blaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 16

blaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 16
blaðiö Útgáfufélag: Stjórnarformaður: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Ár og dagurehf. SigurðurG.Guðjónsson Sigurjón M. Egilsson Brynjólfur Þór Guðmundsson og Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Janus Sigurjónsson Hlerunarstöð við Hverfisgötu í langan tíma hefur það verið á vitorði margra innan lögreglunnar í Reykjavík að símar fólks hafa verið hleraðir. Og jafnvel í meira mæli en haldið hefur verið fram. Heimildarmenn Blaðsins fullyrða að svo sé, en ábyrgðarmenn lögreglunnar bera af sér sakir. Það er alsiða við vinnslu af- hjúpandi frétta, að heimildarmenn sem oftast eru knúnir áfram af réttlæt- iskennd, staðfesta mál meðan þeir sem ábyrgðina bera gera allt sem þeir geta til að kæfa mál, til að hrekja blaðamenn af leið eða til að koma með einhverjum hætti í veg fyrir að óþægilegar fréttir rati á prent. Við vinnslu frétta um símahleranir í lögreglustöðinni við Hverfisgötu kom svo margt fram sem kemur á óvart. Þeir sem voru fúsir til að ræða við blaðamenn höfðu frá mörgu að segja. Næturvöktum í símstöðinni, sem köllluð var hótel helvíti, og skráningum á félagsmönnum ýmissa fé- laga og samtaka. Embættismenn sem rætt var við geta ekki útilokað að enn sé fylgst með fólki sem ekki getur talist til afbrotamanna, svo sem eins og mótmælendum hinna ýmsu mála. Þar voru nefnd Falun Gong og mótmæli vegna Kárahnjúka. Einn þeirra sem starfar við að fylgjast með fólki segir ekki rétt að til séu skrár um félagatöl, segir að það myndi stang- ast á við lög um persónuvernd, meðan aðrir viðmælendur eru sannfærðir að slíkar skrár séu til og þær uppfærðar reglulega. „Ég vann í mörg ár við að hlera í fíkniefnamálum. Við fengum afhentar spólur með samtölum í þeim málum sem við vorum að vinna í. Að sam- tölunum loknum leyndust alls konar samtöl þar fyrir aftan. Samtöl sem við áttum alls ekki að heyra,” segir einn heimildarmanna Blaðsins við vinnslu fréttarinnar. Einn þeirra sem starfaði í dularfulla símaherberginu neitar þessu ákveðið: „Ég kannast ekki við þessar frásagnir. Hér er ein- hver misskilningur á ferðinni," segir hann. Þar sem heimildirnar eru traustar og ásakanir þeirra manna, sem rætt er við, eru alvarlegar verður lögreglan að gera betur en neita málinu í einu handtaki. Það er ákvörðun að birta frétt gegn neitun þeirra sem eiga best að þekkja til. Neitunin má þó aldrei verða til þess að frétt birtist ekki, ein- ungis neitunarinnar vegna. Þá verður fjölmiðill að vega og meta fyrirliggj- andi gögn, framkomnar fullyrðingar, þá sem tala eða annað sem styður fréttina. Þegar það hefur verið gert er fyrst hægt að taka ákvörðun um birt- ingu fréttar. Það er þetta sem ábyrgðarmenn fjölmiðla meta hverju sinni. Hleranir á lögreglustöðinni við Hverfisgötu eru staðreyndir. Fullyrt er að oft hafi verið hlerað án dómsúrskurða, að lögreglan hafi brotið lög. í allri þeirri umræðu sem verið hefur um hleranir og persónunjósnir er hlerunarstöðin við Hverfisgötu sennilega ekki veigaminnsti þátturinn og hlýtur að verðskulda athygli. Sigurjón M. Egilsson Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík Aðalsimi: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á augiýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins KARCHER 99,99% hreinlæti Fjögra þrepa hreinsun á lofti Engir ryksugupokar Fjórföld síun á lofti skilar því tandurhreinu út í andrúmsloftið DS 5500 ' Afl: 1400 W • WWW.RAFVER.IS Hepa 12 loftsía Vatni með óhreinindum hellt úr fötunni 16 ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2006 blaöiö Fullkomin falleinkunn Þegar félagi minn, Rannveig Guðmundsdóttir, var félagsmálaráð- herra fyrir tólf árum kynnti hún ítar- lega úttekt álaunamisrétti kynjanna. Svo tók við ríkisstjórn Framsóknar- flokks og Sjálfstæðisflokks. Nú í vikunni kynnti félagsmálaráðherra árangur síðustu tólf ára með niður- stöðum sams konar könnunar og gerð var fyrir tólf árum. Og árangur- inn er nákvæmlega enginn. Launa- misrétti kynjanna er nákvæmlega jafn slæmt og þegar þessir flokkar tóku við. Og það er einfaldlega full- komin falleinkunn í stærsta mann- réttindamáli samtímans að ná engum árangri á tólf árum. Það er kannski til marks um al- menna uppgjöf að það var víðast ekki nema fjórða eða fimmta frétt að enn séu mannréttindi daglega brotin á öðrum hverjum íslendingi og það í jafn miklum mæli og fyrir áratug síðan. Það er líka merkilegt að okkur blöskrar þetta svo að við reynum að tala allar stærðir niður. Þannig er sagt að óútskýrður launa- munur þýði að konur hafi 16% lægri laun, en ekki að við karlar höfum 20% hærri. Það er líka sagt að í heild- ina