blaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 24

blaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 24
blaðtd IGUR 24. OKTÓBER 2006 Stuttverkasamkeppni Frestur ti! að skila verki í Stuttverkasamkeppni Leiklistarvefsins rennur út á mið- nætti fimmtudaginn 26. október. Engin skilyrði eru um efni eða form verkanna nema að þau mega ekki vera lengri en 800 orð að lengd og ekki hafa verið sýnd eða birt áður. Nánari upplýsingar má nálgast á Leiklistarvefnum leiklist.is. Slavek The Shit verðlaunuð Stuttmyndin Slavek The Shit í leikstjórn Gríms Hákonarsonar hlaut Sil- ver Hugo-verðlaunin á Kvikmyndahátíðinni í Chicago sem lauk á föstu- dag. Önnur íslensk kvikmynd, Blóðbönd eftir Árna Ólaf Ásgeirsson, I var einnig f einni af keppnisdagskrám hátiðarinnar. Sagnfræðiátök Árni Daníel Júlíusson sagnfræð- ingur heldur erindi í hádegis- fundaröð Sagnfræðingafélags íslands í fyrirlestrasal Þjóðminja- safns íslands í dag milli klukkan 12 til 13. Erindi Árna Daníels heitir Hin þrjú andlit Klíó: Átökin í sagnfræðinni, og í því mun hann fjalla um tvær tegundir sagnfræði sem báðar gera kröfu til þess að teljast vís- indaleg sagnfræði en hvor á sinn hátt. Þetta eru empírísk saga og félagsvís- indaleg saga. Einnig verður fjallað um tengsl þriðju tegundar sagnfræði, póstmódern sagnfræði, við þessi tvö eldri viðmið. Póstmódernisminn hafnar hug- tökum eins og vísindum, skyn- semi, framförum og tengslum texta og raunveruleikans. í erindinu verður fjallað um hvernig þetta nýja viðmið hefur stóreflt sagnfræðilega umræðu og blásið nýju lífi í greinina, þótt sagnfræðin hafi í raun hafnað hinum fræðilegu forsendum þess. Árni Daníel Júlíusson er doktor í sagnfræði frá Kaupmannahafnar- háskóla. Hann vinnur nú að ritun ís- lenskrar landbúnaðarsögu. 24 hönnuðir á 240 mínútum lls 24 af áhugaverðustu hönnuðum landsins kynna verk sín í tíu mín- útur á hönnunarmara- þoni 28. október milli klukkan 13 og 18 í Listasafni Reykja- víkur, Hafnarhúsi. Samhliða hönn- unarmaraþoninu verður opnuð sýn- ing þar sem nemendur Háskólans í Reykjavík og Listaháskóla Islands kynna afrakstur sameiginlegs verk- efnis um íslenska hönnun. Nemendur skólanna tveggja hafa undanfarnar vikur unnið að þrettán mismunandi verkefnum sem snúa að grafískri hönnun, vöru- hönnun, fatahönnun og arkitektúr. Markmið verkefnanna er að kynna viðskiptahugmyndir sem lýsa spenn- andi tækifærum þar sem sérkenni ís- lenskrar hönnunar eru dregin fram. Sýningin verður svo flutt í hús- næði Marels í Garðabænum eftir laugardaginn næstkomandi og verð- ur opin almenningi þar. Verkefni nemendanna eru mis- jöfn að inntaki, allt frá því að skipu- leggja atburðinn og sýninguna sjálfa, til þess að vinna sértæk verk- efni sem snúa beint að viðfangsefni hvers sviðs í hönnunarnámi Lista- háskóla íslands í samvinnu við nem- endur í Háskólanum í Reykjavík. Með samvinnu skólanna tveggja eru tengsl viðskipta- og hönnunar- lífs styrkt. SPOTT Undir flokknum vöruhönnun unnu nemar í þrívíðri hönnun og nemendur við viðskiptadeild Há- skólans í Reykjavík að því verkefni að finna leiðir til að kynna og mark- aðssetja íslenska hönnun. I kring- um það verkefni var stofnað