blaðið - 28.10.2006, Blaðsíða 2

blaðið - 28.10.2006, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 28.OKTÓBER2006 blaðiA VEÐRIÐ I DAG Skúrir eða rigning Suðvestan 3 til 8 metrar á sekúndu og skúrir suðvestanlands. Austan 13 til 18 og rigning við norðurströndina. Hiti 1 til 8 stig, mildast sunnantil. ÁMORGUN Dregur úr úrkomu Austlæg átt. Dregur úr úrkomu suð- vestantil en slydda eða rigning með köflum á norðan- og austanverðu land inu. Hitastigið verður frá frostmarki upp í 8 gráður um mestallt land. VÍÐAUMHEIM 1 Algarve 24 Amsterdam 13 Barcelona 24 Berlín 13 Chicago 04 Dublin 15 Frankfurt 14 Glasgow 14 Hamborg 12 Helsinki 04 Kaupmannahöfn 11 London 16 Madrid 23 Montreal 03 New York 16 Orlando 20 Osló 04 Palma 23 Parls 17 Stokkhólmur 06 Þórshöfn 10 Irland: Selja mold til Bandaríkjanna Tveir írskir athafnamenn hafa hafið útflutning á mold til Bandaríkjanna.Að sögn Pats Burke og Alans Jenkins er mikil eftirspurn eftir írskri mold meðal þeirra Bandaríkjamanna sem eru af írsku bergi brotnir. Er vinsælt hjá kaupendum að strá mold- inni yfir grafir látinna ættingja. Féíagarnir hafa selt mold fyrir um sextíu milljónir króna í Bandaríkjunum og segja viðtökurnar hafi verið vonum framar. Hálft kíló af írskri mold er selt á þúsund krónur. Rimaskóli dæmdur: Borgar fyrir tannlækninn Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Rimaskóla í Reykjavík í ábyrgð á tveimur þriðju hlutum tjóns skólabarns sem féll á tröppum skólans og braut tvær framtennur. Barnið var að ganga upp tröppur í skólann árið 2002 þegar það datt vegna malar og sands sem var á tröppunum. Skólinn er skikkaður til þess að borga tvö hundruð J)úsund krónur í málskostnað og hluta tannlæknakostnaðar. MH Segist vera smá gribba Bjargvætturin Svanhvít Thea Árnadóttir segist vera smá gribba og að sá eiginleiki hafi komið sér vel þegar hafa þurfti stjórn á aðstæðum í Austurþæ. Frækin endurlífgun í Austurbæ: Bjargaði lífi tónleikagests Maður fékk hiartastopp Miðasölukona blés lífi í hann Eftir Val Grettisson valur@bladid.net „Ég var inni í sal að vfsa til sætis þegar ég heyrði konu kalla eftir hjálp," segir Svanhvít Thea Árna- dóttir sem vinnur í miðasölunni í Austurbæ. Hún bjargaði lífi manns sem fékk hjartastopp á sýningunni Rokk í fimmtíu ár. Svanhvít sá konuna sem rak upp neyðarópið stumra yfir manni og reyna að gefa honum hjartatöflur. Svanhvít hringdi strax á sjúkrabíl og hljóp til þeirra. „Við athuguðum líðan hans og uppgvötuðum þá að hjartað í manninum var stopp,“ segir Svan- hvít. Nokkurt öngþveiti myndaðist í kringum þau og segir Svanhvít að það hafi aðallega verið vegna hjálp- fúsra gesta. Svanhvít byrjaði á því að kalla yfir tónleikagesti og athuga hvort læknir eða hjúkrunarfræðingur væri meðal gesta. Hjúkrunarfræð- ingur gaf sig fram og tók til við að hjálpa manninum ásamt Svandísi sem hefur 'farið á skyndihjálpar- námskeið hjá Rauða krossinum og kann því handtökin. „Við vorum þrjár konurnar og svo einn maður sem bárum manninn úr sætinu sínu á gólfið svo hægt væri að hefja lífgunartilraunir á honum,“ segir Svanhvít og bætir við það búi smá gribba í sér og þann eiginleika hafi hún óspart notað til að stjórna aðstæðunum. Svanhvít, hjúkrunarfræðingur- inn og annar maður hófu björg- unartilraunir. Svanhvít