blaðið - 25.10.2006, Side 16

blaðið - 25.10.2006, Side 16
blaðið= Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Ritstjóri: Sigurjón M. Egilsson Fréttastjórar: Brynjólfur Þór Guðmundsson og Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Ritstjórnarfulltrúi: Janus Sigurjónsson Púkalegt Einar K. Guðfmnsson steig nokkuð sérstök spor þegar hann ákvað að heimila hvalveiðar að nýju. í fyrsta lagi er merkilegur aðdragandinn að veið- unum. Ráðherrann ákvað að láta hvalfangarann Kristján Loftsson vita af væntanlegri ákvörðun sinni með þokkalegum fyrirvara svo fangarinn gæti gert allt klárt, bæði til sjós og lands. Sennilega hefur Kristján fengið að vita af ákvörðuninni á undan samstarfsráðherrum Einars sjávarútvegsráðherra. Eins getur það ekki talist merkilegt skref að heimila aðeins veiðar á fáum hvölum og með svo litlu skrefi kalla yfir okkur öll þau óþægindi sem Einar ráðherra hefur gert með ákvörðun sinni. Það sem ráðherrann hefur gert með þessu er að upplýsa hvalfangarann um ætlun sína áður en aðrir fengu að vita nvað til stóð, þora ekki alla leið og heimila aðeins veiðar á fáum dýrum og með þessu hænufeti hefur hann kallað yfir óþægindi sem jafnvel geta skaðað Islendinga hér og þar um heiminn. Hagsmunirnir af veiðunum eru svo litlir miðað við gusuganginn sem fylgir þeim að betur hefði verið heima setið en af stað farið. Þessar sýndarhvalveiðar hafa ekkert með stolt okkar og ákvörðunarrétt yfir eigin auðlindum að gera. Þær eru púkalegar, vanhugsaðar og þjóna engum. Efþað er eindreginn vilji ráðherrans og ríkisstjórnarinnar að neimilahval- veiðar þá ber að gera það almennilega. Ekki þetta hálfkák sem enginn græðir á. Kannski þorði ráðherrann ekki lengra og ákvað að svo takmarkaðar veiðar, sem raun er á, séu fínn prófsteinn á viðbrögð alþjóðasamfélagsins og með þessu litla skrefi sé hægt að forða okkur til baka, gefa ekki út frekari heim- ildir í von um fyrirgefningu umheimsins. Aðdragandi ákvörðunarinnar hlýtur að færast í sögubækur fyrir einstaka stjórnsýslu. Hvaða vit er í því að uppfræðaJþann sem hefur mestan fjárhags- legan ávinning af veiðunum um hvað stancfi til langt á undan öllum öðrum? Kann að vera að fleiri hefðu viljað nýta sér veiðiheimildirnar en Kristján Lofts- son? Er það hægt á okkar tímum að vinna með þeim hætti að opna veiðar úr auðlindinni og gera það í samstarfi við einn útgerðarmann, jafnvel þó hann hafi einn staðið að hvalveiðum á sínum tíma, fyrir um tuttugu árum? Getur ekki verið að fullvinnsluskip hefðu getað stunaað veiðar og vinnslu með allt öðrum hætti og nútímalegri en Hvalur hf. gerir á minjasafninu Hval 9? Vegna hlerunarmála er talsvert talað um jafnræðisreglu stjórnarskrár- innar. Nær hún ekki út á sjó og getur ráðherra heimilað einum veiðar, og það með löngum fyrirvara, án þess að gefa öðrum kost á að nýta sér sameigin- legar auðlindir okkar? Þeir sem eru hvað mest meðmæltir hvalveiðum eru þess fullvissir að mark- aðir fyrir hvalkjöt séu til staðar, þó þess sjáist ekki merki enn. Ríkið hefur varið tvö hundrað milljónum króna í áróður fyrir hvalveiðum og ómögu- legt er að vita hvort þeir peningar hafi með einhverjum hætti dregið úr þeirri óánægju sem Einar K. Guðfinnsson hefur vakið með ákvörðun sinni. Ákvörðun hans er ekki til þess fallin að efla samstöðu þjóðarinnar gegn er- lendum óvinum. Frekar verður hún til að skipta þjóðinni í fýlkingar. Það sem er verst er að þeir sem eru meðmæltir hvalveiðum geta ekki hrósað sigri. Til þess er skref ráðherrans of stutt, of púkalegt. Sigurjón M. Egilsson Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Opnunartimi: Virka daga 16-22 Um helgar 12-22 Hækkaðu þig upp um einn PRPINOS SMÁAUGLÝ SING AR 16 MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2006 blaAíð Það er ekkert upp á hann að klaga? Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur kosið að persónugera hags- muni Sjálfstæðisflokksins í Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra og segir eins og sagði í dægurlaga- texta forðum, “Það er ekkert upp á hann að klaga”. Að því leyti sem ég fæ skilið formann Sjálfstæðis- flokksins þá sækja andstæðingar flokksins að Birni Bjarnasyni til að ná höggi á Sjálfstæðisflokkinn og því mikilvægt að mati formanns- ins að Björn fái góða kosningu til að koma í veg fyrir slíkt níðhögg andstæðinganna. Betri prófkjörs- auglýsingu hefur enginn frambjóð- andi fyrr eða síðar fengið í próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins. Svona áskorun formanns flokksins ætti að öðru jöfnu að tryggja forustu- manni íhaldssams flokks eins og Sjálfstæðisflokksins, gamaldags rússneska kosningu. Björn Bjarnason hefur verið forustumaður