blaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 6

blaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2006 blaðið INNLENT HVALVEIÐAR Onnur langreyður veidd Áhöfn Hvals 9 veiddi aðra langreyði vertíðar- innar þegar hún skaut hval í gær. Langreyðurin sem veiddist í gær er nokkru minni en sú sem veiddist um helgina og var fyrsta langreyðurin til að vera skotin við íslandsstrendur í 20 ár. EFNAHAGSMAL Svipuð verðbólga áfram Verðbólga verður áfram yfir sjö prósentum í næstu mælingu Hagstofunnar gangi spá Grein- ingardeildar Glitnis eftir. Greiningardeildin spáir 0,1 prósents hækkun neysluverðsvísitölu en sam- kvæmt því er tólf mánaða verðbólga 7,4 prósent. Okufantur í kappakstri Sautján ára piltur mældist á tæplega 160 kílómetra hraða um helgina í austurbæ Reykjavíkur en talið er að hann hafi verið í kappakstri. Pilturinn missti hinsvegar stjórn á bílnum og endaði utanvegar án þess þó að meiða aðra eða sig sjálfan. i Ijós kom að hann var þar að auki próflaus. Egyptaland: Grafir tann- lækna fundnar Grafarræningjar hjálpuðu fornleifafræðingum að komast á snoðir um grafhvelfingar þriggja tannlækna við Saqqara skammt frá Kairó, höfuðborg Eg- yptalands. Talið er að þetta séu tannlæknar sem voru starfandi hjá egypsku faraóunum fyrir um 4.200 árum. f grafhvelfingunum voru múmíur tannlæknanna og á veggjunum mátti lesa um ævi og störf mannanna. Zahi Hawass, yfirmaður forn- minjamála í landinu, segir að staðsetning grafhvelfinganna sýni fram á þá virðingu sem tannlæknar nutu á þessum tíma. Reykjavík: Fimm þúsund í Grafarholti Uppbygging í Grafarholts- hverfi í Reykjavík hefur gengið vel og voru íbúar hverfisins orðnir tæplega 4.800 talsins í lok ágústmánaðar síðastliðins. Á vef framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar segir að vest- ari hluti hverfisins sé að mestu fullgerður og kominn í notkun og einungis átta íbúðir enn í byggingu. f austari hluta Grafar- holts er hlutfall fullgerðra íbúða 72 prósent. Nú eru um sex ár síðan farið var að selja byggingar- rétt í hverfinu. Sala sveitarfélaga á Landsvirkjun: Engin niðurstaða í sjónmáli ■ Borgarstjóri vill klára máliö um næstu mánaðamót ■ Bæjarstjóri Akureyrar svartsýnn Eftir Höskuld Kára Schram hoskuldur@bladid.net Engin niðurstaða liggur fyrir í við- ræðum ríkisins við Reykjavíkur- borg og Akureyrarbæ vegna mögu- legrar sölu á hlut sveitarfélaganna í Landsvirkjun. Viðræður hafa staðið yfir frá því í september en ekki hefur náðst samstaða um verð- mæti eignarhluta sveitarfélaganna. Borgarstjórinn í Reykjavík segir mikilvægt að niðurstaða liggi fyrir um næstu mánaðamót. Fullur vilji „Viðræður hafa gengið ágætlega í haust en við erum ekki algerlega sammála um forsendur verðs,“ segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri Reykjavíkur. „Ég legg áherslu á að það verði komnar nið- urstöður í þessar viðræður innan tíu daga.“ Viðræður milli annars vegar fulltrúa ríkisvaldsins og hins vegar Reykjavíkurborgar og Ak- ureyrarbæjar um mögulega sölu á hlut sveitarfélaganna tveggja í Landsvirkjun hófust síðasta vetur. Síðasta vor var tekin ákvörðun um að fresta þeim viðræðum fram yfir bæjar- og sveitarstjórnarkosningar og hófust viðræður að nýju í byrjun septembermánaðar. Þurfum að ná lendíngu i málinu Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri Akureyrar Wllaðniður- stöðurliggi fyrir um næstu mánaðamót Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgar- stjóri Reykjavíkur Nokkur ágreiningur hefur staðið um verðmat Lands- virkjunar en Reykjavíkur- borg á nú 45 prósenta eignarhlut í Lands- virkjun, Akureyrar- bær 5 prósent og ríkið 50 prósent. Vilhjálmur segir að fullur vilji sé hjá öllum aðilum að ganga frá málinu eins fljótt og kostur er og að ágreining- urinn sé ekki djúpur. „Það koma líka fleiri þættir inn í þetta eins og úfærsla og hvernig verður gengið endanlega frá samningi. En það er fullu vilji af hálfu beggja aðila til að ganga frá þessu. Risavaxið mál Kristján Þór Júlíusson, bæjar- stjóri á Akureyri, tekur undir orð Vilhjálms og segir ágreininginn snúast fyrst og fremst um útfærslu. Hann er þó ekki vongóður um að niðurstaða liggi fyrir á næstunni. ,Við klárum þetta ekki núna. Þetta er risavaxið mál og það er snúið. Ég ber þó þá von í brjósti að samningar náist á næstu mánuðum." Kristján hefur óskað eftir fundi með borgar- stjóra til að þeir geti stillt saman strengi sína. „Það ermesta furða hvað við höfum verið sam- stíga hingað til en við þurfum engu að síður að stilla okkur betur saman.“ Kristján vill ekki tjá sig um hvaða verðmiða bærinn leggur á sinn hlut í Lands- virkjun en leggur áherslu á að fullur vilji sé til að ljúka málinu. „Við þurfum bara að ná ein- hverri lendingu. Það er vilji alls staðar til að ljúka þessu.“ „ÞOR TULINIUS VINNUR ÞARNA MIKINN SIGUR. ANNTAFL EFTIR STEFAN ZWEIG AÐEINS 4 SYNINGAR! ÞRÁINN BERTELSSON TILNEFNr TIL GRÍMUNNAR 2006 BORGARLEIKHUSIÐ Ólán bankastarfsmanna: Gátu ekki stafsett banka Orðið „banki“ var vit- laust stafsett á kasöksku á nýútgefnum seðlum frá seðlabanka Kasakstan. Mistökin er svo umfangs- mikil að stjórn seðlabankans hefur ákveðið að kalla ekki seðl- ana inn og hefur lýst því yfir að þeir gildi í viðskiptum þrátt fyrir hina meinlegu villu. Ka- sakstan er fyrrum Sovétlýð- veldi og er rússneska algeng- asta tungumál íbúa landsins og margir þeirra kunna ekki kasöksku þrátt fyrir að það sé hin opinbera tunga landsins. Hreint ehf. var stofnað áriö 1983 og er eitt elsta og staersta ræstingarfyrirtæki landsins. Er HREINT hjá þínu fyrirtæki Auðbrekku 8, 200 Kópavogi, simi 554 6088, hreint@hreint.is, www.hreint.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.