blaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 10

blaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2006 blaöiö UTAN ÚR HEIMI KÍNA Margir handteknir Rúmlega fimmtíu manns hafa verið handteknir í tengslum við iífeyrishneykslismál í Shanghai í Kína. Talið er að fjöldi kaupsýslumanna og háttsettir embættismenn hafi misnotað sjóðinn og að fjár- hæðirnar nemi rúmlega sjötíu milljörðum króna. Ford tapar miklu Bandaríski bílaframleiðandinn Ford Motors tapaði andvirði 400 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi. Framkvæmdastjóri Ford, segir afkomuna með öllu óá- sættanlega og að sjónum verði nú beint að framleiðslu sparneytinna bíla í anda japanskrar bílaframleiðslu. AFGANISTAN Talibanar hóta Mullah Omar, leiðtogi talibana í Afganistan, hefur hótað nýrri sókn og átökum þegar föstumánuðinum Ramadan lýkur. Hann hvetur stuðn- ingsmenn sína til samstöðu gegn Bandaríkjamönnum og hermönnum NATO. I yfirlýsingunni segir Mullah Omar að með guðs vilja muni bardagar harðna á komandi mánuðum. Árásarmaður slapp við refsingu: Kýldi lögreglumann Manni á þrítugsaldri var ekki gerð sérstök refsing íy rir að kýla lög- reglumann þegar sá ætlaði að hand- taka hann og fyrir að hafa smáræði af amfetamíni undir höndum. Maðurinn flúði undan lögreglu í Reykjavík þegar hún hafði afskipti af honum og endaði eftirförin á malarplani. Maðurinn faldi sig undir bíl en lögreglumenn urðu hans varir. Þegar þeir handsöm- uðu hann sló hann lögreglumann í andlitið en sjálfur hlaut hann heilahristing þegar hann rak sig upp undir bílinn þegar hann Kýldi lögreglu og ekki gerð nein refsing Maður á þrítugsaldri kýldi lögregluþjón og fékk sjálfur heila- hristing. kom undan honum. Við það högg hlaut hann heilahristing og ældi ítrekað. Maðurinn hafði áður verið dæmdur í sex mánaða fangelsi. 20% afsláttur af öllum bætiefnum Heilsu með gula miðanum i oktober. frf ^ÖAVÖ^ BARNA VÍT fíheilsa LIÐ-AKTIN 6XTRA \xumq MEGA OMGGA-3 MÚLTÍ-VÍT 1 nwl —. ■ - - ^Apótekið lægro verð heilsa Hólagarði, Hverafold, Hagkaupum Skeifunni og Akureyri. 4® fjtéjm Fimmtíu ára afmæli uppreisnar- p innar Átök brutust út igærþegar lögregla reyndi að koma mótmæl- lá lL_ endum frá þinghúsinu Enn ólga i Ungverjalairdi Lögregla skaut gúmmíkúlum á mótmælendur Osáttir við lygar forsætisráðherra Ungverjar minntust þess í gær að hálf öld er liðin frá því að þeir risu upp gegn Sovétmönnum. Fjöldi er- lendra þjóðhöfðingja, þar á meðal Ólafur Ragnar Grímsson, voru viðstaddir athöfn við þinghúsið í Búdapest þar sem atburðarins var minnst. Andstæðingar Ferenc Gyurcsany forsætisráðherra hafa haldið uppi mótmælum við þinghúsið í fleiri vikur. Áður en athöfnin hófst í gær lentu hundruð manna í útistöðum við lögreglu þegar hún reyndi að koma mótmælendunum frá þing- húsinu. Þegar leið á daginn mögn- uðust átökin og skaut lögregla gúmmíkúlum á mótmælendur og sprautaði á þá táragasi í þeim til- gangi að dreifa þeim. Mótmælendurnir hafa efnt til mótmæla gegn forsætisráðherr- anum siðan í síðasta mánuði þegar hann viðurkenndi að hafa logið að þjóðinni um efnahag þjóðarinnar og horfur til að ná fram sigri í þing- kosningunum í apríl síðastliðnum. Forseti landsins, Laszlo Solyom, flutti ávarp á sunnudaginn þar sem Herskáir mótmælendur Mótmælendur tóku sér meðai annars stöðu á göm- lum hertólum sem nota átti á sýningu. hann kallaði eftir þjóðarsátt. Hann árið 1956, sem hersveitir Sovétmanna sagði þjóðina hafa sameinast í kröfu bældu niður með þeim afleiðingum um sjálfstæði landsins í uppreisninni að á þriðja þúsund létu lífið. Bein útsending frá fótboltaleik dró úr kjörsókn: Skurðurinn stækkaður Panamaskurðurinn Tengir Atlantshaf við Kyrrahaf íbúar Panama samþykktu með miklum meirihluta í þjóðaratkvæða- greiðslu á sunnudaginn að skipa- skurðurinn sem liggur i gegnum landið skyldi stækkaður. Ríkis- stjórnin, flestir stjórnmálaflokkar og fulltrúar atvinnulífsins í Pan- ama studdu stækkunina. Kosninga- þátttakan var einungis um fjörutíu prósent. Stjórnvöld skýra þessa litlu þátttöku með því að knattspyrnu- leikur Real Madrid og Barcelona hafi verið sýndur í sjónvarpi sama dag. 78 prósent þeirra sem kusu studdu tillöguna. Núna eru fjölmörg flutningaskip of stór til að geta siglt í gegnum hinn áttatíu kílómetra langa skurð sem tengir Atlantshaf við Kyrra- haf. Afkastageta skipaskurðarins mun tvöfaldast að framkvæmdum loknum og vonast rlkisstjórnin til þess að stækkunin muni draga úr hinni miklu fátækt í landinu. Haf- ist verður handa á næsta ári og er áætlað að framkvæmdum ljúki á aldarafmæli skurðarins, árið 2014.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.