blaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 30

blaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 30
42 ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2006 blaðið Fyrrverandi kryddpían Victoria Beckham ætlar nú að koma með nýtt gallabuxnamerki. Hún er hætt að hanna fyrir hið vínsæla Rock and Republic-merki. Það gekk mjög vel hjá tísku-poppskvísunni að hasla sér völl í tískubransanum og núna hefur hún trú á því að hennar eigið merki muni verða jafnvel enn vinsælla en Rock and Republic. Spólað til baka... Hvað fannst þér um Airwaves? „Mér fannst hátíðin frábær í einu orði sagt. Það var fullt af efnilegum tónlistarmönnum og skemmtilegum hljómsveitum á Airwaves þetta árið,“ segir Helgi Valur trúbador. „Það var mjög gaman að fylgjast með flestum hljómsveitunum því þær voru mjög skemmtilegar og einstaklega athyglisverðar þetta árið. Ég fór að sjá mjög margt og meðal þess sem mér fannst skemmtilegast var Benny Cres- po’s Gang, Wulfgang, Jan Mayen, Hölt hóra og Lay Low. Það sem kom mér eiginlega mest á óvart var hversu góð íslensku böndin voru. Þau voru áberandi betri en margt annað á hátíðinni,“ segir Helgi Valur. „Hátíðin í heild sinni var mjög vel heppnuð. Það var ekki mikið af hljómsveitum sem maður þekkti og það er oft á tíðum mjög gott. Tónleikahaldarar eru greinilega komnir uþþ á lagið með að velja góðar hljómsveitir þó þær séu ekki þekktar. Mér fannst hátíðin eiginlega betri en í fyrra því hljóm- sveitirnar voru betri og tónleikar fleiri. Það voru líka mun minni raðir en í fyrra og það er mjög til bóta,“ segir Helgi Valur. „Ég var sjálfur að spila í Þjóðleik- húskjallaranum á fimmtudeginum og það gekk mjög vel. Stemn- ingin var góð og fólk tók vel í tón- listina mína. Þegar ég var búinn að spila fór ég svo í nokkur viðtöl og náði mér í sambönd sem er mikilvægur þáttur í svona hátíð,“ segir Helgi. „Það má alltaf deila um fjölmiðla- umfjöllunina sem svona hátíð fær. Ég fékk góða gagnrýni og það er náttúrlega mjög gaman að blað eins og Rolling Stone komi og taki þátt í þessu með okkur. Það virkaði samt eins og sumir gagnrýnendanna komi bara til þess að detta í það og fá fría ferð til íslands,“ segir Helgi Valur trúbador. V. kristin@bladid. net^ Athugasemd Síðasta laugardag var glæsi- legur tískuþáttur í Orðlaus en því miður gleymdist að geta þess að Anna á Gel sá um hárið á módelinu. » Handbók um heimili mitt Sveitarstjórinn M i” " i ft W Samfélag og menning: Samfélagið er gríðarlega fjölbreytt og sterkt og einkennist helst af áhuga á fornbókmenntum, fornum íslenskum mat og fornum einstaklingum. Menningin einkennist af arfaslökum píanóleik, fölskum sturtusöng og fyrrgreindum skottísdansi. nc N Vert að sjá: Góður gestur getur ekki látið hjá líða að skoða köldu kartöflugeymsl- una undir útidyratröppunum. Slíkar geymslur voru ómissandi hluti af daglegum heimilisrekstri í den tid. Nú er stefnan að hafa geymsluna til sýnis sem safngrip enda kann húsmóðirin ekkert til verka i kart- öfiurækt og geymslan helst notuð til kælingar á veisludrykkjum þegar v húsið fyllist af gestum. Næturlff: Næturlífið á Hlíðarveginum snýst um svefn og baráttu um pláss. I húsinu býr lítill drengur sem getur tekið ótrúlega mikið piáss miðað við stærð og ummál. Hinir hæfustu lifa af og fá hlutfallslega meiri svefn en hinir íbúarnir. Oftast tapa ég baráttunni um plássið. Hvað þarf að hafa með í för: Gestir þurfa að taka með sér sæng og kodda því oft eru margir gestir í nætur- gistingu og sumir hafa farið flatt á því að hafa ekkert annað sér