blaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 4

blaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2006 blaöið INNLENT Spændu upp flugvöll Ökumenn torfæruhjóla spóluðu upp og eyðilögðu gras í jaðri flugbrautar Flugmódelfélags Suðurnesja sem er skammt frá Seltjörn. Lögreglan fékk tilkynn- ingu um þetta á sunnudag en talið er að þetta hafi átt sér stað einhvern síðustu daga. Fjórar líkamsárásir kærðar Alls voru fjórar líkamsárásir kærðar í miðbæ Reykjavíkur um helgina en þar af voru tvær þar sem notast var við glös. Þeir aðilar slösuðust nokkuð við að fá glösin í höfuðin. Húsasmiðjan - Byko - Fjaróarkaup - Brimnes - Nesbakki - Skipavík - Litabúöin - SR bygingavörur - Byggt og búið - Litaver - Rými - Núpur - Áfangar Kefiavík - Pottar og prik (Daggir) Akureyri - Takk hreiniæti Heilsöludreifing: Ræstivörur ehf - Stangarhyl 4 - 110 Reykjavík - Sími 567 4142 - www.raestivorur.is ivorur 311 tír iIlTí IIITU heilsa MGGA OMGGA-3 1300 ing 80 liylki heilsa -haföu þaö gott Sjálfstæðisflokkurinn: Deilt um of góða skrá Frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykja- vík komu saman til fundar í gær vegna ásakana um að einn frambjóðandi, Guðlaugur Þór Þórðarson, hefði haft rangt við í prófkjörsbaráttunni. Framámenn í Sjálfstæðisflokkn- um fengu bréf fyrir helgi þar sem sagt var að Guðlaugur Þór og stuðningsmenn notuðust við uppfærða símaskrá sem önnur framboð hefðu ekki aðgang að og brytu þannig gegn próf- kjörsreglum. Andri Ottarsson, framkvæmdastjóri flokksins, kynnti frambjóðendum niður- stöðu skoðunar sem hreinsaði Guðlaug Þór af ásökunum. ■ Fráleitt, segir varalögreglustjóri ■ Símtöl raöamanna sögö hljóðrituð Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net Lögreglumenn fullyrða að þeir hafi heyrt símtöl fólks á spólum sem þeir fengu við rannsóknir sakamála, að- allega vegna fíkniefnarannsókna. Eftir að hafa hlustað á upptökur vegna rannsókna sem þeir unnu að hafi á spólunum iðulega reynst vera upptökur sakamálunum óvið- komandi. „Ég hef ekki verið meðvit- undarlaus í mínu starfi. Útlendinga- eftirlitið sá um þann þátt að stunda hleranir án dómsúrskurða og á sínum tíma var nánast allt hlerað,“ segir fyrrverandi lögreglumaður sem til margra ára starfaði við hler- anir í fíkniefnamálum. Viðmælendur fullyrða að víð- tækar hleranir hafi verið gerðar án dómsúrskurða og að þær hafi verið gerðar í leynilegu herbergi. Örfáir höfðu aðgang að herberginu. Einn þeirra sem þar starfaði er Jóhann G. Jóhans son, sérfræðingur hjá dóms- málaráðuneytinu, en áður starfs- maður Útlendingaeftirlitsins. Hann sagðist ekki kannast við þessar frásagnir og sagði þær vera misskilning. Hann staðfesti tilurð leyniherbergisins og að hafa haft að- gang að því. Hann vísar á lögreglu- stjóra til svara um sín störf. Ekki náð- ist í Böðvar Bragason lögreglustjóra við vinnslu fréttarinnar. Jóhann sagði þetta vera alvarlegar ásakanir og vera komið af stað af einhverjum óvildarmönnum. Jóhann sagði að alls staðar þar sem leynd á sér stað komi upp óvild. Fullyrðingar Jóhanns stangast á við heimildarmenn Blaðsins. „Ég vann i mörg ár við að hlera í fíkni- efnamálum. Við fengum afhentar spólur með samtölum í þeim málurn sem við vorum að vinna í. Að samtöl- unum loknum leyndust alls konar samtöl þar fyrir aftan. Samtöl sem við áttum alls ekki að heyra,” segir einn heimildarmanna Blaðsins. Heimildamenn segja hleranirnar unnar í skjóli fíkniefnarannsókna, en þeir hafi heyrt upptökur af ráða- mönnum og margra þjóðþekktra manna. Samkvæmt heimildar- mönnum Blaðsins voru ólöglegar hleranir aðallega stundaðar í skjóli Útlendingaeftirlitsins á síðustu ára- tugum síðustu aldar. „Við fengum aldrei að komast í tækin. Stundum komumst við í spólur sem við áttum ekki að fá en á þeim voru ekki þeir sem við áttum að hlera. Ég er með mjög gott heyrnarminni og þess vegna vann ég í þessari deild,” sagði einn viðmælendanna. „Það er alveg út úr myndinni að eitthvað hafi leynst á spólum sem ekki var leyfi fyrir. Það var hreinsað út af þeim spólum sem við notuðum. Þetta er einfaldlega útilokað. Að við höfum stundað viðbótarhleranir, umfram fíkniefnarannsóknir, á ekki við nein rök að styðjast,” sagði Gísli Garðarsson, þáverandi starfs- maður Útlendingaeftirlits. „Sem lög- reglumaður hef ég trúnað og hef því ekki skoðun á þessum málum. Þetta er ekki svaravert að mínu mati.” „Þetta er hreinasta kjaftæði og ég tek ekki þátt í þessari umræðu. Ég vil benda á, ef rétt reynist, að þetta eru afbrot og slíkt er ekki stundað hjá lögreglunni," segir Ingimundur Einarsson varalögreglustjóri og ít- rekar að hér séu helber ósannindi á ferðinni. „Ég fullyrði að þetta á ekki við nein rök að styðjast." gerðar án dómsúrskurða. Fullyrðingar um víðtækar hleranir í lögreglustöðinni í Reykjavík: Lögreglustöðin í Reykjavík Heimildarmenn Blaðsins segja að víðtækar hleranir hafi verið Stigahúsateppi Suðurlandsbraut 10 Simi 533 5800 VSTRÖND ’ EHF. www.simnet.is/strond Hlerað í skjóli fíkniefnamála HEREFQRD S T E I K H Ú S Laugavegur 5 3b • 101 Rcykjavík 5 11 3350 • www.hereforci.is Magnað tilboð á Hereford — alla vikuna Glæsilegur 3ja rétta matseðill á aðeins 5.200,-/B^ao.uuanu' r r :J fi I Hereford nautasteikurnar eru rómaðar, þú velur stærð, steikingu og meðlæti. Magnað!

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.