánægður með. Bókmenntir fyrir börn eru afar mikilvægar. Það barn sem aldrei fær lesið fyrir sig bók eða les sjálft bók verður tæplega njótandi bókmennta sem fullorðinn einstaklingur. Það beygist snemma krókurinn þar. Ég er eins og stendur að keppast við að ganga frá bók um efni sem út- gefendur segja að „fáir hafi áhuga á“. Hún fjallar um mannleg samskipti í gleði og sorg, lífið, ástina og dauð- ann. Það vill enginn kaupa svoleiðis bækur, segja þeir, svo ég veit ekki hvort hún kemur nokkurn tíma út, en ég ætla samt að ljúka við hana áð- ur en ég set upp tærnar.“ Heilsa og hreyfing © Fagleg heilsurækt © Frábær lífsstíls námskeið © Frábær aðstaða © Frábær staðsetning Viltu laga línurnar? Ný námskeið hefjast 23. október HREYFIGREINING HÖFDABAKKA Höfðabakka 9 Sími: 511-1575 www.hreyfigreining.is menningarmolinn Síðasta bók Chandlers Á þessum degi árið 1958 hóf bandaríski sakamálahöfundurinn Raymond Chandler að skrifa síð- ustu skáldsögu sína, The Poodle Springs Story, en hann lést áður en honum tókst að ljúka við hana. Chandler fæddist árið 1888 í Chi- cago. Hann ólst upp á Englandi en flutti aftur til Bandaríkjanna eftir lok seinni heimsstyrjaldar. Hann var orðinn 45 ára gamall þegar hann settist við skriftir. Fyrsta skáldsaga hans The Big Sleep kom út árið 1939. Einungis komu út sjö skáldsögur eftir hann, þar á meðal Farewell My Lovely og The Long Goodbye þar sem aðalpersónan var spæjarinn og töffarinn Philip Marlowe. Chandler skrifaði einnig kvik- myndahandrit þar á meðal fyrir klassísku myndirnar Double In- demnity og Strangers on a Train. Hann lést í marsmánuði 1959.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.