blaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 20

blaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 20
32 ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2006 blaöið fólk folk@bladid.net HVAÐ FINNST ÞER? Er þetta píramídasvindl? „Þetta er eini ekta píramídinn á íslandi og sá eini sem erfullur af ást og kærleik." Snorri Ásmundsson listamaður Snorri dvelur í piramída og dreifir fallegri og góðri orku með hugleiðslu. Hann mun vera við Perluna i dag og svo við Hallgrimskirkju á fimmtudag fyrir þá sem vilja góða strauma. HEYRST HEFUR... Iceland Airwaves er nýlokið og er það mál manna að vel hafi tekist til. Á laugardag var hið árlega Hangover-partí Iceland Airwaves í Bláa lóninu þar sem blaðamenn og hljómsveitir skemmta sér saman. Einni af stærri hljómsveitunum sem þar voru fannst heldur furðulegt að áfenginu væri dælt í erlendu blaðamennina á meðan hljóm- sveitarmeðlimirnir sjálfir fengu bara tvo bjóra eða svo þegar þeir komu fram. Blaðamaður New York Times missti kjálkann í gólfið af að- dáun þegar hann fylgdist með is- lensku hljómsveit- inni Reykjavík! á fimmtudags- kvöldið á Nasa. Blaðamaðurinn var vægast sagt mjög hrifinn af tónlistinni sem og framgöngu hljómsveitarinnar sem gerði allt vitlaust. Gott gert betra Guðrún Helga Sig■ urðardóttir: „Fjölmiðlar hafa breyst rosalega mikið og að mörgu leyti til hins betra. Það er hins vegar alltaf hægt að halda áfram, velta - hlutunum fyrir sér og spyrja spurn- inga til að gera gott betra. “ BlaWFMI Fjölmiðlar A f eðlimir bresku hljómsveit- lVJ.arinnar Kaiser Chiefs sem var stærsta nafnið á Iceland Airwaves í ár eru mikið fyrir að vera í einrúmi. Þeir kröfðust þess til dæmis að fá að snæða í einrúmi í Hressingarskálanum sem var upplýsingamiðstöð Airwaves. Var orðið við ósk þeirra og félagarnir fengu að borða við kertaljós og hvíta dúka, rétt eins og þeir væru einir í heiminum. 1'7' anadíska hljómsveitin Wolf I\.Parade spilaði á troðfullum Gauknum á föstudagskvöldið og þóttu tónleikarnir með ein- dæmum skemmti- legir. Söngvari WolfParade, Dan Boeckner, var gríðarlega ánægður með kvöldið og ekki síður íslensku áhorfendurna en þetta var í fyrsta sinn sem hljómsveitin steig fæti á íslenska grund. Fær drauminn uppfylltan Blaðamannafélag íslands og Fé- lag fréttamanna halda svokallað pressukvöld á Thorvaldsen í kvöld klukkan 20 og þar verður rætt um stöðu kvenna sem starfa í fjölmiðlum. Guðrún Helga Sigurðardóttir blaða- maður skipulagði kvöldið ásamt fleiri góðum konum. „Ég var búin að ganga lengi með þann draum í maganum að fjölmiðlakonur myndu hittast og ræða saman um þetta málefni sem og önnur. Þetta var líka haldið í fyrra og ég nefndi það við Örnu Schram, formann Blaðamannafélags íslands, að mig langaði til að halda þessu áfram. Hún tók vel í það og stakk upp á að halda pressukvöldið 24. október, á kvennafrídeginum sjálfum. Við fengum því Björgu Evu Erlendsdóttur, formann Félags fréttamanna, og Svan- borgu Sigmarsdóttur blaðamann til að skipuleggja þetta með mér.“ Liður í þjóðfélagsumræðu Katrín Pálsdóttir, fréttamaður á Ríkisútvarpinu, Herdís Þorgeirs- dóttir prófessor og Hjördís Finn- bogadóttir, starfsmaður umboðs- manns Alþingis, munu halda stutt erindi á pressukvöldinu. „Þetta eru allt rosalega klárar og flinkar konur. Herdís hefur staðið fyrir tengslaneti kvenna á Bifröst, er gamall blaðamaður og hefur því skemmtilega sýn á blaðamennsku. Katrin gerði viðamikla rannsókn og ritgerð um fjölmiðlaheiminn og við báðum hana að einblína á konur og stöðu fjölmiðlakvenna. Hjördís er fyrrverandi fréttamaður og hefur því reynsluna úr þessum heimi,“ segir Guðrún Helga og bætir við að hún telji að það sé ekkert einfalt svar til við því hver staða fjölmiðlakvenna sé. „Mér finnst mjög áríðandi og gott að fjöl- miðlakonur komi saman og ræði málið. Það skiptir miklu máli enda er þetta liður í þjóðfélagsumræðu og eitthvað sem skiptir okkur fjöl- miðlakonur máli.“ Margt breyst í blaðamennsku Guðrún Helga segist vonast til að sjá karlmenn á pressukvöldinu. „Þetta er opinn fundur og vonandi koma sem flestir. Það þarf ekki endi- lega að vera fólk í fjölmiðlaheim- inum heldur- fólk sem hefur áhuga á þessu umræðuefni," segir Guðrún Helga sem byrjaði í blaðamennsku sumarið 1984. „Það hefur rosalega margt breyst í blaðamennsku á þessum tíma. Fjölmiðlaumhverfið í dag er allt öðruvísi, fjölmiðlarnir sjálfir og starfsaðstæður blaða- manna eru allt aðrar. 1 dag höfum við tölvur en þá notaði ég gamla, slitna ritvél sem vantaði takkana á þannig að ég ýtti alltaf á járnin þegar ég skrifaði. Fjölmiðlar hafa breyst rosalega mikið og að mörgu leyti til hins betra. Það er hins vegar alltaf hægt að halda áfram, velta hlutunum fyrir sér og spyrja spurn- inga til að gera gott betra.“ svanhvit@bladid. net SU DOKU talnaþraut JL 4 2 8 6 3 5 9 7 Lausn síðustu gátu: Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt I reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri Ifnu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. 5 6 7 4 2 9 1 8 3 9 8 3 1 5 7 6 2 4 2 9 5 6 1 4 3 7 8 6 7 8 2 3 5 4 1 9 3 1 4 7 9 8 2 5 6 4 Jj 6 9 8 1 7 3 2 7 9 5 4 2 8 6 1 8 2 1 Jj 7 6 9 4 5 * Gáta dagsins: 4 1 7 5 7 8 6 1 9 7 3 4 2 6 5 3 1 7 1 4 5 8 9 1 9 2 6 4 8 6 eftir Jim Unger Ef það væri ekki vegna mín og Frankie greiddir þú miklu hærri skatta? Á förnum vegi Fórstu á Airwaves? Ema Jóhannesdóttir, nemi Nei, ég fór ekki. Tanja Dögg Guðjónsdóttir, nemi Nei, það gerði ég ekki. Andri Þór Bjarnason, afgreiðslumaður Nei, ég komst ekki. Hákon Freyr Friðriksson, afgreiðslumaður Já, ég fór og sá þetta næstum allt saman. Fimmtudagurinn stóð upp úr því það vóru flottustu hljómsveitirn- ar þá. Árni Guðbergur Ingimarsson, nemi Nei, ég var ekki á landinu.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.