blaðið - 28.10.2006, Blaðsíða 4

blaðið - 28.10.2006, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2006 blaöið INNLENT ÁTVR Ríkið opnar á Hellu Fjármálaráðuneytið hefur samþykkt opnun vín- búðar á Hellu. Sveitarstjðrn Hellu hafði áður óskað eftir því að vínbúð yrði opnuð í bænum. Ekki hafa verið teknar neinar ákvarðanir um hvenær verði ráðist í framkvæmdir vegna opnunarinnar. LÖGREGLA Sex með eituriyf Lögreglan í Reykjavík hafði afskipti af sex karlmönnum i fjórum fíkniefnamálum á fimmtudag. Allir einstaklingarnir voru með ætluð fíkniefni undir höndum en sá yngsti sem var tekinn var sextán ára. VIÐSKIPTI Hundrað milljarða halli Vöruskipti við útlönd eru áfram óhagstæð og í september munaði tæpum átta milljörðum á inn- og útflutningi, það erfjórum milljörðum minni munur en í fyrra. Fyrstu níu mánuði þessa árs höfum við flutt inn vörur fyrir 275 milljarða og út fyrir 173 milljarða. Hallinn nemur því 102 milljörðum og er það 27 milljörðum lakara en í fyrra. Fasteignamarkaður: Nokkrir grunnskólar skipta nemendum í hópa eftir námslegri getu: Betri nemar fá þyngri próf ■ Einstaklingsmiðað nám ■ Nauðsynlegt að semja sérpróf ■ Kerfi sem var búið að leggja af Salan minnkar Heildarvelta á fasteignamark- aði á höfuðborgarsvæðinu dróst saman um rúman einn milljarð dagana 20. til 26. október miðað við sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í tölum frá Fasteigna- mati ríkisins. Alls var þinglýst 108 kaupsamningum vegna fasteignakaupa í síðustu viku og nam heildarveltan tæpum 3,4 milljörðum. Á sama tíma í fyrra var 198 kaupsamningum þinglýst með heildarveltu upp á rúma 4,5 milljarða. Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net „Að skipta nemendum niður í hópa eftir getu er kerfi sem okkur hugnað- ist ekki og því lögðum við það niður. f þeim tilvikum sem slíkt er gert er hins vegar nauðsynlegt að leggja fyrir próf sem henta hverjum hópi fyrir sig,“ segir Sigríður Heiða Bragadóttir, aðstoðarskólastjóri Ölduselsskóla. Sumir skólar eru farnir að flokka nemendur niður í hópa, sem eru ýmist kallaðir stjörnu- eða regnboga- hópar, og er þeim boðið upp á mis- munandi námsefni eftir getu þeirra. Sumir þeirra eru farnir að semja mismunandi próf sem miðast við getu hópanna. Ásdís Ýr Árnadóttir, uppeldis- og menntunarfræðingur við Háskóla fs- lands, er hissa á að verið sé að taka aftur upp getuskiptingu í grunnskól- unum. „I fíjótu bragði lítur það vafa- samt út að taka aftur upp getuskipt- ingu í grunnskólum og jafnframt að leggja fyrir misþung próf. Röksemd- ina um að þetta fyrirkomulag komi til móts við einstaklingsmiðað nám tel ég ekki eiga við, verið er að vinna með hóp á grundvelli hópsins en ekki einstaklinganna," segir Ásdís Ýr. Inniheldur 22 valin bætiefni, 12 vítamín og 10 steinefni. +i>AMO heilsa -hafðu það gott Nauðsynlegt að hafa sérpróf Jóhanna Vilbergsdóttir, skóla- stjóri Engjaskóla, segir óhjákvæmi- legt að bjóða nemendum upp á próf sem hæfi þeirra getu. Skólinn hefur verið að þróa með sér kerfi með skipt- ingu í hópa. „Við erum að prófa hjá okkur að blanda saman árgöngum í samkennslu og síðan skiptum við nemendum upp í hópa eftir náms- legri getu, vinnuhraða og félagslegri Hópaskipting i grunnskólum Sumir grunnskó/ar þróa með sér kerfi þar sem nemendum er skipt uþp i hópa eftir námslegri getu út frá stefnu um einstaklingsmiðað nám. Sklptum nem- endum upp / hópa eftlrgetu, hraða og stöðu Jóhanna Vilbergsdóttir skólastjóri Engjaskóla stöðu,“ segir Jóhanna. „Formið á kennslunni er þannig að nauðsyn- legt er að semja sérstök próf fyrir hóp- ana. Duglegri nemendur komast yfir meira námsefni og þannig er ekki sanngjarnt að leggja sama próf fyrir alla.