blaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 12

blaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2006 blaöiö UTAN ÚR HEIMI * Önnur umferð Þörf er á annarri umferð í búlgörsku forsetakosningunum vegna þess að kjörsókn var minni en fimmtíu prósent. Kosið verður milli þeirra tveggja sem hlutu flest atkvæði, Georgi Parvanov, núverandi forseta, sem hlaut um 60 þró- sent atkvæða og Volen Siderov sem hlaut um 22 prósent. Auglýsingasíminn er 510 3744 SMÁAUGLÝSINGAR blaðið Hafi álit á tréberki Hvenær er maður virkilega dauður ■ Hörð samkeppni Hversu hátt hlutfall af öllu vatni jarðar kemst fyrir í einni kú? Umsækjendur í Oxford og Cam- bridge þurfa að svara furðulegum spurningum. Það dugar skammt að hafa góðar einkunnir til þess að komast inn í fremstu háskóla heims. f könnun sem var gerð á dögunum á þeim spurningum sem stjórnendur Ox- ford og Cambridge spyrja umsækj- endur til þess að vega og meta erindi þeirra í hinar fornfrægu mennta- stofnanir kemur fram að þær eru ansi einkennilegar á köflum. Að sögn þeirra sem þekkja til hefur fjöldi afbragðsnemenda sem sækja um skólavist í Oxford og Cam- bridge aukist gríðarlega og því þarf að grípa til framúrstefnulegra spurn- inga til þess að komast að því hvaða umsækjendur eru raunveruleg efni í andleg stórmenni. Fram kemur í könnuninni að umsækjendur við náttúrufræði- deild Oxford-háskóla þurftu að svara eftirfarandi spurningu: Hér er trébörkur, segðu okkur hvað þér finnst? Stjórnendum læknadeildar- innar i Cambridge er mikið í mun að væntanlegir nemendur greini mörkin á milli lífs og dauða og þar af leiðandi voru þeir spurðir hve- nær manneskja væri raunverulega dauð. Stundum er sagt að þeir sem helga sig hagfræðirannsóknum viti verð allra hluta en ekki virði neins. Þeir nemendur sem sóttu um nám í hagfræði við Cambridge þurftu að gefa upp hvers virði tepottur væri. Stjórnendur heimspekideildarinnar í Oxford virðast vera yfirborðs- kenndari en þeir vildu vita hvort umsækjendur „væru svalir”. Aðrar spurningar sem umsækj- endur fengu að spreyta sig á voru til dæmis: Hvernig virkar permanent? Hvaða stjórnmálamaður nítjándu aldarinnar líkist Tony Blair mest? Hversu hátt hlutfall af öllu vatni jarðar kemst fyrir í einni kú? Þessar skrýtnu spurningar eru lagðar fyrir umsækjendur til þess að komast að því hverjir hafa frjóa og frumlega hugsun og til þess að sjá hvernig rökhugsun þeirra bregst við furðulegheitunum. Skilið á milli afbragðsnemenda í Oxford og Cambridge: Fer vegna bloggs Jan Pronk, yfirmaður sendinefndar Sameinuðu þjóðanna í Súdan, yf- irgaf landið í gær eftir að vera vísað úr landi. Ástæðan er sú að Pronk hafði skrifað á bloggsíöu sína að súdanskar hersveitir hefðu tapað bardögum í Darfúr-héraði og að liðsandi hersveitanna væri slæmur. Súdönsk stjórnvöld hafa hindrað friðargæsluliða SÞ í að fara til Darfúr. nrmsi I kvöld milli kl. 18 og 19 á SKJAEINUM SKJÁRE/WA/ næst i gegnum Skjáinn og Digital ísland

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.