blaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 26

blaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 26
3 8 ÞRIÐJUDAGUR 24. 0KTÓBER 2006 n blaöiö J L : ferðir ferdir@bladid.net Oftar gist á hótelum Gistinætur á hótelum í ágúst siö- astliðnum voru 162.900 en voru 154.100 i sama mánuði árið 2005, sem er 5,7 prósenta aukning. Gisti- nóttum fjölgaði í öllum landshlutum. menntun menntun@bladid.net Brúðkaupsferðalagið Að gifta sig í Vegas Aldursbil milli nemenda brúað vinsælla er að sameina brúðkaupsferðalagið og athöfnina sjálfa með því að gifta sig utan landsteinanna. Vinsæll áfangastað- ur er Las Vegas í Nevada-fylki, enda er Nevada-fylki frægt fyrir frjálslega lagasetningu um giftingu og skilnað þar sem mikil menning blómstrar í kringum brúðkaup. Það er um margt að velja þegar stendur til að gifta sig í Las Vegas. Allt frá afar einfaldri borgaralegri athöfn til stórfenglegs, rómantísks brúðkaups, þemabrúðkaups í Star Wars-uppskrift, brúðkaups utandyra eða sveimandi í þyrlu yfir ljósum prýddri Las Vegas. EINFÖLD ATHÖFN Einfaldasta leiðin til að gifta sig er að hafa stutta athöfn hjá sýslu- manni Las Vegas. Athöfnin tekur aðeins hálftíma og kostar um 50 dollara eða um 3.500 krónur. KAPELLUR Það úir og grúir af giftingarkapellur í Las Vegas enda eru þær hluti af þeirri menningu sem staður- inn hefur upp á að bjóða. Fyrir mörgum árum skapaðist þessi mikla hefð fyrir giftingum vegna frjálslegra laga um giftingu og skilnað í Nevada-fylki. AKTU TAKTU BRÚÐKAUP Finna má verulega fallegar kapellur í Las Vegas. Gjaldið er vanalega frá 200 dollurum til 500 dollara eða . um 35.000 krónur og þá er innifalin notkun á kapellu, giftingarathöfnin sjálf, blóm, tónlist og myndataka. Þá er hægt að bæta við upplifunina með því að ráða Elvis-eftirhermu í athöfnina og margt fleira. Nokkrar kapellur í Las Vegas sérhæfa sig í bílalúgubrúðkaupum þar sem brúð- hjónin aka hreinlega að bílalúgu til að láta gefa sig saman. HÓTELKAPELLUR Flest hótel hafa að minnsta kosti yfir einni kapellu að ráða. Mörg þeirra hafa margar kapellur í mismunandi stærð og með ýmiss konar þemum. Þemabrúðkaup eru vinsæl í hótel- kapellunum. Hótel Excalibur býður upp á miðaldabrúðkaup, MGM Grand-hótel upp á hjólaskautabrúð- kaup, Treasure Island sjóræningja- brúðkaup um borð í skipi og HMS Brittania og Las Vegas Hilton bjóða jafnvel upp á Star Trek-brúðkaup um borð í eftirlíkingu af geimskipinu Enterprise með Klingon sem vrtni og Ferenga sem gesti í brúðkaupinu. Hótelbrúðkaup kosta frá 350 doll- urum upp í 3500 dollara og meira, rúmar 240.000 krónur. Pakkarnir innihalda oft eina eða fleiri nætur í brúðkaupssvítu á hótelinu, myndir, blóm, tónlist, skemmtun og snyrt- ingu og förðun fyrir brúðina. FRÆGIR í VEGAS Um 60.000 hjón gifta sig ár hvert í Las Vegas og hefðin teygir sig langt aftur í tímann. Hollywood- stjörnur voru meðal þeirra sem flykktust til Nevada og margar þeirra komu aftur og aftur ýmist til að skilja eða gifta sig með hraði.. • l.rnaí 1967 giftust þau Elvis Presley, 32. ára, og Priscilla Anne Beaulieu, 21 árs, á • Milton Prell's Aladdin-hótelinu. Þau giftu sig í kyrrlátri athöfn í svítu hótelsins klukkan níu um kvöld. Fá- menn athöfn var haldin á hótelinu stuttu eftir brúðkaupið. Aðeins um 100 manns voru viðstaddir hana og flestir voru vinir og ættingjar. • Judy Garland giftist Mark Herron árið 1965 en hún dó aðeins fjórum árum seinna. Kirk Douglas giftist Ann Buydens á