fyrir- tæki sem hlaut nafnið SPOTT, sem þýðir glens eða grín. „Nafnið er einnig tilvísun í enska orðið spot, að „spotta” eitthvað út,“ segir Kristín Birna Bjarnadóttir, ein úr hópnum. „Við völdum þá leið að nýta okkur heimakynningu sem markaðssetningu á vörunum ásamt því að skapa ímynd í kringum fyr- irtækið svo sem heimasíðu og útlit. Okkur fannst sem heimakynning væri skemmtileg og öðruvísi leið til að ná til fólks. Markmið okkar fyrirtækis, SPOTT, er að fara með íslenska hönnun inn á íslensk heim- ili. Að auka meðvitund almennings og umræður um íslenska hönnun. Við viljum sýna fram á að við get- um framleitt og selt hugmyndir okkar ekki síður en aðrar þjóðir og reynsla okkar er sú að fólk veit ekki af þessum íslensku vörum sem þó eru framleiddar sem íslensk vöru- hönnun,” segir Kristín Birna. „Við erum fimm í hópnum, Friðgerður Guðmundsdóttir, Ragnheiður Mar- geirsdóttir og Kristín Birna Bjarna- dóttir sem erum nemar í þrívíðri hönnun í LHÍ og Elva Guðrún Guðjónsdóttir og Martina Contolin koma til liðs við okkur frá Háskólan- um í Reykjavík.“ AUOVELDfbRIFÚM bíLJÖÐElNANGRANDI TEPPI A STIGAGANGINN GÓLFEFNI ÞEKKING ÞJÓNUSTA Stepp ehf. | Ármúla 32 | itepp@stepp.i: www. Kom, sá og sigraði Silvía Nótt sigraði eltirminniiega í forkeppni Söngvakeppni Sjónvarpsins í vor. Leitin að smellinum íslenskir lagahöfundar og texta- smiðir hafa nú ærna ástæðu til að veita sköpunargleðinni útrás því að auglýst hefur verið eftir lögum til þátttöku í Söngvakeppni Sjónvarps- ins 2007. Fyrirtækið BaseCamp auglýsir eftir lögum fyrir hönd Rík- isútvarpsins-Sjónvarps og þurfa þau að berast til BaseCamp, Nethyl 2a, 110 Reykjavikeigi síðar en á mið- nætti 16. nóvember. Einnig er hægt að afhenda framlög í móttöku Rík- isútvarpsins í Efstaleiti. Alls verða 24 lög valin í forkeppni Söngvakeppni Sjónvarpsins. Þrjár undankeppnir verða haldnar og síðan ein aðalkeppni. Með svipuðu sniði og í fyrra Óvenjumikið var lagt í keppn- ina síðast enda tuttugu ár liðin frá því að íslendingar tóku fyrst þátt í henni. Að sögn Rafns Rafnsson- ar, framkvæmdastjóra BaseCamp, verður keppnin með svipuðu sniði að þessu sinni. „Við teljum að þetta hafi gengið mjög vel í fyrra og ég myndi telja að það væri meiri áhugi á henni en var þá,“ segir Rafn og bætir við að í fyrra hafi borist á milli tvö og þrjú hundruð lög í forvalið. „Maður býst við að það verði eitt- hvað svipað í ár ef ekki meira,“ seg- ir Rafn þannig að það má búast við þvi að valnefndar bíði ærinn starfi við að velja 24 lög úr bunkanum. Þrjú lög á mann Lagið má ekki vera lengra en þrjár mínútur og getur hver höf- undur sent inn þrjú lög. Innsend lög og textar skulu vera ný og áður óútgefin verk og mega vera allt að þrjár mínútur að lengd hið mesta. Hvorki lag né texti má undir nokkrum kringumstæð- um hafa komið út á einka- eða markaðshljóðriti, þar með talið á hljómplötu, kassettu, geisladiski, myndbandi, eða annars konar út- gáfuformi, í kvikmynd eða neinu öðru formi. Nánari upplýsingar, þátttöku- eyðublað og reglur keppninnar má nálgast á heimsíðu Ríkisútvarpsins ruv.is/songvakeppnin og á heima- síðu BaseCamp basecamp.is.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.