blaðið - 28.10.2006, Blaðsíða 32

blaðið - 28.10.2006, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2006 blaðið Vinnan göfgar manninn Það er kannski svolítið ófrumlegt en það sem ég gæti kannski síst verið án er náttúrlega fjölskyldan. Þegar maður þarf að vinna mikið eins og ég geri þá er hún helsta athvarfið. Svo er það náttúrlega fartölvan og farsíminn sem ég er ábyggilega með á eyranu í um átta tíma á dag. Þar á eftir kemur kaffikannan sem er forláta gripur sem ég keypti fyrir stuttu. Hún hellir upp á einn bolla i einu og held- ur manni gangandi yfir daginn. Síðan er það DVD-spilarinn sem er helsta afslöppunartækið þegar amstrinu er lokið. Það sem ég vildi kannski síst vera án fyrir utan fjölskylduna er vinnan. Hún gefur mér mjög mikið. Menn vilja náttúr- lega eiga frítíma en þegar vinnan er jafnfjölbreytt og í mínu tilfelli þá þarf maður síður á frium að halda. Ég er búinn að fást við þessa vinnu í um tíu ár og hún er alltaf jafnskemmtileg. Það eru náttúrlega forréttindi að geta fengist við eitthvað sem maður hefur virkilega gaman af. Hins vegar er hægt að hafa gaman af flestri vinnu. Ef maður tekst á við þau með réttu hugarfari þá er hægt að hafa gaman af öllum störfum. Ég skil ekki hvað fólki finnst spennandi við aðgerðaleysi. Það höfðar ekki til mín. Gísli Einarsson fréttamaður Öll eigum við eitthvað sem við gætum ekki hugsað okkur að lifa án. Sumir geta ekki ímynd- að sér Itfið átt lopasokkanna sem antma prjónaði á áttunda áratugnum meðan aðrir rtg- halda í nýja flatskjáinn. Svo eru það auðvitað vittir ogfjöl- skylda settt eiga sérstakan stað í huga og hjarta. Blaðið leitaði til nokkttrra einstaklinga og spttrði þá hvers þau gætu ekki verið átt. Listin breytir fólki Ég gæti ekki ekki lifað án svefns og matar og náttúrlega fjöl- skyldunnar og vina. Ég held að ég gæti heldur ekki lifað lengur ef Þróttarar myndu falla niður í aðra deild. Þá myndi ég annað hvort taka að mér að reka þetta sjálfur eða hætta öllu saman. Það kæmi ekki til greina að styðja einhvern annan klúbb í staðinn. Það væri eins og að skipta um kyn. Þróttur er mitt þriðja foreldri og þar varð ég á vissan hátt til. Ég var sjálfur bæði í fótbolta og handbolta og var ágætur. Núna er minn staður aftur á móti í stúkunni enda áttaði ég mig á takmörkunum mínum þegar ég var 18 ára. Maður gæti náttúrlega ekki heldur verið án lista. Það er ekkert skemmtilegra en að búa til fallegt listaverk, hvort sem það er leikrit, bíómynd, sjónvarpsþáttur eða tónlist. List- in gerir manneskjuna betri og ef allir myndu njóta lista og ástunda þær þá yrði heimurinn betri. Ég er alveg sannfærð ur um það. Listin breytir fólki og ég hef tvímælalaust fundið það á sjálfum mér. Ég er ekki trúaður en að fara á góða tónleika eða sýningu jafnast á við trúarlega upplifun fyrir mig. Sigrún Eðvaldsdóttir tónlistarmaður Ilmvatnsástríða Það er svo margt sem maður gæti ekki verið án. Fyrir utan náttúrlega svefn, mat, vini og allt það held ég að ég gæti ekki verið án ilmvatna. Ég hef tekið eftir því að ég er alltaf með ilmvatn og ég verð einhvern veginn ómöguleg ef ég gleymi að setja á mig ilmvatn. Mér finnst það vera eins og punkturinn yfir i-ið. Eg fæ svo mikið út úr því enda á ég líka mikið af ilmvötnum. Engar af vinkonum mínum eru svona ilmvatnssjúkar og ég þekki enga aðra sem hefur þessa ástríðu. Uppáhaldsilmvatnið mitt um þessar mundir heitir Agent Pro- vocateur. Það er rosalega gott og dálítið spes. Ég geri svolítið af því að prófa ný ilmvötn sem verða á vegi mín- um en svo verður maður líka að klára það sem maður á. Ég veiti því eftirtekt hvaða ilmvötn aðrar konur nota og það kemur fyrir að mér finnist ilmvatn sem einhver kona er með svo brjálæðislega gott að ég spyrji hana hvað það sé. Það var einmitt eitt sem ég uppgötvaði um daginn sem ég á eftir að kaupa mér. Það er rosalega gaman að eiga eitthvað eftir þann- ig að ég er að bíða eftir rétta tímanum. Börnin dýrmætust Þessari spurningu er mjög fljótsvarað enda er í sannleika sagt bara tvennt í þessum heimi sem ég gæti alls ekki verið án og það eru dætur mín- ar sem eru fimm og sjö ára gamlar. Ég reyni að verja með þeim sem mestum tíma og taka frá góðar stundir á hverjum degi og slaka á með þeim. í amstri dagsins getur verið flókið að finna þennan tíma enda erum við allar frekar uppteknar í skóla, vinnu og ýmsum tómstund- um en það tekst nú yfirleitt alltaf með góðum vilja. Tímann milli fimm og átta á kvöldin reyni ég að helga þeim og lofa mér helst ekki í nein önnur verkefni á þeim tíma. Við eldum kvöldmat í rólegheitum, horfum kannski á sjónvarpið eða gluggum í bók. Svo er auðvitað fullt af veraldlegum hlutum sem maður notar á hverjum einasta degi og vildi helst ekki missa frá sér en það er ekkert sem maður myndi ekki geta lifað án. Líklega væri erfiðast fyrir mig að vera án GSM-símans enda er ég meira og minna með hann í eyrunum allan liðlangan daginn. Astin í lífinu Heimurinn er fullur af allskyns hlutum sem gaman og gott er að njóta og maður vill helst ekki þurfa að vera án. Ég held samt að það sé bara eitt í heiminum sem ég gæti alls ekki verið án og það er maðurinn minn, Mörður Árnason alþingismaður. Við höfum búið sam- an í rúm tuttugu ár. Á þessum langa tima hef- ur gengið á ýmsu en okkur hefur alltaf tekist að finna lausnir og standa saman í öllu því sem við tökum okkur fyrir hendur. Ég held að leyndarmálið liggi í vináttunni og í því að deila saman öllu því sem lífið hefur upp á að bjóða hvort sem um er að ræða það góða eða slæma. Við höfum bæði mikinn áhuga á íslensku máli og störf okkar i gegnum tiðina hafa einkennst af því. Ég fæ Mörð alltaf til að lesa yfir það sem ég skrifa. Ég veit að ég fæ alltaf frá honum heiðarlega og uppbyggilega gagnrýni sem ætíð hefur gagnast mér ákaf- lega vel. Ég reyni alltaf að gera hið sama fyrir hann og eftir bestu getu taka þátt í hans störf- Linda Vilhjálmsdóttir, rithöfundur um. Það er ómetanlegt að vera í hjónabandi sem byggt er á slíku trausti og vináttu og er ég ákaflega þakklát fyrir það.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.