Sahara-hótel- inu, þau eru enn gift. • Mickey Rooney var einn sá alræmdasti en hann giftist alls 7 sinnum í Las Vegas á árunum 1944 til 1978 og alltaf í sömu kirkjunni, Little Church of the West. dista@bladid.net r Ártúnsskóla er bilið milli ólíkra aldurshópa brúað með svo köll- uðu Skólavinaverkefni en það gengur út á það að elstu nemend- urnir (12 ára) eru þeim yngri innan handar, ræða við þá og taka þátt í leikjum þeirra svo nokkuð sé nefnt. „Þeir vinna með yngstu nemendun- um á leiksvæðum þeirra í frímínút- um, aðstoða þá við að komast út og safnast saman við anddyrið þegar frímínútur eru búnar. Þá aðstoða þeir þá oft inni í matsal,“ segir Ellert Borgar Þorvaldsson, skólastjóri Ár- túnsskóla. Ábyrgðarhlutverk Þrír til fjórir nemendur eru skóla- vinir viku í senn og vinna saman í hópi. „Þeir fylla út gátlista fyrir hvern dag vikunnar og í hverri viku gera þeir grein fyrir á fundi með að- stoðarskólastjóra hvað þeir voru að gera, hvort þeir voru að leika með krökkunum, ræða við þá, leysa ein- hvern vanda sem upp kom eða eitt- hvað annað," segir Ellert Borgar. „Tilgangurinn með þessu er nátt- úrlega fyrst og fremst sá að eyða bili milli þeirra sem eru elstir í skólan- um og þeirra sem yngstir eru. Þetta skapar þessi vingjarnlegu tengsl sem þurfa að vera á milli allra aldurshópa. Ekki síst erum við að leggja upp með ábyrgðarþátt þeirra sem eldri eru og 12 ára nemendur rækja þetta ábyrgð- arhlutverk sitt með mikilli prýði og færast alls ekki undan því,“ segir Ell- ert Borgar. Upphafið hjá Regnbogabörnum Skólavinaverkefnið hefur verið í gangi í Ártúnsskóla í þrjú ár og seg- ir Ellert Borgar að upphaf þess megi rekja til átaks sem Regnbogabörn stóðu að á sínum tíma. „Það var fyrst og fremst miðað við tíundu bekkinga og að þeir hefðu þær skyldur innan skólans að líta til með yngri félögum. Við aðlöguðum kerfið að okkar elstu nemendum sem eru 12 ára og tókum upp okkar aðferðir sem hafa gefið mjög góða raun,“ segir Ellert Borgar Þorvaldsson að lokum. Ef við eigum það ekki til þá bara búum við það til! f/q?j7frriTT: WflBeéjtél B %í! 564 0950 PUSTÞJONUSTA Smiðjuvegur 50, Kóp., sími: 564 0950 Setjum i allar geróir bíla Endurskoðun grunnskólalaga Áhugafólk um skóla- mál fær tækifæri til að kynna sér endurskoðun grunn- skólalaga og taka þátt íhópastarfi á málþingi um endurskoðun grunnskólalaga ílok næsta mánaðar. \ \ Framtíðarsýn grunnskólans Menntamálaráðuneytið heldur málþing um framtíðarsýn í málefn- um grunnskólans og ný grunnskóla- lög á Hóteli Nordica laugardaginn 25. nóvember næstkomandi klukk- an 9.30 til 13. Málþingið er haldið í tengslum við heildarendurskoðun á grunn- skólalögum og er liður í víðtæku samráði um ný grunnskólalög til að ná sem bestri samstöðu um fram- tíðarsýn í málefnum grunnskólans og leiðarljós nýrra grunnskólalaga. Málþingið er öllum opið og þátt- takendum að kostnaðarlausu. Þeir sem hyggjast taka þátt í þvi eru beðnir um að skrá sig hjá congress. is. Þangað er einnig hægt að beina fyrirspurnum vegna þingsins. Málþingið er aðallega ætlað full- trúum frá sveitarfélögum, skóla- stjórum, kennurum, foreldrum og ýmsum hagsmunaaðilum sem koma að málefnum grunnskólans og öðru áhugafólki um skólamál. Á málþinginu verður staðan í endurskoðun grunnskólalaga kynnt og síðan verður rætt í hóp- um um nokkur helstu álitamálin í tengslum við endurskoðun grunn- skólalaga og lögð áhersla á virkni þátttakenda.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.