blaðið - 28.10.2006, Blaðsíða 20

blaðið - 28.10.2006, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2006 blaðið lúúmuuu HöfuðHúpan var mölbrotin, blóðslettur voru um allt herbergið og blóðpollur við höfuð líksins og við hlið þess lá koparstöng, alblóðug. hf-Qvl RAMIÐ I NOVEMBERMÁNUÐ11929 Með koparstöng að vopni Klukkan níu að morgni 30. nóvember 1929 var lögreglunni í Reykjavík tilkynnt um innbrot hjá Sveini Egilssyni hf. við Laugaveg og var lögregla jafnframt beðin um að kalla út lækni. Þegar lögregla kom á vettvang var greinilegt að brotist hafði ver- ið inn, búið var að taka rúðu úr glugga rétt við dyrnar. Bróðir Sveins, Jón, hafði aðstöðu í her- bergi næst skrifstofunni þar sem peningar voru geymdir. Þegar lögregla kom inn í her- bergi Jóns lá hann þar örendur. Höfuðkúpan var mölbrotin, blóðslettur voru um allt her- bergið og blóðpollur við höfuð líksins og við hlið þess lá koparstöng, alblóðug. Auðsætt var að hún hafði verið notuð til að vinna á Jóni. Öll merki voru um að hörð átök hefðu átt sér stað í herberginu. Á skrifstofunni voru greinileg merki um innbrot. Búið var að opna peningaskápinn og taka úr honum þá peninga sem þar höfðu verið. Augljóst var að brotist hafði verið inn um nóttina og Jóni ráðinn bani. Við skoðun læknis kom í ljós að á höfði Jóns voru um tuttugu sár eftir verkfæri, hugsanlega koparstöngina. Þá voru áverkar á hálsi sem bentu til að tilraun hefði verið gerð til að kyrkja Jón, þó var það ekki talið víst. Glæpamaðurinn kunnugur Rannsókn var hafin af öllu því afli sem lögregla réð yfir. Umgangur var bannaður um húsið. Við leit lögreglu fundust bílstjóra- gleraugu á gólfinu í herbergi Jóns heitins. Allir sem unnu hjá Sveini Egilssyni eða höfðu unnið þar voru yfirheyrðir. Greini- legt var að sá sem framdi glæpinn var kunn- ungur. Lögregla spurði alla um gleraugun en enginn kannaðist við að eiga þau og eng- inn vissi hver gæti átt þau. Eftir því sem lögreglan talaði við fleiri beindist æ sterkari grunur að manni að nafni Haukur Hjálmarsson. Hann var ní- tján ára bílstjóri í Reykjavík og þekkti sæmi- lega vel til hjá fyrirtækinu. I ljós kom að hann hafði verið úti þessa nótt og aðspurður gat hann ekki gert skynsamlega grein fyrir hvar hann hafði verið. Lögregla gerði leit á heimili hans. í þvottaskúffu fundust ný bíl- stjóragleraugu, ónotuð. Þar var líka nýr sam- festingur, enn i umbúðapappírnum. Rispur í andliti Lögregla leitaði áfram á heimili Hauks. Grunur um að hann væri sá seki gerðist áleitnari. Allt var skoðað. Mynd, þar sem Haukur var með bílstjóragleraugu, vakti athygli lögreglunnar. Gleraugun sem hann bar á myndinni voru nákvæmlega eins og þau sem fundust á morðstaðnum en alls ekki eins og gleraugun sem fundust í þvotta- borðsskúfunni. Myndin varð til þess að lögreglu þótti ástæða til að rannsaka Hauk enn frekar, en auk þess fór ekki framhjá neinum að hann var með rispur í andliti. Hauki var gert að hátta sig og þá sást að önnur nærbuxna- skálmin var talsvert blóðug að framanverðu, fyrir ofan hné. Allt benti til að Haukur væri sá seki. Hann hafði greinilega verið með gleraugun þegar hann framdi glæpinn, sennilega misst þau af sér í átökunum við Jón, hafði ekki athug- að að taka þau af sér og hann vissi að hann varð að fá sér ný til að vekja sem minnsta athygli. Þrátt fyrir mikla leit fundust ekki þau utanyfirföt sem Haukur hafði verið í morðnóttina. Lögreglu grunaði að Haukur hefði verið í samfestingi morðnóttina og þess vegna hefði hann keypt sér nýjan. En hvar voru fötin? Greinilegt var að leita varð betur. Það var gert, bæði á morðstaðnum og á heimili Hauks. Eftir langa mæðu fannst loks sam- festingur á þaki bíls á verkstæðinu. Við skoð- un kom í ljós að blóð var á samfestingnum og ekki nóg með það heldur kom einn blóð- bletturinn heim og saman við blóðblettinn á nærbuxnaskálm Hauks. Þegar honum var gerð grein fyrir að hverju lögregla hefði komist gáfst hann upp ogjátaði. Ég skal ekki segja frá í frásögn sinni af atburðum varð Haukur margsaga. Þegar hann var ítrekað spurður hélt hann sig við eftirfarandi frásögn: Þegar Haukur var nýkominn inn á verkstæðið kom Jón í dyragættina. Hauk- ur greip koparstöng sem var á gólfinu og barði Jón með henni. Haukur fór næst inn á skrifstofuna og tók peningana. Þeg- ar hann kom aftur inn í herbergi Jóns sat hann særður upp við kommóðuna. Hauk minnti að Jón hefði stunið upp: „Ég skal ekki segja frá því.“ Haukur hikaði ekki heldur réðst aftur að Jóni og barði hann til ólífis með stönginni. Það sem rennir stoðum undir þessa frásögn er að efri vör líksins var þrútin eftir högg og því ekki útilokað að einhver tími hafi liðið frá því Jón fékk höggið og þar til hann lést. Dómurinn Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri minnsti vafi á að Haukur hefði myrt Jón, en tók jafnframt fram að ekki væri hægt að segja til um hvenær ásetning- ur um að myrða Jón hafi vaknað. Haukur hafði ekki áður sætt ákæru eða refsingu. Faðir hans bar að skapferli Hauks væri þannig að hann skipti mjög sjaldan skapi en þegar hann reiddist væri reiði hans líkari brjálæði en reiði. Haukur var dæmdur í aukarétti Reykja- víkur til 16 ára fangelsis. Hæstiréttur stað- festi dóminn. .0 20-30% afsláttur af rúmum Baösloppar Rúmteppasett 20% afsláttur 20-40% afsláttur Handklæði Sængurfatnaður 30% afsláttur 20% afsláttur Utsala 20-40% afsláttur rumcó Langholtsvegi 111,104 Rvk. Sími 568 7900 Opið virka daga 11-18, laugardaga 11-14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.