notaðist við munn við munn-aðferðina á meðan hjúkrunarfræðingurinn gaf manninum hjartahnoð. „Sjúkrabíllinn kom sem betur fer stuttu síðar og tók við af okkur," segir Svanhvít og bætir við að mað- urinn hefði verið lífgaður við inni í salnum. Hann hafi verið farinn að tala og sýndist vera nokkuð eftir sig. Svanhvít gerir ekki mikið úr sínum þætti þegar hún er spurð hvernig tilfinning það hafi verið að bjarga lífi manns, „Ég er ekkert að spekúlera hvort ég sé hetja eða ekki, þetta er bara eitt af því sem maður gerir,“ segir hún. Sýningunni var ekki frestað vegna atviksins heldur voru ljósin slökkt fimm mínútum síðar og rokkið hófst með látum. Að sögn Svanhvítar gilti einkunnarorð leik- hússins „the show must go on“. Hún segist hafa haft samband við manninn eftir atvikið og boðið honum á sýninguna. Kona manns- ins sagði þá að þeirra væri ekki að vænta bráðlega enda þurfi maður-. inn að ná sér á ný. Maðurinn blés hins vegar á það mat og sagðist gal- vaskur vilja mæta sem fyrst aftur. Aðspurð hvernig Svanhvíti líði eftir ærslafullt kvöld í Austurbæj- arbíói segir hún hlæjandi: „Maður fær kannski plús í kladdann hjá al- mættinu fyrir greiðann.11 KB banki hagnast: Græddi 250 milljónir á dag Hagnaður KB banka frá janúar til septemberloka nam 67 milljörðum. Hagnaður á þriðja ársfjórðungi nam rétt rúmum 35 milljörðum samanborið við tæpa 10 milljarða í fyrra. Þetta þýðir að bankinn hagnaðist um 250 milljónir á hverjum degi. Uppgjör bankans er þó talsvert undir spá Greiningar Ghtnis banka um 40 milljarða hagnað á þriðja ársíjórðungi. South Park: Grínast með dauða Irwins Nýr þáttur af bandarísku teiknimyndaþáttunum South Park verður frumsýndur í bandarísku sjónvarpi í næstu viku þar sem ástralski sjónvarps- maðurinn Steve Irwin gengur um með gaddaskötu í bringunni. Þátturinn hefur vakið mikla reiði meðal fjölda Ástrala og annarra aðdáenda sjónvarps- mannsins. Þeir segja það með öllu siðlaust að grínast með dauða Irwins, sem lést fyrir einungis tveimur mánuðum effir að hafa verið stunginn af gaddaskötu við þáttagerð neðansjávar. I þættin- um sækir Irwin fína veislu í boði djöfulsins í neðra þar sem einnig er að finna fjölda frægra látinna, svo sem Adolf Hitler, Díönu Gæða sængur og heilsukoddar. Opið virka daga: 10-18, lau: 11-16 Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500 Hyggjast stofna kaupendasamtök langveikra: Vilja 100 Fulltrúar eldri borgara og öryrkja undirbúa stofnun Kaupendasamtaka langveikra til að knýja á um 100 pró- senta afslátt af lyfjaverði. „Þetta snertir tugi þúsunda manna. I ljósi þessa fjölda ætlum við að knýja á um að lyfsalar geri okkur tilboð um Lyfánúlll yfir borðið Sveinn Magnússon, framkvæmdastjórl Geðhjálpar. 100 prósenta afslátt og að lyfjunum verði dreift heim til einstaklinga,” segir Sveinn Magnússon, fram- kvæmdastjóri Geðhjálpar. prósent afslátt „Ríkið niðurgreiðir verð á lyfjum að ákveðnum hluta. Við viljum að hluti sjúklingsins verði á hendi lyfsalans. Þar sem arðsemiskrafa lyfjaframleið- enda er 20 prósenta ágóði af sölunni en í mörgum tilfellum er álagning apótekanna miklu hærri viljum við njóta ágóðans með þeim. Við greiðum nóg með sköttunum,” bætir Sveinn, framkvæmdastjóri Geðhjálpar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.