Sjálfstæðisflokks- ins til margra ára. Sjálfstæðisfólk þekkir hann og veit fyrir hvað hann stendur. Fólk veit að að hann er gáfaður dugnaðarforkur og hefur verið einn helsti spor- göngumaður Davíðs Oddssonar um árabil. Óþarfi ætti að vera fyrir formann Sjálfstæðisflokksins að gefa jafn þekktum stjórnmála- manni sérstakt siðferðisvottorð. Samt sem áður er það gert og því haldið fram að andstæðingar Sjálf- stæðisflokksins hlutist til um an- dróður gegn honum eftir því sem virðist til að hafa áhrif á prófkjör Sjálfstæðisflokksins. Pólitískir andstæðingar Sjálfstæðisflokksins hafa ekki kosningarétt í prófkjöri Sjálfstæðisfokksins. Þeir hafa al- Jón Magnússon mennt ekkert með prófkjörið að gera. Það eru flokksmenn í Sjálf- stæðisflokknum og sérstakir stuðn- ingsmenn sem kjósa í prófkjörinu og aðrir ekki. Prófkjörið fer fyrir ofan garð og neðan hjá flestum öðrum en innvígðu og innmúruðu Sjálfstæðisfólki. I hverju er aðför stjórnmáland- stæðinga Björns Bjarnasonar að honum fólgin? Hefur einhver vegið aðhonum persónulega? Hefurrógs- herferð verið sett í gang? Er honum ranglega borið eitthvað á brýn? Ég hef ekki orðið var við að neitt af þessu. Satt best að segja verður þess ekki vart að Björn Bjarnason sigli úfnari pólitískan sjó í við- skiptum við pólitíska andstæðinga Sjálfstæðisflokksins en stjórnmála- menn í hans stöðu gera almennt. Andstæðingar Sjálfstæðisflokksins eru hvorki að gera né reyna að gera aðför að Birni Bjarnasyni persónu- lega. Aðförin að honum ef hægt er að nefna það því nafni er gerð af Sjálfstæðisfólki sem vill gera breyt- ingar á forustu flokksins. Klaufaleg viðbrögð Sjálfstæðis- manna við ásökunum um símahler- anir lögregluyfirvalda hafa fært andstæðingum flokksins ákveðin færi. I lýðræðisríki er eðlilegt að lýðræðissinnar beiti sér fyrir nauðsynlegum rannsóknum og úttektum á því hvort réttarríkið starfar með eðlilegum hætti. Við eigum rétt á að fá að vita hvernig þessum málum er háttað. Ekk- ert minna en hlutlæg úttekt aðila sem fólkið í landinu getur treyst á símhlerunum lögregluyfirvalda kemur nú til greina. Eðlileg út- tekt og umræða um þessi mál og skipan þeirra í núinu er ekki óvina- fagnaður heldur mikilvægur hluti eðlilegrar pólitískrar umræðu í lýðræðiþjóðfélagi. Með yfirlýsingu sinni um Björn Bjarnason verður gengi eða geng- isleysi Björns í prófkjörinu mál formannsins. Mikilvægasta niður- staða prófkjörsins gæti þá orðið sú hvort Sjálfstæðisfólk hlustar yfir- leitt á formann sinn og tekur tillit til áskorana hans. Jón Magnússon hrl. Klippt & skorið Skúbbmeistarinn Steingrímur Sævarr Ólafsson er að skoða vefi prófkjörsfram- bjóðenda þessa dagana. Hann staldrarsér- staklega við síðu Guðfinnu S. Bjarnadóttur (gudfinna.is), en hún greinir ■■■■B frá þvi að hún hafi sett sér svo-l”’_J'Syl nefnd leiðarljós í lífinu: i. Bjart-^”_ j \ sýni. 2. Heiðarleiki. 3. Hugrekki. & « ják 4. Væntumþykja. Sem sjálfsagt HHfll eru góð og gild. En í aðdraganda prófkjörs sá hún ástæðu til þess að breyta leiðarljós- unum lítið eitt: 1. Baráttugleði og bjartsýni. 2. Snerpa og sköpun. 3. Heiðarleiki. 4. Útsjónar- semi. Athygli vekur að í prófkjörsbaráttu þykir Guðfinnu réttara að láta heiðarleikann falla um eitt sæti og væntumþykjan er látin fara á sorphauga sögunnar. Annars er talsverð spenna um hvernig konunum reiðir af í prófkjöri sjálfstæð- ismanna, en Guðfinna er einmitt í fram- boði í því. Hún þykir ekki alveg hafa staðið undir væntingum, enda þykir ekki góð latfna hjá frambjóðendum í Sjálfstæðisflokknum að vilja ekki kannast við að vera til hægri við miðju. Það styrkir tvímælalaust stöðu alþing- ismannsins Astu Möller, sem aukin heldur nýtur þess að vera formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna. En síðan segja menn að Sig- ríður Á. Andersen, pennavinur Blaðsins, hafi mjög sótt í sig veðrið upp á síðkastið, enda bæði ung og kona. Fyrst og fremst rekja menn það þó til skeleggrar frammistöðu hennar í Silfri Egils um liðna helgi. Samfylkingarmenn hafa engan veginn sömu áhyggjur af stöðu kvenna, enda bendir flest til þess að þær þurfi ekki að harma sinn hlut. I þremur efstu sætum fá tvær konurókeypis sæti og vel geturveriðað Í4. sæt- inu lendi einnig kona, þó ekki séástæða til þess að gera lítið úr möguleikum hins baráttuglaða Helga Hjörvar, nú eða Marðar Árnasonar til þess. Steinunn V. Óskarsdóttir gerir til- kall til 4. sætisins, en allt er á huldu um styrk hennar. Svo skyldi enginn vanmeta stöðu Guð- rúnar Ögmundsdóttur, sem er „þannig manneskja að öllum sem kynnast henni líkar við hana," líkt og ofurbloggarinn Össur Skarphéðinsson vitnar um. andres.magnusson@bladid.net

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.