blaðið - 28.10.2006, Blaðsíða 30

blaðið - 28.10.2006, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2006 blaöiö Edda Björgvinsdóttir leikkona er að feta nýja braut í lífi sínu en hún hóf nám í stjórnun mennta- og menning- arfyrirtækja í Háskól- anum á Bifröst í sumar. Edda segir að námið sé krefjandi og erfitt, stundum nái hún vart andanum vegna gráts en samt sem áður heldur hún áfram og ætlar að láta þetta ganga. Það er líka nóg að gera hjá Eddu utan skólans og til að mynda er einleikur hennar, Brilljant skiln- aður, að hefja sitt þriðja leikár en ný- lega var fjórum sýningum bætt við vegna mikillar aðsóknar. „Þetta er endalaust skilnaðar- ferli og ætlar engan enda að taka. Þetta er þriðja leikárið sem verkið er sýnt og það þykir vægast sagt frekar óvenjulegt. Maður getur ekki annað en verið í skýjunum yfir við- tökunum því það er að seljast upp á allar þessar sýningar. Sýningarnar hafa ekki verið mikið auglýstar en það var nánast uppselt á fyrstu sýn- inguna og það er að verða uppselt á hinar þrjár.“ Fjölbreytilegur einleikur Edda segist telja að ástæðan fyrir því að leikritið hafi verið svona vin- sælt sé sú að allir geti tengt sig við það. „Leikritið fjallar um tilfinn- ingar sem hver einasta manneskja getur tengt sig við. Margir hafa gengið í gegnum skilnað og flestir þekkja einhvern vel sem hefur gert það. Það sjá því allir sitt líf í Ástríði Jónu Kjartansdóttur, söguhetjunni. Fólk fær brjálæðisköst af hlátri og grætur líka því í leikritinu eru ein- staka augnablik sem eru svo sorg- leg. Mín útskýring er sú að það sé þessi blanda sem geri verkið svona sérstakt," segir Edda og bætir við að það sé ofboðslega mikil kúnst að búa til persónu sem hefur eins margar hliðar og við höfum öll í raunveruleikanum. „Ástríður er afar litríkur persónuleiki og þó hún virki ofurvenjuleg kona þá sveifl- ast hún fallega á milli þess að vera óskaplega reið, bitur og illkvittin yfir í að vera ofsalega góð, yndisleg og ljúf manneskja. Maður upplifir allar tilfinningar hennar auk þess sem Ástríður hermir voða vel eftir öllum vinum sínum og það er því mikil fjölbreytni í verkinu þrátt fyrir að vera einleikur." Fágæt sérgáfa Edda hefur mikið til verið í gam- anleik á ferli sínum en hún segir að gamanleikur sé fágæt sérgáfa. „Það verður að segjast eins og er að kóm- ískt hæfileikafólk útskrifast mjög sjaldan úr leiklistarskóla. Þetta er fágæt sérgáfa en þegar maður er kominn á minn aldur þá þorir maður að segja þetta upphátt. Út af þessari fágætu sérgáfu bætast fáir við skemmtikraftaflóruna á Is- landi og það má telja þá á fingrum handanna sem eru virkilega góðir gamanleikarar. Þar má til dæmis nefna Halldóru Geirharðsdóttur, Spaugstofustrákana, Ólafíu Hrönn, Helgu Brögu, Ladda, Guðlaugu Elísabetu, Dadda, Eggert og örfáa fleiri. Þegar manni er send svona gjöf þá vilja voða margir nýta sér einmitt hana þó svo að ég myndi líka vilja leika mjög dramatísk hlut- verk. Ég fæ að vísu að sýna á mér allar hliðar sem leikkona í þessu leikriti sem eru ofboðslega mikil forréttindi.“ Skammast mín fyrir laun leikara Sonur Eddu, Björgvin Franz, hefur fetað í fótspor móður sinnar en Edda segir að hún hafi síður en svo hvatt hann til þess. „Það eru stærri sorgir en líka meiri gleði tengdleiklistinni en mörgum öðrum störfum og það er ákaflega rík höfn- unarkennd í leikurum. Launin eru líka þannig að maður skammast sín fyrir að segja hver fastalaun leikara í atvinnuleikhúsunum eru. Leikhúsin borga ákveðna taxta en þeir sem eru í skemmtibransanum hafa tök á því að vinna sér inn hálf mánaðarlaun á einu kvöldi sem er ofboðslega magnað og óeðlilegt á sama tíma. Það verður samt sífellt eðlilegra eftir því sem maður fylgist 'JJL Itf L Á ÚTSÖLUMARKAÐf OKKAR, SÍÐUMÚLA11. KOMDU OG GERÐU FRÁBÆR KAUP! ELLINGSEN OG UTIVIST&VEIÐI ÚTSÖLUMARKAÐUR Síðumúla 11, opið 10-19 fimmtudag og föstudag, 10-16 laugardag og sunnudag „Skólinn er svo erfiður að stundum næ ég ekki andanum fyrir grátkekki og áhyggjum. Stundum finnst mér ég vera með greindarvísitölu núll en þess á miUi er þetta ofboðslega skemmiiileg áskorun. Þetta er mesljááskorun sem ég hef á ævi tmwjm tekist á við því þarna erefrá núlipunkti." með hvaða laun menn í fjármálageir- anum hafa. Þá virkar það sem okkur hefur fundist fáránlega hátt verð sem hlægilegir smáaurar." Enda segir Edda að skemmtibransinn sé erfiðastur af allri leiklist. „Það er of- boðslega mikið álag að vinna fyrir fólk og skemmta fólki sem er að fá sér í glas. Það er ólýsanlegt álag vegna þess að það getur brugðið til beggja vona, að maður nái ekki athygli, og ef maður nær henni að maður haldi henni ekki. Það er ekki vegna þess að efnið sé vont heldur vegna þess að fólk er ekki skýrt í koílinum. Allir skemmtikraftar eru með áfallahjálp, við getum hringt hvert í annað og grátið þegar skemmtunin hefur gengið illa. Það er óbærilegt og svo mikil höfnun þegar maður stendur og rembist eins og rjúpan við staurinn að vera fyndinn og það eru allir að syngja Stál og hnífur úti í horni. Það hefur komið fyrir að fólk sé dónalegt en ég hef, guði sé lof, ekki lent í því en nokkrir hafa upplifað andlegt of- beldi frá áhorfendum" Finn fyrir höfnun Edda segist finna fyrir höfnunar- tilfinningu enn þann dag í dag þrátt fyrir að vera reynslumikil leikkona.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.