blaðið - 28.10.2006, Blaðsíða 10

blaðið - 28.10.2006, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2006 blaóiö UTAN ÚR HEIMI Reyna aö þrýsta á viðræður Viktor Jústsjenkó, forseti Úkraínu, fundaði með ráða- mönnum Evrópusambandsins í Finnlandi í gær. Rætt var um mögulega aðild Úkraínu að sambandinu. Forset- inn vonasttil að aðildarviðræður gætu hafist árið 2008. Gefið haföi verið út að umræðan færi ekki fram. Fá aðild að WTO Alþjóðaviðskiptastofnunin (WTO) hefur gefið Ví- etnömum grænt Ijós á aðild að stofnuninni. Líkur eru taldar á að formleg aðild taki gildi í næsta mánuði. Stjórnvöld í Hanoí vonast til þess að að- ildin tryggi áfram hagvaxtarskeiðið í landinu. ÍSRAEL Neita að hafa skotið á þýskt herskip Stjórnvöld í Israel viðurkenna að skorist hafi í odda milli tveggja herflugvéla og þýsks herskips á þriðjudag sem er á Miðjarðarhafinu vegna framkvæmdar vopnahléssamkomu- lagsins milli Israels og Líbanons. Þau neita því að flugmenn- irnir hafi skotið á þýska herskipið. Björgun: Vegalaus kona Lögreglan í Reykjanesbæ kom konu til bjargar seint aðfaranótt föstudags en lögreglumenn- irnir komu að henni sitjandi í vegkanti við Grindavíkurveg í slæmu veðri. Konan var með sígarettu í munninum og áfengisflösku í fanginu. Hún var vafin inn í teppi og augljós- lega ölvuð. Henni hafði sinnast við gestgjafa sína og ætlaði að ganga til Reykjavíkur. Þjófnaður: Mikiö um þjófnaði Tölvu var stolið frá heilbrigðis- stofnun í Reykjavík á fimmtudag- inn en atvikið átti sér stað um miðjan dag. Þá var einnig stolið tveimur símum í borginni og í Vesturbænum fannst einstaldingi eins og olíufélögin skulduðu honum því hann tók bensín og ók á brott án þess að borga. Einn- ig var farið inn í fyrirtæld og peningum stolið úr læstri hirslu. w Trú og stjórnmál íranar úthúða Bandaríkjamönn- um við föstudagsbæna- haldið í Teheran i gær. Tvöfalda getu sína til að auðga úran: Iranar skrefi nær kjarnorku ■ Lítil samstaða innan öryggisráös ■ Skref í átt að kjarnorkuframleiðslu franar hafa tvöfaldað getu sína til að auðga úran að sögn írönsku fréttastofunar ISNA. Reynist fótur fyrir frétt- inni hafa þeir með þessu tekið mikilvægt skref í að auðga nægilega mikið magn til þess að standa undir raf- orkuframleiðslu og öðlast getu til þess að fram- leiða kjarn- orkuvopn. Á sama tíma og þessar fregnir berast funda stórveldin um útfærslu þvingunarað- gerða á vettvangi öryggisráðs Sam- einuðu þjóðanna vegna þess að klerka- stjórnin í Teheran fellst ekki á kröfu alþjóðasam- félagsins um að þeir láti af auðgun úrans. f frétt ISNA kemur fram að önnur skilvindusamstæða hafi verið tekin í notkun í kjarnorkustöð í landinu en slíkar samstæður eru notaðar til að auðga úran. Talsmaður franska utanríkisráðuneytis- ins sagði í gær að stórveldin myndu taka tillit til þess- ara frétta við útfærslu á þvingunaraðgerðum en bætti því við að fregnirnar ættu ekki að koma á óvart. Klerkastjórnin hefur lýst því yfir að hún ætli að ljúka við að koma upp 3 þúsund skil- vindum í kjarn- orkuveri sínu í Natanz fyrir árslok. Sérfræðingar segja að hátt í sextíu þúsund skil- vindur þurfi til þess að framleiða nægjanlega mikið af auðguðu úrani fyrir kjarna- kljúf og telja vestrænar leyniþjón- ustur írana vera þrjú til tíu ár frá því að koma sér uþp nægjanlegu magni til smíðar á kjarnorkusprengju. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna gaf á sínum tíma frönum frest til þess að láta af auðgun úrans fyrir 31. ágúst á þessu ári. Þrátt fyrir að þeir hafi ekki fallist á þá kröfu og ekki hafi gengið að koma af stað við- ræðum á milli klerkastjórnarinnar og Evrópusambandsins um lausn deilunnar við samningaborðið hefur ekki enn verið gripið til að- gerða. Kínverjar og Rússar, sem hafa neitunarvald í öryggisráðinu, hafa lítinn áhuga á því að gripið verði til þvingunaraðgerða gegn klerkastjórninni en á sama tíma benda Bandaríkjamenn á vaxandi ógn sem stafar af kjarnorkuáætlun hennar. Fulltrúar ríkjanna sem hafa neitunarvald í öryggisráðinu hófu að funda um útfærslu þvingun- araðgerða á fimmtudag en ljóst er af fréttum að samstaða innan hópsins er ekki mikil og hefur Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, spáð því að langt sé í land með að sátt um útfærslu náist. f !í$ Teg 2106 eg 2064 Mikiö úrval af húsgögnum úr eik og hnotu Teg 2111 Teg 2101 HUSGAGNAVERSLUN REYKJAVÍKURVEGI 66 HAFNARFIRÐI SÍMI 565 4100 Rússland: Golfbílarnir boönir upp Auðmönnum mun brátt gefast tækifæri til þess að eignast golf- bíla sem stórmenni á borð við Ge- orge Bush, Vladímír Pútín, Tony Blair og aðrir leiðtogar átta helstu iðnríkja heims hafa ekið. Golfbíl- arnir voru notaðir á fundi leið- toganna í Pétursborg í Rússlandi í sumar og ákveðið hefur verið að bjóða þá upp í næsta mánuði. Til að eignast þessa átta fágætu vagna þarf að bjóða meira en níu milljónir íslenskra króna. Að sögn rússneska blaðs- ins Vremya Novostei verður ágóði uppboðsins notaður til þess að borga hluta kostnaðar ríkisins við fundarhöldin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.