blaðið - 28.10.2006, Blaðsíða 53

blaðið - 28.10.2006, Blaðsíða 53
blaðið Kate á leiö í tökur Hin unga Kate Bosworth leikur i myndinni The Girl in the Park og hefjast tökur í næsta mánuði. Þrátt fyrir að vera aðeins 23 ára hefur hún þegar leikið í fjölda mynda, til dæmis Win A Date with Ted Hamilton! Myndin er ágætis skemmtun. Snoop enn handtekinn Rapparinn Calvin Broadus, öðru nafni Dogg, hefur enn verið handtekinn, en hann var tekinn á flugvelli í Kaliforníu í gær fyrir að hafa kannabisefni og skammbyssu í fórum sínum. RÚV klukkan 22.25 Ensku mörkin Héðan í frá verður Bjarni Fel fyrr á ferðinni með ensku mörkin á mánudagskvöldum en verið hefur og kemur nú beint á eftir tíufréttum. Þetta eru ómissandi þættir fyrir alla aðdáendur enska fótboltans enda fá þeir að sjá í þáttunum öll mörkin úr leikjum helgar- innar sem og önnur markverð atvik, auk þess sem stjórar liðanna segja skoðun sína á leikjum sinna manna. Þættirnir verða eftir sem áður sýndir klukkan 16.10 en þeir sem hafa ekki tök á því að sjá þá svo snemma dags geta nú gengið að þeim vísum strax á eftir tíufréttum. ifiö Hafdís Huld fær góða dóma í Bretlandi ekki síóri en Björk var óvænt rekin úr „fjöllista- hópnum” rétt fyrir alda- mótin og hélt til tón- listarnáms í Englandi. Frumburður sólóferils hennar hefur feng- ið góðar viðtökur og er önnur smá- skífa af plötunni farin að hljóma á útvarps- stöðv- u m, íslenska tónlistarkon an, Hafdís Huld, fær góða dóma í bresk- umtónlistartímarit- um og dagblöðum fyrir nýútgefna plötu sína, Dirty Paper Cup. Plat- an fær fjórar stjörnur af fimm möguleg- um í The Guardian og tónlistarsíð- an Gigwise segir plöt- una „mjög grípandi og á mörkum þess að vera einstök”. Hafdís vakti fyrst athyglisem söngkona GusGus að- eins fimm- tán ára gömul Ski Jumper, en fyrsta smáskífa plöt- unnar, Tomoko, hefur hlotið mikla spilun í Bretlandi. í dómi Gigwise segir að tónlist- in sé of ljúf til að vera rokk en of skrítin til að vera popp og að í samanburði við Björk sé Hafdís alls ekki síðri. Það eina sem tónlistarrýnir síð- unnar setur út á er titillinn á laginu Fucked up Mind, sem hann segir að geri plötuna ögn fráhrindandi. RÚV kl. 20.20 Lífið fyrir fæðingu Fruman eina skiptir sér og myndar frumuklasa sem síðan verður að húð, blóði, heila, vöðvum, görnum, augum, oln- bogum, tám og hjarta. Innan nokkurra vikna hafa öll líffæri myndast og eru komin á sinn stað. Eftir nokkra mánuði brosir fóstrið og byltir sér og býr sig undir lífið sem það á í vændum. í myndinni er nýjustu mynda- tökutækni beitt til þess að veita innsýn í leyndarmál lífsins í móð- urkviði og sýna helstu áfangana í þróun fóstursins: fyrsta hjart- sláttinn, virkni í taugafrumum þegar heilinn tekur til starfa, vöðvakippi, tilurð skilningarvit- anna og þegar augun opnast. HALTU ÞINU 5TRIKI MEÐ KB TEKJUVERND Stöð 2, sunnudagur 20.00: Sjálfstætt fólk Stöð 2 Jón Ársæll ræðir við fólk á öllum aldri af sinni einskæru hlýju og nærgætni og tekst öðrum fremur að draga upp nýja og áður óþekkta mynd af landskunnum íslendingum. Viðmælandi Jóns Ársæls að þessu sinni er búddistinn, bóksalinn, ísgerðarmaðurinn og eilífðarpopparinn Herbert Guðmundsson. Her- bert á að baki 40 ára tónlistarferil en er Kklega einna þekktastur fyrir sólóferil sinn sem reis hæst þegar lagið „Can’t Walk Away“ gerði allt vitlaust á Islandi á níunda áratugnum. I þætt- inum fer Jón Ársæll meðal annars með Herberti í bóksölutúr en Herbert hefur síðustu ár verið einn ötulasti farandbóksali landsins. Stöð 2, sunnudagur 22.55: Reiðistjórnun Dave Buznik, sem er hvers manns hugljúfi, er sendur nauðugur á námskeið til að læra að hemja reiði sína. Dave þykir þetta hróplegt óréttlæti en ekki þýðir að malda í móinn. Hann er utanveltu í hópnum og yfirvöld hóta honum fangelsisvist ef námskeiðið skilar ekki árangri. Það er hinn lærði Buddy Rydell sem á að upp- fræða Dave en Buddy sjálfum veitti ekki af kröftugu námskeiði til að læra almennilega manna- siði. Aðalhlutverk: Adam Sandler, Jack Nicholson, Marisa Tomei. Leikstjóri: Þeter Segal. 2003. Leyfð öllum aldurshópum. “Ekki eingöngu les ég hraðar. Ég les með ...margfalt meiri skilning.” Inger, 24 ára Sjúkraliði og nemi. “...held ég sé á góðri leið með að ná inntökuprófinu í læknadeild í vor. Takk fyrir mig” Bergþóra Þorgeirsdóttir, 18 ára næstum því stúdent. “...Núna er mér fyrst að takast að sjá fram á að klára lesefni vikunnar sem ég taldi áður ómögulegt.” Elva Dögg, 20 ára Hjúkrunarnemi. “...Þetta námskeið var vonum framar og ætti að vera skylda fyrir alla! Námskeiðið eykur lestrarhæfni á öllum sviðum...” Haraldur Haraldsson, 18 ára nemi. Hvað segja nemendur okkar um námskeiðið: Frábært, markvisst, hnitmiðað, æviábyrgð, nytsamlegt, krefjandi, skemmtilegt, mjög gott, skipulagning, einbeiting, jákvæðni, mikil aðstoð, góður kennari, spennandi, árangursríkt, hvetjandi, góð þjónusta. HRAÐLESTRARSKÓLINN 3 vikna fyrirtækjanámskeiö 1. nóv (kl. 13-16) 6 vikna námskeið 7. nóv (kl. 20-22) síðasta 6 vikna í ár 3 vikna hraðnámskeið 10. nóv (kl. 17-19) Skráning hafin á www.h.is og í síma 586-9400 VR og fleiri stéttarfélög styrkja þátttöku félagsmanna sinna á námskeiðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.