blaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 15

blaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 15
blaöið ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2006 15 Samfylkingin: Vill þráð- lausan miðbæ Kanna á áhuga fjarskipta- fyrirtækjanna á því að koma upp búnaði sem kemur miðbæ Reykjavíkur í þráðlaust netsam- band samkvæmt tillögu fulltrúa Samfylkingarinnar. Tillagan var lögð fram á fundi menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkur- borgar í gær. Markmiðið er að bjóða ferða- mönnum og gestum miðborg- arinnar að nýta sér þráðlaust netsamband gegn vægu gjaldi eða gjaldfrjálst. Sala áfengis: Dregið úr kaupgleði Þrátt fyrir tæplega fjögurra prósenta veltuaukningu í dag- vöruverslun í septembermánuði milli ára dregur Rannsóknar- setur verslunarinnar þá ályktun að smám saman dragi úr kaup- gleði landsmanna og að þensla minnki. Töluverður samdráttur var milli ágúst- og septembermán- aðar í ár og ein helsta skýring þess eru veisluhöld landsmanna um verslunarmannahelgina. Aukning á sölu áfengis milli ára er meiri en á dagvöru eða tæp sjö prósent. Skátastarf: Kaldar kveðjur frá ríkinu Stjórn Bandalags íslenskra skáta krefst þess að Alþingi leiðrétti þá tillögu sem fram kemur i fjárlagafrumvarpi um niðurskurð á styrkjum ríkisins til skátastarfs um 34 prósent. 1 ályktun frá BÍS segir að þetta hafi verið þeim mun kaldari kveðjur í ljósi þess að tilkynn- ingin barst einungis fjórum dögum eftir Forvarnardaginn, þar sem áhersla var lögð á mik- ilvægi skipulagðs æskulýðs- og íþróttastarfs. „Þessi niðurskurður er ekki síður sár í Ijósi þeirrar stað- reyndar að árið 2007 markar sér- stakan sess í hugum skáta, því hinn 1. ágúst 2007 eru hundrað ár liðin frá því Baden-Powell fór í fyrstu skátaútileguna og er hún talin marka upphaf skáta- starfsins," segir í ályktuninni. Erfitt að fá stæði nálægt Kvennaskólanum í Reykjavík: Bílar nema fylla öll stæði ■ Kemur niður á þjónustu fyrirtækja ■ íbúar komast ekki heim til sín Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net Á skólatíma er lagt í öll þau stæði sem tileinkuð eru viðskiptavinum fyrirtækisins og allt hverfið pakkað af bílum frá nemendum Kvennó. Þetta kemur niður á okkar þjónustu við viðskiptavini okkar,“ segir Ingiveig Gunnars- dóttir, framkvæmdastjóri Ferða- skrifstofunnar Príma Embla ehf - Heimsklúbburinn, um mikinn bílastæðavanda sem herjar á íbúa og fyrirtæki í nágrenni við Kvennaskólann í Reykjavík. Hún segir ástandið mjög hvimleitt og jafnvel starfsmenn fyrirtækisins fái ekki stæði á morgnana. Ásgeir Guðmundsson, formaður nem- endafélags Kvennaskólans, segir tæp sex hundruð nemendur skól- ans og þykir leitt hvernig það bitni á nágrönnum skólans. „Þau örfáu bílastæði sem merkt eru skólanum eru frátekin fyrir starfsfólk skólans. Ég myndi segja að tæpur tugur nem- enda nái að leggja í lögleg stæði á morgnana,“ segir Ásgeir. „Við neyð- umst til að leggja í einkastæði því annað býðst ekki á morgnana í hæfi- legri göngufjarlægð. Þannig hefur komið til árekstra við fyrirtæki og íbúa í nágrenni og okkur þykir það leitt.“ Sendiráðin í vanda Vandinn herjar líka á sendiráð í nágrenni skólans og upplýsinga- fulltrúi Bandaríska sendiráðsins staðfesti slíkt. Ingiveig vill að málið verði leyst fljótlega og hefur óskað eftir því við yfirstjórn skól- ans að tekið sé á vandanum. Við viljum skjóta bót á þessu máli og biðjum nemendur að leggja ekki í einkastæði í hverfinu. Þeir hafa gott af því að ganga aðeins enda er þetta einfaldlega siðlaust,“ segir Ingiveig. Ásgeir er ósammála því og segir nemendurfrekarleggja óleglega en að þurfa að ganga langar vegalengdir. „Þegar maður mætir eldsnemma á morgnana og að verða of seinn þá nennir maður ekki að leggja langt í burtu frá skólanum," segir Ásgeir. .Nemendur hafa greitt himinháar fjárhæðir í stöðumælasektir eftir að hafa lagt ólöglega." Kemst ekki heim tii sín Kristína G. Pálsson, íbúi við Hellusund 6, lendir reglulega í því að lagt sé í einkastæði hennar og hefur ítrekað lent í árekstrum Kennarar og nemendur Uenniaskótans i Reykjavlk <nl)a úrtwtur: ■ Biaðið fimmtudaginn 19. október við nemendur skólans. „Þrátt fyrir nokkur stæði fyrir utan húsið þá kemst ég stundum ekki heim til mín á daginn. Stundum er jafnvel lagt ofan í tröppurnar hjá mér þannig að ég kemst varla inn með vörur," segir Kristína. „í þau skipti sem ég hef reynt samskipti við nemendur þá hef ég iðulega fengið ókurteis tilsvör.“ Oddný Hafberg, skólameistari Kvennaskólans, segist hvetja nem- endur til að leggja ekki í einkastæði í hverfinu og að þeir taki frekar strætó. Hún segir starfsfólk skólans líka í vandræðum. „Þetta hefur verið svona lengi enda erum við stödd í miðbænum. Kennararnir eru í kringum fimmtíu talsins og þeim bjóðast tólf stæði,“ segir Oddný. Öll stæðin hér í kring hafa verið gerð gjaldskyld og óneitanlega sé þetta mjög erfið staða.“ 1 kr. aðra leiðina Þetta einstaka tilboðsfargjald gildirtil allra áfangastaða Flugfélags íslands innanlands 4 er fyrir börn 2 -11 ára í fyigd með fullorðnum og í sömu bókun gildir 16. okt. - 6. nóv. býðst eingöngu þegar bókað er á netinu www.flugfelag.is 4 bókanlegt frá 13. október www.flugfelag.is | 570 3030 FLUGFELAG ISLANDS

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.