blaðið - 28.10.2006, Blaðsíða 46

blaðið - 28.10.2006, Blaðsíða 46
4 6 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2006 La Mara Orðið Mara er slanguryrði í El Salvador og þýðir klíka. Orðið er dregið af marabunta sem er heiti yfir árásargjarna maura- tegund í Suður-Ameríku sem ver bú sín af mikilli elju. Af þessu orðið er nafn götugengisins Mara Salvatrucha komið. hika klíkumeðlimir ekki við að taka lög- reglumenn af lífi flæk- ist þeir fyrir. Kennileiti Mara Sal vatrucha hafa verið illa far- in og höfuðlaus lík ásamt al gjöru miskunnarleysi gagnvart hverjum þeim sem segir til þeirra en menn eru umsvifalaust tekn- ir af lífi séu þeir grunaðir um slíkt. Eins reynist það mönn- . um ómögulegt að yfirgefa L- klíkuna og hver sem það gerir getur átt von á dauða sínum . hvenær sem er. MS-13 hefur í langan tíma haft tangarhald á landamær- Lj:;. um Mexíkó og Bandaríkjanna en það hefur auðveldað þeim til muna verslun og viðskipti með eiturlyf og mansal á , milli landanna og hefur stór hluti ólölegra innflytjenda orðið fyrir barðinu á genginu en ekki getað kært líkamsárás- ir ir, morð og nauðganir vegna stöðu sinnar. Dauðasveitir gegn Mara Salvatrucha Yfirvöldum hefur reynst erf- itt að hafa hendur í hári með- íj? lima Mara Salvatrucha þar sem klíkan er mjög hreyfan- leg og virðist alltaf vera skrefi á undan lögreglunni. Þegar löggæslan er farin að þrengja að þeim á einum stað flytja þeir sig um set og láta lítið fyr- ir sér fara. I Hondúras er talið að meðlimir séu um 36.000 talsins og hafa nú verið sett lög sem kveða á um að ólög- legt sé að tilheyra hvers kyns götugengi. 1 E1 Salvador hefur einnig verið lögð sérstök áhersla á að uppræta félagsskapinn og hefur svokölluðum dauðasveitum verið komið á fót sem gegna eingöngu því hlut- verki en í þessu sveit- um finnast jafn harð- svíraðir menn og i Mara Salvatrucha. Stjórnvöld í El Sal- vador skipta sér sem minnst af starfsemi dauðasveitanna og hafa jafnvel neitað því að þessir hópar séu starfandi í landinu yfirhöfuð. Á meðan reynt er að uppræta hópana fara þeir engu að síður stækkandi og verða hættulegri með hverju árinu sem líður. Mara Salvatrucha Meðlimir klíkunnar eru húðflúraðir á andliti og líkama Los Angeles Uppgangur MS-13 hefur verið mikill undanfarin ár í Bandaríkjunum Dagar gömlu skúringarfötunnar eru taldir im • Skúringafatan ur sögunm • Alltaf tilbúið til notkunai • Collin borna í auáabra&t nai • tjollin þorna a augabragí • Mjótlegt og Jiægilegt StfluRUdin Húsasmíðjan Byko - Daggir Akureyri Áfangar Kcflavík - Fjarðarkaup I.italniðin Ólafsvík - Parkct og gólf - Rými SR hyggíngavörur Siglufirði - Rafsjá Sauðárkrnki Skípavik Stj'kkishólmi - Ncshakki Ncskaupsstað - Byggt og búið BrimncsVc»tmannacyjum - Takk hrcínU-ti. Hcildsöiudrcifing: Racctivörur chf. Hættuleaa Ameríku aab. Magnaða moppuskafeio ur Mara Salvatrucha í Bandaríkjun- um en margir meðlima klíkunnar þar tengdust La Mara-klíkunni í El Salvador. Þannig var nafnið tilkom- ið en í daglegu tali kallast klíkan MS-13 í Bandaríkjunum sem vísar til 13. strætis í Los Angeles. Glæpirnir hrottafengnari I El Salvador er talið að um 70 pró- sent ungra manna tilheyri einhverri klíku. Þar i landi er fyrrnefnd Mara Salvatrucha stærst líkt og í Banda- rikjunum ásamt i8th Street sem er stærsta klíkan á Los Angeles-svæð- inu. Undanfarin ár hafa þessir hópar átt í miklum útistöðum sem má rekja til þess að bandarísk stjórn- völd hófu að senda ungmenni frá El Salvador, sem komust í kast við lög- in í