til næturvarma en hálft baðhandklæði. Ekki þarf að taka með sér mat því kistan er full af heimatil- búnu slátri og flatkökum og ísskápurinn troðinn af rifsberjasultu. v. Hættur: Það er viðsjárvert að rölta mikið um lóðina því hún er gríðarlega stór og þú gætir týnst á leiðinni. Þá er algerlega óskilgreint hvaða dýr þrifast í frum- skóginum framan við húsið. Innandyra ber helst að gæta sín á pólitískum áróðri sem alltaf er skammt undan. Matur og menning: Hafragrautur í morgunmat, slátur og skyr í há- deginu. Vatn og undanrenna til drykkjar. Til hátíðabrigða er íslenskt lambakjöt með rifs- berjasultu eða gæs með rifsberjasultu. Stund- um nautakjöt með rifsberjasultu. Staösetning: Húsið mitt er frábærlega vel stað- sett, gegnt leikskólanum ogá ská við skrifstofu sveitarfélags- ins. Sveitarstjórinn þarf þvi ekki að vera á bíl, nema hann þurfi að fara á fund... sem er reynd- ar oft. Húsið er algerlega falið í þykkum trjágróðri sem reynist gestum oft fjötur um fót og vill- ast þeir því langtímum saman um kauptúnið Hvolsvöll áður en þeirfinna mig. Dýralíf: Dýralífið hefur tekið stórstígum breytingum frá því við fengum heimsókn frá manni með eitur í úða- brúsa. Risastórar köngulær höfðu tekið yfir húsið að utan og unnu að því að láta það hverfa inn í einn risa- stóran, fullþekjandi köngulóarvef. Þá hefði húsið væntanlega að fullu orðið ósýnilegt gestum og gangandi og var gripið til örþrifaráða og hús- V^tökuköngulónum útrýmt. C\V Hvenær er best að koma: Besti tíminn er eiginlega ekki til því ég er aldrei heima. Nema það sé kostur að heimsækja húsráðandann sem ekki er heima því bóndinn og barnið eru eflaust skemmtilegri gestgjafar en sveitarstjórinn og prófkjörs- frambjóðandinn sem alltaf er í símanum. Mæli með að fólk kíki frekar á heima- síðuna ef ætlunin er að hitta á mig. m ./ Stjórnarfar: Á heimilinu ríkir jafnrétti og bræðralag og frelsi einstaklings- ins er i hávegum haft. Reglan er sú að sá sem er heima, hann ræður, sem er líklega ekki mjög hagstætt fyrir mig. Þarf að endurskoða þetta stjórnarfar þegar ég hef tíma. k/ en J. ». __ ® I ISS Heilsa: Heilsan er gríðarlega góð enda hollt og gott að anda að sér ferska loftinu á landsbyggð- inni. Stöku sinnum bregður þó svo við að slappleiki geri vart við sig á sunnudögum en það er þó iöulega í þeim tilfellum þegar ég hef brugðið mér í heimsókn til höfuðborgarinnar. ,\WxXN \WX Siðir og venjur: I sveitinni er til siðs að vera afskaplega kurteis og klára matinn sinn. Þá ber að borða saltfisk á laugardögum og stunda dans að minnsta kosti einu sinni í viku hverri, helst skottís. Unnur Brá Konráðsdóttir Sveitarstjóri í Rangárþingi eystra Tíska götunnar Það eru allir i gallabuxum þessa dagana og það er einhvern veginn eins og þær detti aldrei úr tisku. Það koma alltaf ný og ný snið sem eru flott og það geta allir fengið gallabuxur við sitt hæfi. Hvernig gallabuxum gengur fólkið í og hvar kaupir maður fiottar buxur? Birkir Vagn Ómars- son, 24 ára: Ég er í Levi's en ég keypti þær einmitt f Banda- ríkjunum. Eric Davis, 21 ára: Þetta eru Guess-bux- urnar mína og ég fékk þær i Bandarfkjunum. Ásta Dögg Jóhann- esdóttir, 25 ára; Ég keypti þessar í Centr- um og þær eru Lee. Eyjólfur Bjarnason, 22 ára: Ég keypti mfnar buxur i Deres en þær eru Diesel. Sesselja Siguröar- dóttir, 33 ára: Þetta eru Diesel-buxur og þá hlýt ég að hafa keypt þær í Deres. SvanurJónsson, 44 ára: Ég keypti bux- urnar mínar í Jack og Jones og þá hljóta þær að vera frá þvi merki.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.