hafi konur þriðjungi lægri laun, i stað þess að segja eins og er að við strákarnir erum með helmingi hærra kaup. Aukaverkefni Nú ber ríkisstjórnin ekki ein ábyrgð á þessum víðtæku mannrétt- indabrotum á konum. Það gerum við öll. Og ríkisvaldið mun ekki eitt og sér leysa launamisréttið. Við þurfum öll að leggja okkar af Klippt & skorið mörkum til þess. En ríkisstjórnin hefur forystu fyrir landinu og á að leiða baráttuna gegn launamisrétt- inu. Það á að gera kröfu um að for- ysta í baráttunni gegn launamisrétti sé forgangsmál ríkisstjórnarinnar Helgi Hjörvar og það er hægt að gera kröfu til þess að á tólf árum miði eitthvað áleiðis. Hvorugu er til að dreifa. Það var þó lofsvert þegar ríkis- stjórnin innleiddi í þverpólitískri samstöðu ný lög um fæðingarorlof. Að öðru leyti hefur launamisréttið verið einhvers konar aukaverkefni, falið einu fagráðuneytanna og eng- inn árangur næst. Þau verkefni sem tekin eru alvarlega, þeim er sinnt af ríkisstjórninni sjálfri og gjarnan stýrt úr forsætisráðuneytinu. Þetta sjáum við til dæmis þegar kemur að varnarviðræðum við Bandaríkin. Við sjáum þetta líka í ráðherranefnd um einkavæðingu, því einkavæð- ingin skiptir svo miklu máli að hópur ráðherra stýrir henni. Upplýs- ingatækninni var líka sinnt þvert á ráðuneyti og „Einfaldara ísland“ er enn eitt af verkefnum forsætisráð- herra. Af þessu sést að það eru ein- faldlega önnur verkefni sem hafa for- gang hjá ríkisstjórninni en glíman við launamisrétti kynja. Þegar ríkisstjórnin ætlar sér eitt- hvað raunverulega, eins og að virkja, þá er ómælt fé sett í rannsóknir, sér- fræðiaðstoð, áætlanagerð og loks framkvæmd. Enda rísavirkjanirnar. Engin slík alvara er í áætlunum og framkvæmd í jafnréttismálum. Nýir vendir sópa best Við í Samfylkingunni höfum með félögum okkar í stjórnarandstöð- unni lagt fram tillögur um aðgerðir í þessum efnum. Þær snúa bæði að launaleyndinni og heimildum Jafn- réttisráðs. Áður hefur Samfylkingin lagt til að jafnréttismálin verði gerð að ábyrgð forsætisráðherra, svo að- eins séu nefnd nokkur dæmi um það sem hægt er að gera. Og merg- urinn málsins er sá að ríkisstjórnin er einfaldlega ekki að gera allt sem hægt er í málinu. Hennar tólf ár hafa engu skilað okkur og tími er til kominn að fela þeim forystuna sem vilja grípa til róttækra aðgerða. Og við kunnum til verka. Undir forystu Ingibjargar Sólrúnar gerði Reykj- avíkurlistinn jafnréttismál að for- gangsmáli og ábyrgð borgarstjóra. Og með áætlunum og stefnu í kjara- samningum náðist umtalsverður árangur í að minnka launamun hjá borginni. Slíka forystu þurfum við nú fyrir landinu. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík. Avef Marðar Árnasonar, þingmanns Samfylkingarinnar, hafa gestapennar, svonefndir „ráðherrar dagsins" lagt orð *Bt j í belg upp á síðkastið, þar á Hl meðal Karl Th. Birgisson, 1 sem útlagði hvernig hlutirnir væru ef hann fengi að ráða: BMjmyndið ykkur i staðinn rfkisstjórnarfund með Ingi- björgu Sólrúnu, Össuri, Helga, Kristjáni, Völu Bjarna, Árna Páli, Merði - og í okkar villtustu draumum Róberti og Gumma Stein- gríms." Sú tilhugsun vakti mismunandi hughrif með lesendum og hin hressilega þingkona Guðrún Ögmundsdóttir var ekki sein á sér að benda á það á vef sínum (althingi.is/go/) að ekki væri jafnréttið ofarlega í huga Karls: 9 karlar og 2 konur. Gunna þurfti þó ekki að bíða lengi eftir því að hlutur kvenna væri réttur á síðum Marðar, þvi næsti ráðherra dagsins, Ragnhildur Vigfús- dóttir, óskaði sér þess helst að konur yrðu meiri- hluti þingheims og mynduðu þjóðstjórn kvenna. Annars vakti það eftirtekt að alþingismenn- irnir Birgir Ármannsson og Helgi Hjörvar mættust á gamaldags pólit- ískum kappræðufundi í síðustu viku og greindi á um eitt og annað. Ekki allt þó, þvi glöggir menn hafa tekið eftir þvi að Helgi hefur nú tekið upp sama slagorð og Birgir í sinni prófkjörsbaráttu: „Vöndum valið." Klippari sló á þráðinn til Helga og spurði út í þetta, en hann sagði þetta helbera tilviljun. „Ég hef ekki séð þetta slagorð hans Birgis, hvað þá meir." í kvöld mætast svo þau Birgir og Kolbrún Halldórsdóttir á efri hæðinni á Café Victor í Hafnarstræti. Framsóknarmenn munu frekar fúlir eftir að Guðlaugur Þór Þórðarson, stjórnarfor- maður Orkuveitu Reykjavíkur, gangsetti Hellisheiðarvirkjun á laugardag að viðstöddu tæplega 1% þjóðarinnar. Gremju framsóknar- manna má rekja til þess að Guðlaugur Þór minnt- istekkiáAlfreð Þorsteinsson,fyrirrennarasinn, einu orði. Gárungarnir segja hins vegar að miðað við hvernig Gulla hafi legið orð til Alfreðs á siðasta kjörtímabili hefðu þeir sjálfsagt fyrst orðið brjálaðir ef hann hefði úttalað sig um hann. andres.magnusson@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.