blaðið - 28.10.2006, Side 8

blaðið - 28.10.2006, Side 8
8 LAUGARDAGUR 28.OKTÓBER2006 blaAið UTAN ÚR HEIMI AFGANISTAN Staðfesta fall óbreyttra borgara Atlantshafsbandalagið hefur staðfest að að minnsta kosti tólf óbreyttir borgarar hafi fallið í loftárás á vígamenn talibana í suðurhluta landsins á fimmtudag. Loftárásin var gerð á búðir hirðingja í Kandahar og er hermt að að minnsta kosti fjörutíu manns hafi fallið. Fordæma landamæragirðingu Mexíkóar fordæma ákvörðun bandarískra stjórn- valda um að reisa rúmlega þúsund kílómetra langa girðingu á landamærum ríkjanna til að sporna við ólöglegum innflytjendum. Til samanburðar er hring- vegurinn íslenski tæpir 1.400 kílómetrar. Segja ákærur „síonistasamsæri” íransstjórn vísar á bug ásökunum stjórnvalda í Argentínu um að íranskir ráðamenn og Hizballah beri ábyrgð á hryðjuverkárás á samkomumiðstöð gyðinga í Buenos Aires 1994. Klerkastjórnin segir ákærurnar „samsæri síonista". Bændur sannfærðir um hleranir lögreglunnar með mótmælendur tjölduðu hjá þeim: Vissu allt sem við sögðum í síma „Síðustu tvö sumur hefur síminn okkar látið einkennilega og símtöl slitnuðu reglulega. Ég hef nú verið að grínast með að þá hefur lög- reglan líklega þurft að skipta um spólu hjá sér,“ segir Guðmundur Ármannsson, bóndi á Vaði. Þegar mótmæli stóðu sem hæst gegn virkjunarframkvæmdum á Austurlandi og álveri á Reyðarfirði fengu mótmælendur að tjalda á túninu hjá honum. Á því tímabili varð Guðmundur þess var að sím- töl slitnuðu daglega og síminn var öðruvísi en venjulega. „Auðvitað hefur maður engar sannanir fyrir þessu en við erum sannfærð um að síminn var hleraður hjá okkur. Siminn var bara óvenjulegur á þeim tíma sem mótmælin stóðu yfir,“ segir Guðmundur. Fyrrver- andi lögreglumenn sem Blaðið hefur rætt við hafa sagt að mótmæl- endur við Kárahnjúka hafi verið hleraðir. Það sé hluti umfangsmik- illa ólöglegra hlerana lögreglu án dómsúrskurðar. Guðmundur H. Beck, bóndi á Kollaleiru í Reyðarfirði, hýsti mótmælendur einnig á túninu hjá sér. Hann segir ljóst að ekki dugi aðeins að rannsaka ólöglegar hler- anir í fortíðinni heldur þurfi að rannsaka alveg fram til dagsins í dag. „Við pössuðum okkur að segja ekki frá neinum aðgerðum í síma en í þeim fáu tilvikum sem það var gert mætti sérsveitin ávallt á svæðið á undraskömmum tíma,“ segir Guðmundur. Hlerað hjá mótmælendum Bændur sem hýstu mótmælendur gegn Kára- hnjúkavirkjun og álveri á Reyöarfirði eru sannfæröir um að hafa veriö hle- raöir meöan á mótmælum stóð. Gríptu tækifærið! Santa Fe, Terracan og Getz bílaleigubílarnir komnir í sölu! Tilboðsdagar frá 25.okt til 28.okt. pngin útbotgun fc * ao% \an Verðdæmi HYUNDAITERRACAN Turbo dísel, beinskiptur. Árgerð 2005, ek.42 þús. Ásett verð kr. 3.050.000 -> TILBOÐ kr. 2.650.000 kr. 37.900 á mánuði* cng\n útbo'gun fc° 100% 'an Verðdsml HYUNDAi GETZ GLS, beinskiptur. Árgerð 2005, ek.42 þús. Á»«M v«rð kr. 1.230.000 -> TILBOÐ kr. 980.000 kr. 14.000 á mánuði* Eng\n útbotgu" fcn 100% 'an Verðdœmi HYUNDAI SANTA FE, beinskiptur. Árgerð 2005, ek.52 þús. Á.ett verð kr. 2.550.000 -» TILBOÐ kr. 2.150.000 kr. 30.900 á mánuði* ♦Bílasamningur: Engin útborgun og mánaðarlegar greiðslur f 84 mánuöi. Afborganir háðar breytingum á vöxtum og gengi erlendra mynta. ♦Bílar á mynd eru einungis dæmi. Grjóthálsi 1, Reykjavík 575 1230. Opið virka daga frá kl. 10 -18 og á laugardögum frá kl. 12 - 16. bilaland.is ísrael: Líkir klerkum við nasista Ehud Olmert, forsætisráðherra Isra'els, líkti kjarnorkuáætlun klerkastjórnarinnar í fran og hótunum hennar gegn Israelum við ofsóknir nasista á hendur gyðingum í ræðu sem hann hélt við Yad Vashem-minnismerkið í Jerúsalem í gær um þá sem féllu í helforinni. Forsætisráðherrann gagnrýndi alla þá sem rækta tengsl við Mahmoud Ahmadinej- ad, forseta írans, en hann rekur harðlinustefnu gegn Israelsmönn- um og hefur ítrekað sagt að leggja ætti ríki þeirra í eyði. Hvalur 9: Fjórði hvalur- inn skotinn Hvalveiðibáturinn Hvalur 9 skaut íjórðu langreyðina vestur af Snæfellsnesi um tvöleytið í gær. Að sögn Gunnlaugs Fjólars Gunnlaugssonar, starfsmanns Hvals hf„ er hvalurinn svipaður að stærð og sá sem skotinn var á fimmtudaginn en sá reyndast um 70 fet að lengd. „Hún er svipuð á lengd og ekki síður feit.“ Von er á Hval 9 til hafnar við hvalstöðina í Hvalfirði um hálfellefuleytið i dag en áætlað er að báturinn haldi síðan aftur út eftir hádegi. Bandaríkin: 56 prósent vilja demókrata Nýjasta skoðanakönnun AP-fréttastofunnar og AOL-fjöl- miðlafyrirtækisins staðfestir aðrar kannanir sem segja að meirihluti Bandaríkjamanna ætli að kjósa frambjóðendur demókrata í þingkosningun- um í byrjun næsta mánaðar. I könnuninni kemur fram að 56% ætla að kjósa demókrata á meðan aðeins 37% hyggjast kjósa repúblikana og hefur munurinn á milli flokkanna aukist um níu prósent frá síðustu könnun sem var gerð fyrr í þessum mánuði. Helsta ástæðan fyrir stuðningi við demókrata er andstaða við stefnu George Bush forseta gagnvart írak, óánægja með efnahagsástandið og störf þings- ins undir stjórn repúblikana.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.