blaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 8

blaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2006 blaöiö UTAN ÚR HEIMI KÍNA Margir handteknir Rúmlega fimmtíu manns hafa verið handteknir í tengslum við lífeyrishneykslismál í Shanghai í Kína. Talið er að fjöldi kaupsýslumanna og háttsettir embættismenn hafi misnotað sjóðinn og að fjárhæð- irnar nemi rúmlega sjötíu milljörðum króna. Ford tapar miklu Bandaríski bílaframleiðandinn Ford Motors tapaði andvirði 400 milljarða íslenskra króna á þriðja ársfjórðungi. Alan Mulally, framkvæmdastjóri Ford, segir afkomuna með öllu óásættanlega og að sjónum verði nú beint að framleiðslu sparneytinna bíla í anda japanskrar bílaframleiðslu. Piltur féll í árás Tólf ára drengur lést þegar bandarískir hermenn gerðu áhlaup á hús í Mosul í (rak í gær. Banda- ríkjamenn sögðu hryðjverkamenn hafast við í hús- inu og handtóku mann sem þeir segja háttsettan foringja í þeirra röðum. íslensk erfðagreining sætir gagnrýni: Rannsóknir dregnar í efa ■ Erfitt að sannreyna niðurstöðurnar ■ Gagnrýnendur réðu ekki við rannsóknina Umferðarbrot: Vélhjólamaður á ofsahraða Lögreglan í Keflavík veitti mótorhjóli á Reykjanesbrautinni eftirför frá Vogavegi síðdegis á sunnudag. Hjólið mældist á 156 kílómetra hraða en ökumaður sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu. Eftirförin gekk alla leið inn í Hafnarfjörð og tók lögreglan þar á móti honum við álverið. Ekki tókst þó að stöðva för hans. Það var ekki fyrr en ökumaður lenti í mikilli umferð við Haukahúsið að hann nam staðar. Kom þá í ljós að ökumaðurinn var nítján ára gamall og hafði aldrei verið með réttindi á hjólið. hafi verið mun viðameiri en þær erlendu. „Það er erfitt að endur- taka svona rannsókn enda var hún mjög stór hjá okkur. Þeir sem voru að reyna endurtaka voru ekki með nægilegan fjölda sjúklinga til þess hægt væri að fá nógu góðar niður- stöður. Stundum kjósa menn að stytta sér leið.“ Að sögn Kára er þetta eðlilegt ferli í vísindaheiminum þegar kemur að nýjum uppgötvunum. Hann segir þó ekkert hafa komið fram sem ímekkir niðurstöðum rannsóknarinnar og að mörgum hafi tekist að endurtaka þær. „Það er fullt af rannsóknum sem hafa verið gerðar sem staðfesta okkar niðurstöður og ég von á því að greinar þess efnis birtist fljótlega í vísindatímaritum" Eftir Höskuld Kára Sohram hoskuldur@bladid.net „Þegar menn vita hver niðurstaðan er þá hafa þeir tilhneigingu til þess að svindlasegir Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar. 1 grein í októberútgáfu vísinda- tímaritsins Nature Genetics kemur fram að erfiðlega hafi gengið fyrir erlenda vísindamenn að endur- taka rannsóknir Islenskrar erfða- greiningar um þátt erfðavísisins PDE4D í heilaáföllum. Þar kemur ennfremur fram að þrátt fyrir fjöl- margar tilraunir eru niðurstöður ekki einhlítar. Kári segir margar af þessum endurteknu tilraunum alls ekki sambærilegar við rannsóknir ís- lenskrar erfðagreiningar. Hann bendir á að íslenska rannsóknin Menn hafa til- hneigingu til að stytta sér leið í rannsóknum. Kári Stefánsson forstjóri (slenskrar erfðagreiningar --» 1! / M t 11 Islensk erfðagreining Rannsóknir fyrirtækisins á 4 þætti erfðavísisins PDE4D hafa verið dregnar 1 efna. \ Flex-T skrifstofuhúsgögn á tilboðsverði! Flex-T skrifstofuhúsgögn fást í ýmsum stærðum og útfærslum. Pau eru hönnuð af Guðrúnu Margréti Úlafsdóttur og Oddgeiri Þórðarsyni húsgagna- og innanhússarkitektum FHI. ipa Flex-T vinnustöð (180x200 cm) Verð áður 71.369 kr. Tiiboð 49.958 kr. Flex-T með rafmagnsstillingu (180x80 cm) Verð áður 110.531 kr. Tiiboð 88.425 kr. mnmaemm ’*fWÍs,i01 A. GUÐAAUNDSSON Bæjarlind 8-10- Kópavogi ■ Sími 510 7300 ■ www.ag.is HÚSCðON Jíá Bandarískir körfuboltamenn: Máttu ekki spila í íran Embættismenn hjá bandaríska fjármálaráðuneytinu hafa tekið hóp atvinnumanna í körfubolta til rannsóknar og telja þá hafa brotið f;egn viðskiptabanni stjórnvalda á ran. Um tuttugu Bandaríkjamenn þáðu greiðslur fyrir að leika með ír- önskum körfuboltaliðum á síðasta ári. Þar sem bandarísk lög kveða á um að sérstakt leyfi þurfi frá banda- rískum stjórnvöldum til að eiga í viðskiptum við frana geta þeir átt yfir höfði sér fjársekt sem nemur um þremur milljónum. Málsvörn íþróttamannanna felst í að þeir höfðu ekki hugmynd um að þeir væru að brjóta lög og grafa undan utanríkisstefnu Bandaríkjanna gagnvart írönum. Málþing Heilaheilla um slag: Nauðsynlegt að fá sérdeildir Marktækur árangur hefur orðið af starfsemi sérstakra heila- blóðfallseininga eða slageininga á erlendum sjúkrahúsum. fslenskir sérfræðingar eru sammála um nauðsyn slíkra deilda á sjúkra- húsum hér á landi, að því er fram kom á málþingi Heilaheilla um síð- ustu helgi. Á hverjum degi fá tveir íslendingar slag. Sjúkdómurinn er mun algengari en flestir telja og færist stöðugt niður í aldri. „f séreiningum á sjúkrahúsum er lögð meiri áhersía á einstak- lingsmeðferðina. Sérhæft hjúkr- unarfólk þarf að taka við end- urhæfingu frá fyrsta degi. Það getur verið vandasamt að komast í samband við heila sem orðið hefur fyrir áfalli. Ef ekki er brugð- ist rétt við strax getur það haft neikvæð áhrif á bataferlið. Við teljum mjög brýnt að slíkar ein- ingar verði stofnaðar,” segir Þórir Steingrímsson, formaður samtak- anna Heilaheilla, sem stuðla að fræðslu um sjúkdóminn og afleið- ingar hans.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.