blaðið - 28.10.2006, Side 26

blaðið - 28.10.2006, Side 26
26 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2006 blaðið Þú hefur í hugum margra vissa töf- faraímynd. Erþað röng ímynd? „Ég hef aldrei verið töffari og aldrei gengist upp í þvi. Á þessum síðustu og verstu tímum eru menn dæmdir mikið út frá því hvernig þeir líta út. Það má enginn vera að því að kynna sér hvað viðkomandi segir eða spyrja hvort honum búi yfirleitt eitthvað í brjósti. Allir eru vegnir og metnir út frá yfirborðinu. Samfélagið má ekki verða þannig að tímaleysi þegnanna verði til þess að dagarnir endist aðeins til að vinna og sofa. Ef listamenn eru perlukafararnir og enginn hefur tíma til að njóta perlanna - þá rís samfélag sem byggir á endalausum misskilningi, tortryggni, og þá verður til ástand sem við þekkjum af sögum úr þrælabúðum. Við verðum að eiga tíma fyrir okkur sjálf, þannig komumst við hjá því að dæma okkur sjálf léttvæg og aðra sem töffara.“ Er ennþá að skána Finnst þér þú verða betri lista- maður með árunum? „Mér finnst ég alltaf vera að fæð- ast upp á nýtt og þar af leiðandi hef ég dáið mörgum sinnum. Þeir sem bera vinnu sína á torg - lifna og deyja á víxl. Þeir lifa ágætu og góðu lífi ef verk þeirra fá byr og svo deyja þeir ef viðbrögðin eru engin. Það sama gerist ef þeir þurfa að viður- kenna fyrir sjálfum sér að eitthvað hafi ekki heppnast sem skyldi. En mönnum lærist að vinsældir eru ekki allt og varhugavert að meta gæði verka út frá þeim staðli. Annað er hollt, en jafnframt erfitt fyrir lista- menn, og það er að játa á sig mistök, en oftar en ekki þroskar þetta við- komandi og hann verður færari í að höndla lífsitt og list. Hlutverk mín í lífinu eru orðin nokkuð mörg og ég er enn að bæta við - árangur er af- stæður - ég er nýbúinn að senda frá mér orð á bók, ég hef unnið sem leik- ari, upptökustjóri, tónskáld, söngv- ari, ljóðskáld, textahöfundur, ég er faðir, eiginmaður og nú nýlega afi og ég tel mér trú um að ég sé ennþá að skána.“ Ertu ánægður með öll þessi hlutverk? „Það segi ég ekki. Ég er eiginlega aldrei ánægður. Ég kann alveg að standa með sjálfum mér en ég geri ekki meira af því en ég þarf. Ég get verið grimmur og allt að því óvæginn." Við sjálfan þig? „Já, fyrst og fremst við sjálfan mig. Ég er það stundum við aðra en það stendur aldrei lengi yfir. Ég sé að mér og er þá fyrirgefið af þvi góða fólki “ Hverju skilarþað að vera óvæginn við sjálfan sig? „Þegar maður er að vinna skap- andi vinnu er sú hætta alltaf fyrir mk 25% afsláttur Nicorette Fruitmint Nýtt bragð sem kemur á óvart Nícorette nikótínlyf eru fáanleg án lyfseðils og eru notuó þegar reykingum er hætt eða þegar dregið er úr reykingum. Ttl að ná sem bestum árangri skal ávallt fylgja leióbeiningum í fylgiseöli. Skammtar eru einstaklingsbundnir eftir því hve mikíð er reykt, hvort hætta á reykingum eða draga úr þeim. Því ber aö kynna sér upplýsingar um notkun í fylgbeðli. (fylgíseð.linum eru upplýsingar um: verkun og notkun, varúðarregíur, míkilvægar upplýsingar sem nauðsynlegt er að lesa áður en fyfrn eru notuö, hugsanlegar aukaverkanír og aðrar upplýsíngar. Leitið til læknis eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um lyfin. Þeir sem fengiö hafa ofnæmi fyrir níkótíni eða öörum innihaldséfnum lyfsins, nýlegt hjartaáfall, ^óstoðuga versnandi hjartaöng, alvarleg hjartsláttarglop eöa nýlegt heilablóðfall eiga ekki aö nota Nicorette ’ nikóti'nlyf. Börn yngri en 15 ára, þungaöar konur og konur meö barn á brjósti eíga ekkiaö nota Nicorette nikótínlyf nema að ráði læknis. Lesið allan fylgíseðílinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. 6eymið fylgiseðilínn. Nauösynlegt getur verið að lesa hann síðar. Handhafi markaðsleyfis: PfÍ2er ApS. Umboð á Íslandí: Vistor bf., Hörgatúni 2, Garðabæ; www.nicorette.is *Tilboðsverö 2006 „Samfélagiö má ekki veröa þanttig að tímaleysi þegnanna verði til þess að dagarnir endist aðeins til að vinna og sofa. Ef listamenn eru perlukafararnir og enginn hefur tíma til að njóta perlanna - þá rís samfélag sem byggir á endalausum misskilningi, tor- tryggni, og þá verður til ástand sem við þekkjum af sögum úr þrælabúðum. Við verðum að eiga tímafyrir okkur sjálf, þannig komumst við hjá því að dæma okkur sjálf léttvæg og aðra sem töffara." hendi að maður verði ástfanginn af hugmynd sinni. Menn geta orðið svo yfirmáta hrifnir af sjálfum sér og hugmyndum sínum, að engu tauti verður við þá komið. Mitt í hrifnisbrímanum er hætta á hrösun. Og ef menn detta þá er það oft skelfilegt fall. Þeir detta beint á andlitið og gleyma að bera fyrir sig hendurnar. En ef menn eru meðvit- aðir um hættuna á því að verða ást- fangnir af sjálfum sér geta þeir kom- ist hjá þessu. Þess vegna er ég alltaf á varðbergi. Það er freistandi að láta skyn- semina vera ambátt löngunarinnar, það er að láta löngunina ráða för, en ég er á því að menn verði að hafa jarðsamband. Það er allt 1 lagi að vera í skýjunum yfir stórkostlegri hugmynd en það er ráð að koma niður til jarðarinnar og skoða hana yfirvegað og kalt Þá gerist annað tveggja, annað hvort slær maður hugmyndina af eða hún verður betri." kolbrun@bladid. net

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.