blaðið - 28.10.2006, Blaðsíða 25

blaðið - 28.10.2006, Blaðsíða 25
blaðið LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2006 25 „Á öðru hverju götu- horni mátti sjá þrettán ára gamlar mæður með börn sín, allt vegna þess að kaþólska kirkjan leyfir ekki getnaðar- varnir. Hver stendur fyrir þannig pólitík, í hvers þágu er þesskonar pólitík? Þegar maður sér þetta verður maður ekki einu sinni reiður. Maðurfinnur einfald- lega til fullkomins vanmáttar." Þess vegna held ég að líf án listar sé óhugsandi. Því miður lifum við nú þá tíma þar sem því er haldið fram, að hægt sé að lifa án listar. Ég fullyrði að það verði snautlegt líf og ég spái því að það sé líf sem endist ekki og leiði af sér ískalt og grimmt túrbó-samfélag. Þegar listamönnum tekst best upp þá vísa þeir okkur leið og fá okkur til að hugsa meira abstrakt en við erum vön, sem hlýtur að dýpka skilning okkar á eigin vitund. Þetta er einmitt hlutverk listarinnar: að gera okkur einhvers vísari. Þetta þykir kannski gamaldags á póstmó- dernískum tímum en mér finnst óhugsandi annað en að listin sé einhvers konar leiðarvísir, hvati að innihaldsríkara lífi og um leið betra samfélagi." Syndugar stúlkur og syndlausir drengir Ertu pólitískur í hugsun? „Já og nei. Ég skil ekki alltaf pól- itík og í seinni tíð hefur hún alið af sér ótrúlega einsleitnar manneskjur og skoðanir. Ég er nýkominn frá Suður-Ameríku og fór meðal ann- ars til Perú. Það eru miklar öfgar í samfélaginu í Perú þar sem íbúar hafa búið við allt að 2000 prósent verðbólgu. í Líma búa 13 milljónir og í miðju fátækrahverfi er stórt spilavíti. Fólk safnar peningum, fer í spilavítið og veðjar á að hreppa stóra vinninginn. Þar er vonin. Hverskonar stjórnmálamenn hafa lagt á ráðin um þesskonar lausnir? Þegar ég var í Líma stóðu yfir borg- arstjórnarkosningar.Nokkrarkonur voru í framboði til borgarstjóra og á stefnuskrá þeirra var að kirkjan léti af þeim ósköpum að banna fóstur- eyðingar og getnaðarvarnir. Á öðru hverju götuhorni mátti sjá þrettán ára gamlar mæður með börn sin, allt vegna þess að kaþólska kirkjan leyfir ekki getnaðarvarnir. Hver stendur fyrir þannig pólitík, í hvers þágu er þesskonar pólitík? Þegar maður sér þetta verður maður ekki einu sinni reiður. Maður finnur ein- faldlega til fullkomins vanmáttar. Það sem ég segi núna segi ég bæði í gamni og alvöru, því það er ómögu- legt að tala bara í alvöru: Konur ættu að segja sig úr öllum kirkjum. Ef við skoðum Biblíuna, þá bók sem hefur kannski haft mest afgerandi áhrif á okkur sem manneskjur, þá stendur þar að konur séu dætur Ka- ins, og því syndugar. Við drengirnir erum hins vegar syndlausir synir Sets sem var ekki bróðurmorðingi og átti ekki börn með móður sinni eins og Kain. Ég veit ekki til þess að nokkurt kirkjuþing hafi ályktað um að það ætti að fella þessa kennisetn- ingu úr gildi og að viðmiðin ættu að vera önnur. Ég ætla að kirkjan haldi sig við þetta. Samkvæmt henni eru drengir aldir upp sem ósyndugir en stúlkur sem syndugar. Þetta er pólitík sem hefur átt við í þúsundir ára og er haldið fram af kirkjunni. Uppeldi kynjanna er yfirskyggt af þessari sögu og þó svo að þetta sé eitthvað sem enginn les lengur þá er það þarna.“ Hvaða viðhorf hefurðu til trúarinnar? „Ég trúi og mér finnst gott að vera í kirkju, en ég er líka gagnrýninn á það sem kirkjan gerir eða ætti ég frekar að segja, gerir ekki. Það er vegna þess að mér er ekki sama um hana. Hún er stofnun sem við ættum að geta leitað til í mun ríkara mæli og ætti að vera stærri hluti af lífi okkar. En á meðan hún er hrædd, afstöðu- laus og tekst ekki á við samtíma sinn, neitar að vera í samræðu við fólkið um það hvernig líf þess geti orðið betra, þá er hætt við að hún skipti okkur æ minna máli og þegar það gerist vex grimmdinni ásmegin." Aldrei verið töffari Aftur að listinni, listamaður sem ætlar sér að ná árangri, þarf hann ekki að vera sjálfhverfur á vissan hátt ogsetja vinnuna sína íforgang? „Jú, það þarf hann að gera. En eins og hver annar í þessu samfélagi lifir hann ekki utan þess, hann lifir í því. Ungir menn segja stundum að það sé hollt hverjum listamanni að búa við sult og seyru. Mér finnst þetta fjarstæða enda koma þessar fullyrð- ingar yfirleitt frá mönnum sem búa heima hjá foreldrum sínum eða fyr- irvinnu og geta farið í ísskápinn án þess að sjáist á þeirra eigin buddu. Menn eru misstrangir við sig en ef menn stunda listsköpun af knýjandi þörf þá víkur allt annað. Listsköpun er sjálfhverf iðja og það getur verið afskaplega erfitt fyrir annað fólk að vera samvistum við listamann sem hugsar fyrst og fremst um sjálfan sig. En oft fyrirgefst listamönnum þetta háttalag. Kannski vegna þess að oftar en ekki lánast þeim að vera þokkalegar manneskjur í leiðinni.“ Framhald á nœstu opnu rafmagnsrúm verð frá 84.510 dúnsœngur & koddar náttborð verð 9.800 eldhússtólar eldhúsborð barstólar borðstofa sjónvarpsherbergið svefnsófar sófasett & hornsófar stólar / casper 39.000 www. toscana. is HÚSGÖGNIN FASTEINNIG I HÚSGAGNAVAL, HÖFN S: 478 2535
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.