blaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 1

blaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 1
232. tölublaó 2. árgangur þriðjudagur 24. október 2006 FRJÁLST, ÓHÁÐ & ÓKE ■ FOLK Guðrún Helga skipulagði ásamt fleirum Pressukvöld um stöðu kvenna sem starfa í fjölmiðlum I SÍÐA32 ■ IPROTTIR Brátt skýrist hvort Hafþór Ægir hjá ÍA semur við sænska fyrstu deildar liðið Norrköpping I SlÐA 40 Lögreglumenn segjast hafa heyrt ólöglegar símahleranir: Hlerað í skjóli sakamála ■ Yfirmenn þverneita ásökunum ■ Óvildarmenn að kveikja sögur Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net ,Þetta er hreinasta kjaftæði og ég tek ekki þátt í þessari umræðu. Ég vil benda á, ef rétt reynist, að þetta eru afbrot og slíkt er ekki stundað hjá lögreglunni," segir Ingimundur Einarsson vara- lögreglustjóri og ítrekar að hér séu helber ósann- indi á ferðinni. „Ég fullyrði að þetta á ekki við nein rök að styðjast." Þetta sagði Ingimundur þegar bornar voru undir hann fullyrðingar heimildarmanna Blaðs- ins um víðtækar simahleranir á lögreglustöð- inni við Hverfisgötu í Reykjavík, jafnvel hler- anir sem ekki voru dómsúrskurðir fyrir eins og lög kveða á um. Heimildarmenn segjast hafa heyrt fleiri upp- tökur en lutu að þeim sakamálum sem þeir unnu að. Segjast meðal annars hafa heyrt sam- töl ráðamanna. „Ég hef ekki verið meðvitundarlaus í mínu starfi,“ segir fyrrverandi lögreglumaður sem til margra ára starfaði við hleranir í fíkniefna- málum. „Ég vann í mörg ár við að hlera i fíkni- efnamálum. Við fengum afhentar spólur með samtölum í þeim málum sem við vorum að vinna í. Að samtölunum loknum leyndust alls konar samtöl þar fyrir aftan. Samtöl sem við áttum alls ekki að heyra.” Gísli Garðarsson, þáverandi starfsmaður Út- lendingaeftirlitsins, segir út úr myndinni að eitthvað hafi leynst á spólum sem ekki var leyfi fyrir. „Það var hreinsað út af spólunum. Þetta er útilokað. Að við höfum stundað viðbótarhleranir, umfram fíkniefnarannsóknir, á ekki við nein rök að styðjast,” sagði Gísli. „Sem lögreglumaður hef ég trúnað og hef því ekki skoðun á þessum málum. Þetta er ekki svaravert að mínu mati.” Sjá einnig síðu 4 [REUTEBS! ÍWffl >’t'1 v ' te'.í * . * V* ‘ rfj rr v.'j' j í 1 s Átök brutust út á hálfrar aldar uppreisnarafmæli Hátíðarhugurinn vék fyrir óeirðum á götum Búdapest, höfuðborgar Ungverjalands, í gær þegar þess var minnst að hálf öld er liðin frá uppreisninni í Ungverjalandi. Fjöldi fólks mótmælti lygum sem forsætisráðherra landsins viðurkennir að hafa beitt í kosningabaráttunni til að tryggja sér endurkjör. Lögregla beitti háþrýstidælum og gúmmíkúlum til að halda aftur af mótmælendum. Sjá síðu 10 MENNING » síða 37 VEÐUR » síða 2 MATUR » siður 19-30 Sérblaö um mat fylgir Blaöinu í dag Kólnandi Norðaustan og austan 5- 10 og skýjað með köflum sunnanlands á morgun og stöku él. Kólnandi veður og frost 0 til 5 stig. í píramída ástarinnar Snorri Ásmundsson myndlistar- maður hefur smíðað píramída úr plexigleri sem hann kallar „Pyramid of Love“ eða píramída ástarinnar. ORÐLAUS » síða 42 Sinn er siðurinn „í sveitinni er til siðs að vera afskap- lega kurteis og klára matinn sinn. Þá ber að borða saltfisk á laugardögum og stunda dans að minnsta kosti einu sinni í viku hverri, helst skottís," segir sveitarstjór- inn og gefur út handbók um heimili sitt. FRÉTTIR » síða 10 Landsvirkjun óseld Engin niðurstaða liggur fyrir í við- ræðum ríkisins við Fteykjavíkurborg og Akureyrarbæ vegna mögulegrar sölu á hlut sveitarfélaganna í Landsvirkjun. Við- ræður hafa staðið yfir frá því í septem- ber en ekki hefur náðst samstaða um verðmæti eignarhluta sveitarfélaganna. Borgarstjórinn í Reykjavík segir mikil- vægt að niðurstaða liggi fyrir um næstu mánaðamót. „Ég legg áherslu á að það verði komnar niðurstöður í þessar viðræður innan tíu daga,“ segir Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson, borgarstjóri Reykjavíkur. FRÉTTIR » síða 2 Nauðgað í miðbænum Tveir menn réðust á átján ára stúlku við Þjóðleikhúsið aðfaranótt laugardags, drógu hana afsíðis og nauðguöu henni. Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir árásina óhugnanlega líka nauðgun við IVIenntaskólann í Reykjavík fyrir tveimur vikum. Þá réðust tveir menn á tvítuga stúlku og annar hélt henni niðri meðan hinn nauðgaði henni. Þeir menn eru ófundnir en ekki er vitað hvort þeir voru að verki aðfaranótt laugardags. Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur segir ekki ólíklegt að um sömu menn sé að ræða í báðum árásum en einnig geti verið um eftirhermuárás að ræða. Úr mínus í Plús Námskeið fyrir þá sem vilja gera meira úr peningunum Á námskeiðinu lærir þú að: •greiða niður skuldir á skömmum tlma •hafa gaman af því að eyða peningum •spara og byggja upp sjóði og eignir Næstu námskeið 7. & 14. nóvember Takmarkað sætaframboð ____• Verð: 9.000- SparS.IS Þú átt nóg af peningum og Ingólfur H. Ingólfsson ætlar aö hjálpa þér að finna þá. Skráning á spara.is & s: 587-2580 FASTEIGNALÁN ;::A/PVTIÖ. ÉPÁ v la S m rnri i a >{r i h0*1 1 i\S r\ ÍJp C B1 « Ot jjr g 1 MYNTKORFU Nánari upplýsingar veita lánafuiltrúar Frjálsa og á www.frjalsi.is 3,4% '

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.