blaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 33

blaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 33
■ÓBER 2006 ÞRIÐJUDAGUR París og Lohan vinattuna eftir leiðinleg ummæli sem París lét út úr sér um Lohan en nú er allt fallið í dúnalogn á ný, sem betur fer. Eins og alþjóð veit sættist París á dögunum við gamla vinkonu og samstarfskonu, Nicole Richie, en þær höfðu ekki talast við í marga mánuði. París er greini- lega eitthvað að mildast með árunum og máttur fyrirgefn- ingarinnar virðist ná f gegnum sólbrúnku og glamúryfirborð prinsessunnar og hittir hana beint í hjartastað. Partíljónynjan París Hilton er upptekin þessa dagana við að grafa stríðsaxir og nú síðast grófu hún og Lindsay Lohan sína exi í skemmtiferð í Las Vegas. Partískvís- urnar París og Lindsay brugðu sér af bæ þar sem ekkert beið þeirra í L.A nema hangs og leiðindi. „Ég og Lindsay héngum í L.A með ekkert á dagskránni svo að við ákváðum að skreppa til Vegas og partíast. Við erum góðar vinkonur, báðar einhleypar og elskum Vegas þannig að það var ekkert annað í stöð unni en að skella sér,“ sagði París um þessa magnþrungnu ákvörðun gellanna. Vinátta Parísar og Lohan hafði staðið höllum fæti Fornleifar íRóm Harrison Ford er greinilega endurnærður eftir að hafa slappað af á íslandi í síðustu viku. Leikarinn flaug til Rómar eftir að hafa verið viðstaddur spilirí (slensku hljómsveitarinnar Royal Fortune á miðvikudaginn var. f Róm var kappinn viðstaddur kvikmyndahátíðina sem haldin er þar í borg. Mikið hefur verið spekúlerað um hvort ný Indiana Jones-mynd verði gerð og þá hvort Harrison sé ennþá nógu hress til að valda slíku action- hetjuhlutverki. Harrison segist vera stálhress og til (slaginn og geta staðið sig í stykkinu líkt og í þremur fyrri myndunum um fornleifahetjuna Jones. Hann lagði þó á það áherslu að ekki væri tími til að bíða mikið lengur með gerð myndarinnar þar sem hann væri ekki að verða neitt yngri, en leikarinn er 64 ára að aldri. Það líður því ekki á löngu þar til Harrison verður sjálfur fotnleifa- fundur út af fyrir sig og tæki sig þá kannski ekki eins vel út í hlutverki svipfríða fornleifafræð- ingsins með hunda- ' , , nafnið, Indiana Jones. Haustútsala Rýmum fyrir nýjum vörum 24. - 30. október Allt að 50% afsláttur stjörnurnar sem hafa reynt að kópí- era kynþokka þessarar miklu gyðju. Madonna tók stílinn og gerði að sín- um í myndinni Material Girl. Reneé Zellweger og Angelina Jolie hafa báðar dressað sig upp í hlutverkið og nýjasta dæmið er Christina Aguilera sem ætlar að ganga alla leið í sinum Marilyn-stíl Marlene Dietrich á heiðurinn af því að gera smókinginn sexý. Mar- lene er alvarleg og kannski ögn karl- mannleg, seiðandi og glæsileg. Að klæðast smóking er alls ekki á allra færi en það eru nokkrar sem hafa púllað það. Kate Moss getur púllað allt og Diane Keaton hefur verið öt- ul við að klæðast buxnadrögtum á rauða dreglinum. Nýjasta dæmið er þokkadísin Kirsten Dunst og er hún megaflott í smókingnum sínum.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.