Bandaríkjunum, aftur til föður- landsins. Vegna þessa hefur ofbeld- ið stórlega aukist þar í landi ásamt neyslu á hörðum fíkniefnum sem hefur gert það að verkum að afbrot- in eru orðin hrottafengnari og mis- kunnarlausari. Morð, nauðganir og pyntingar eru æ algengari og nýlega játaði til dæmis meðlimur hópsins í Texas að hafa staðið fyrir hópnauðg- un á 24 ára gamalli konu sem hann tók svo af lífi á hrottafenginn hátt. í yfirheyrslu greindi maðurinn stolt- ur frá gjörðum sínum og sagði frá því að innan klíkunnar væri það þannig að því verri glæpi sem menn frömdu því meiri virðingu öðluðust þeir innan hópsins. níunda áratugnum braust út borgarastyrjöld í E1 Salvador sem gerði það að verkum að rúmlega ein milljón flóttamanna leitaði hælis í Bandaríkjunum á 12 ára tímabili. Flestir þessara innflytj- enda settust að á svæði í Los Ange- les sem kallaðist Rampart þar sem stór hluti íbúa var af suðuramerísk- um uppruna. Þar stóð fólkinu mikil ógn af götugengjum sem voru fyrir á svæðinu og fóru þess vegna að myndast hópar meðal fyrrum íbúa E1 Salvadors sem áttu að vernda sig og sína gagnvart lýðnum sem ógn- aði lífi þeirra dagsdaglega. Meðal þessa hóps voru menn sem höfðu barist í borgarastyrjöldinni sem vissu vel hvernig meðhöndla ætti vopn og sprengiefni og styrkur hópsins var því ekki lengi að vaxa. Þannig myndaðist hinn illvígi hóp- Húðflúr og vígsla Til þess að vera tekinn inn í klíku þurfa þeir sem þess óska að uppfylla ákveðin skilyrði. Eitt af þeim felst í manndrápi en eins þurfa menn að standast harkalegar aðfarir. í Washington DC greindi blaða- maður frá því þegar 11 ára drengur sem hafði óskað inngöngu var lam- inn þar til hann missti meðvitund en irintaka hans fólst í því að eldri meðlimir röðuðu sér í kringum drenginn og létu þung högg og spörk dynja á líkama hans, á meðan áhorfendur töldu rólega upp að þrett- án. Ef drengurinn hefði verið stúlka hefði vígslan allt eins getað falist í hópnauðgun sex eldri meðlima. Meðlimir Mara Salvatrucha eru þekkjanlegir á húðflúrum sem þekja líkama þeirra og andlit og eru þeir sem búa í Bandaríkjunum merktir með tölustafnum 13 sem vísar til MS-13. Blár og hvítur er þeirra ein- kennislitur en litirnir visa til fána Um 80 prósent klíkumeðlima eru karlkyns og er meðal- aldur þeirra 18 ár en þó fá drengir allt niður í 11 ára inngöngu. Þeir elstu eru að nálgast þrítugt en þeir sem ná þeim aldri mega telj- ast heppnir þar sem ofbeldi tekur sinn toll af meðlimum götugengja og hundruð eru myrt eða særð ár hvert. föðurlandsins, E1 Salvador. Húð- flúrin eru ekki einungis til skrauts eða yfirlýsing um að viðkomandi til- heyri hópnum heldur eru ýmis tákn einnig notuð sem gefa til kynna sér- hæfingu viðkomandi. Fíkniefni, mansal, morð og íkveikjur Ungmenni sem ganga í klíkur upplifa gjarnan sterkar tilfinning- ar í garð annarra meðlima og njóta þess að tilheyra öðrum. Mörg þeirra líta á hópinn sem fjölskyldu sína og bakland ogþví reynist oft erfitt að fá menn til þess að snúast gegn félags- skapnum hverjar sem sakirnar eru. Afbrot Mara Salvatrucha-gengis- ins hafa undanfarin ár orðið alvar- legri og virðingarleysi fyrir lögum og reglu er algjört. Lögreglumönn- um stafar mikil ógn af genginu og Kiíkumyndanir eru alltaf að verða stærra vandamál og þá að- allega í Norður- og Suður-Ameríku. Fjöldi ungmenna sækir í slík- an félagsskap og virð- ist helsta ástæðan vera sú að þar telja þau sig öðlast virðingu, öryggi, félagsskap og stuðning.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.