blaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 25

blaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2006 37 Ágúst Borgþór Sverrisson rithöfundur les úr verkum sínum á Skáldspírukvöldi í bókaversluninni löu í Lækjargötu í kvöld klukkan 20. Aögangur að upplestrinum er ókeypis og eru allir velkomnir. Sigurður Halldórsson sellóleikari, Pamela De Sensi flautu- leikari og Daníel Þorsteinsson píanóleikari halda tónleika í Salnum í Kópavogi á morgun, miðvikudag, klukkan 20. Á efn- isskránni eru seiðandi verk frá Suður-Ameríku eftir Heitor Villa-Lobos, Astor Piazzolla og Alberto Ginastera. 10 mínútur með Sól Sól Hrafnsdóttir er einn þeirra hönnuða sem valdir voru sem áhugaverðir hönnuðir á íslandi til að kynna verk sín á hönnunarm- araþoni. Sól útskrifaðist frá Listahá- skóla Islands síðasta vor og vinnur nú á hönnunarstofu Atla Hilmars- sonar. „Ég tók að mér nokkur verkefni meðan ég var enn í námi. I sumar vann ég í lausamennsku og nú vinn ég á stofunni hjá Atla.” Sól segir námið góðan undirbúning fyrir starf og að henni finnist alltaf gam- an og krefjandi að koma að nýju verkefni. „Það er einstaklingsbund- ið hvernig fólk kemur að hverju því verkefni sem það tekur að sér,” segir hún. „Mér finnst alltaf krefjandi að gera mitt besta úr því sem verkefn- ið býður upp á, sumir þrá alltaf að hafa frjálsar hendur meðan starfið býður ekki alltaf upp á það en það er alltaf hægt að finna á því lausn. Mér fannst sérstaklega skemmti- legt að koma að því að hanna útlit fyrir Norræna músíkdaga sem haldnir voru nú nýverið, segir Sól aðspurð um þau verkefni sem hún hefur komið að. „Við vorum þrjú saman sem komum að verkefninu, ég, Hörður Lárusson og Sigurður Orri Þórhannesson og mér fannst verkefnið takast vel í góðri sam- vinnu. Til að mynda bjuggum við til nýtt letur sem við unnum úr höfða- letri sem er gamalt íslenskt skreyti- letur. ” dista@bladid.net Kynning á leiklistarmeðferð Sigríður Birna Valsdóttir leiklist- armeðferðarfræðingur heldur fyrirlestur og kynningu á leiklistar- meðferð á morgun klukkan 20 að Lindargötu 3. Fræðsludeild Þjóðleik- hússins og Félag um leiklist í skóla- starfi (FLÍSS) standa að kvöldinu. Sigríður Birna er menntaður kenn- ari frá Kennaraháskóla (slands og er með meistaragráðu í leiklistar- meðferð frá New York-háskóla. Hún hefur kennt leiklist við Hagaskóla undanfarin þrjú ár og sinnt nem- endum með tilfinningaleg og/eða félagsleg vandamál. Fræðslukvöldið er það fyrsta af fimm fræðslukvöldum sem haldin verða einu sinni (mánuði í allan vetur. Á hverju kvöldi miðla kenn- arar eða starfandi leikhúslistamenn af reynslu sinni og vinnubrögðum. „Tilgangurinn er að hóa saman kenn- urum og leikurum sem hafa áhuga á að nota leiklist meira í skólunum,“ segir Ólafur Guðmundsson leikari sem heldur utan um fræðslukvöldin. Ólafur segir að áhugi á notkun leiklistar við kennslu hafi aukist undanfarin ár. „Skólarnir hafa möguleika á að nota þetta fag bæði sem sjálfstæða grein og líka sem kennsluaðferð í öðrum greinum. Það er auðvelt að tengja þetta við alls konar fög svo sem tungumálakennslu og íslensku- kennslu," segir Ólafur. Píramídi ástar og kærleika Snorri Asmundsson myndlistar- maður hefur smíðað fallegan pír- amída úr plexigleri sem hann kallar „Pyramid of Love“ eða píramída ást- arinnar. Þar inni dvelur myndlistarmað- urinn í lótusstellingunni og biður um ást og kærleika öllum til handa. I síðustu viku dvaldi Snorri í píram- ídanum á þremur stöðum í miðborg- inni, fyrir framan Nýlistasafnið á Laugavegi, á Lækjartorgi og á horni Laugavegar og Bankastrætis. I tilkynningu frá listamanninum segir að áhorfendur og vegfarend- ur hafi fundið fyrir undursamlegri orku sem stafaði frá píramídanum. Þeir sem misstu af gjörningnum í síðustu viku fá tækifæri til að bæta úr því í dag og á fimmtudag. I kvöld klukkan 18 mun Snorri end- urtaka leik- inn fyrir framan Perluna í Öskjuhlíð. Tildrög uppátækisins má rekja til þess að Snorri sem ný- verið varð fyrir andlegri vakn- ingu fannst vanta fallega og góða orku yfir Reykjavík þar sem vond ára borg- arinnar væri oft yf- irsterkari þeirri góðu. Viö þurfum stjórnmálamenn sem vilja efla menntun í landinu. Illugi hefur þann metnað og framtíöarsýn sem til þarf. Þórólfur Þórlindsson, prófessor. Þaö er mjög mikilvægt fyrir Sjálfstæöisflokkinn að forystusveit hans sé skipuö einstaklingum sem hafa djúpan skilning og viðamikla þekkingu á efnahagsmálum þjóðarinnar. Menntun og reynsla llluga á þessu sviöi á eftir aö reynast Sjálfstæðisflokknum dýrmæt á næstu árum. Ég treysti llluga mjög vel og hvet alla Sjálfstæðismenn eindregiö til aö kjósa hann í 3. sætið í prófkjörinu. Ólafur Davíösson, hagfræöingur og fyrrverandi ráöuneytisstjóri í forsætisráöuneytinu. Framtíðarmann í forystu! Ný verkefni • Nyjar áherslur • llluga í 3. sæti Prófkjör okkar sjálfstæðismanna í Reykjavík er 27. og 28. október 2006. WWW.illugi.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.