“ Enginn hvati Asdís Ýr veltir fyrir sér hvort með þessu fyrirkomulagi sé verið að út- rýma hvötum fyrir nemendur að vinna sig upp og leggja harðar að sér. ,Að setja slaka nemendur saman í hópa virkar ekki endilega til uppbygg- ingar fyrir þá einstaklinga,“ segir As- dís Ýr. „í fyrstu má draga þá ályktun að hætta sé á því að byggðar séu upp falsvonir fyrir slaka nemendur því síðar á lífsleiðinni lenda þeir jafnvel á þröskuldum. Þá gætu þessir nem- endur fengið tusku í andlitið." Jóhanna er ekki sammála því og segir nemendur vita hvernig staða þeirra er í samanburði við aðra nemendur. „Börn sem þurfa sérkennslu gera sér grein fyrir því að svo sé þannig að ég lít ekki svo á að verið sé að byggja upp falsvonir," segir Ásdís, skólastjóri í Engjaskóla. Eins og áður fyrr Birna Sigurjónsdóttir, verkefna- stjóri á menntasviði Reykjavíkur- borgar, telur eðlilegt að skipta upp í hópa eftir getu tímabundið. „Mik- ilvægt er að þetta sé ekki eina leiðin heldur að fjölbreytni sé gætt. Ef svo er ekki, þá erum við komin aftur í gamla getuskiptingarkerfið sem var hér áður fyrr,“ segir Birna. Ásdís Ýr telur hópaskiptingu í grunnskól- unum ekki henta nemendum sem standa höllum fæti. „Þau eru bara með öðrum krökkum af sama getust- igi í hópi og því hvatinn lítill,“ segir Ásdis Ýr. „Að auki er oft talað um að krakkar læri eirina mest af jafningum sínum í gegnum herminám og ef jafn- ingjar eru ekki Öflugir er herminámið það að sama skápi ekki heldur." Fagleg ræsting fyrirtækja er bæði betri og ódýrari '~iíf'v'. 'Ur1 i m Hreint Auðbrekku 8, 200 Kópavogi, sími 554 6088, hreint@hreint.is, www.hreint.is Staða kvenna í íslenskum stjórnmálum: Læg'ri laun og fleiri konur „Þrykkjum launum þingmanna niður og þá myndu karlarnir fljót- lega hverfa og konur koma í staðinn," sagði Margrét Sverrisdóttir, fram- kvæmdastjóri Frjálslynda flokksins, um það hvernig ætti að fjölga konum í íslenskum stjórnmálum á ráðstefnu Jafnréttisráðs á þriðjudaginn. Aðspurð um ummælin segist Margrét hafa sagt þau í kaldhæðni, en það breyti því ekki að hún hafi miklar áhyggjur af stöðu kvenna í stjórnmálum. „Það verður spennandi að sjá hvernig konum reiðir af í próf- kjörunum framundan. Mér finnst mun harðar sótt að konum sem eru jafnvel í þeirri stöðu að vera búnar að tryggja sér ákveðinn sess. Sem dæmi má nefna Arnbjörgu Sveinsdóttur, þingflokksformannSjálfstæðisflokks- ins. Hún kemst nú i fyrsta sæti í Norð- austurkjördæmi vegna þess að aðrir eru að víkja og þá er sótt mjög fast að henni." Margrét nefnir einnig Drífu Hjartardóttur. „Nú er hún fyrsti þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suð- urkjördæmi, en vikur fyrir Árna Mat- hiesen og sækist eftir öðru sætinu. Þá ráðast allir á hana í annað sætið. Það virðist sem svo að það dugi ekki konum að vera með öll spil á hendi sem hefðu dugað karlmönnum til að vera ósnertanlegir.“ Efnalaucjin Björg Gæðahreinsun Góö þjónusta Þekking Opiö: mán-fim 8:00 - 18:00 föst 8:00 - 19:00 laugardaga 10:00 - 13:00 Háaleitisbraut 58-60 • Síml 553 1380
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.