blaðið - 28.10.2006, Síða 16

blaðið - 28.10.2006, Síða 16
16 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2006 blaðið folk@bladid.net HVAÐ FINNST ÞER? Ertu búinn að fara í Bókhlöðuna? „Ég er alltaf i Bókhlöðunnl á hverjum degi við fræðigrúsk mitt." Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor Landsbókasafnið hefur opnað aðgang að bréfasafni Halldórs Laxness sem hefur verið lokað í þrjú árað beiðni fjölskyldu skáldsins. Hannes hefur gefið út þrjár bækur um ævi nóbelsskáldsins. HEYRST HEFUR... T Tefritið Múrinn tekur Mogg- V ann í kennslustund í sögu kalda striðsins, en um daginn birtist í Staksteinum Morgun- blaðsins pistill þar sem höfundur þótti draga upp heldur einhliða mynd af íslandssög- unni frá þeim tíma. Pistillinn er í formi spurninga og þar má til dæmis má finna eftirfarandi spurningar sem þykja skemmti- leg lesning og vel úthugsuð sneið til þeirra moggamanna: Hvaða íslenskur stjórnmála- flokkur hefur aldrei mótmælt neinu ofbeldisverki Banda- ríkjastjórnar nokkurs staðar í heiminum? Hvers vegna var félag íslenskra stúdenta í Kaupmannahöfn kallað „glórulausir kommún- istar“ í Morgunblaðinu 1951? Hvaða dagblað varði hernað Bandarikjamanna í Víetnam lengst allra blaða i Evrópu? Omar R. Valdimarsson hittir naglann á höfuðið þegar hann fjallar um fjöl- miðlafárið sem skapast hefur í kringum dreng kenndan við dr. Mister. Hann veltir fyrir sér þeim skila- boðum sem fjölmiðlarnir Sirkus, Séð og heyrt og Bleikt og blátt senda til unglinga með „töff” umfjöllunum um fárveikan alkóhólista og dópista: „Ekki taka dóp og drekka eins ogsauður, þvíþá munu ung- lingsstelpur álíta þig vera kyn- tákn, þér mun verða rúnkað baksviðs á rokktónleikum, síðanferðu í langtpartí með gröðum blaðamönnum, flottustu píur landsins vilja vera kœrusturnar þínar ogþú getur sörfað á milli sófa.” Fríðurinn minn Skítmixari sem horfir mikið á sjónvarpið Haukur Már „Sjónvarp er alveg dásamlegt, eins og að stíga í heitt baðkar," segir hann. Fyrsta skáldsaga Hauks Más Helgasonar; Svavar Pétur & 20. öldin, hefur nýverið komið út hjá bókaútgáfunni Nýhil. Svavar Pétur & 20. öldin segir frá bankastarfs- manninum eilífa, Svavari Pétri Svav- arssyni, sem er gert að flytja líkið af John Lennon frá New York til Kópa- vogs, þar sem því verður stillt upp við hafnarmynnið til að bjóða íbúa velkomna í 20. aldar-garðinn Öld- ina okkar. „Við sem ólumst upp á 20. öldinni finnum að það er horfinn heimur og mikið hefur breyst síðan þá. Mér finnst rétt svo tímabært að fást við nostalgíu í garð þessa ný- liðna tíma,” segir Haukur. „Eftir að bókin kom út er ég eigin- lega bara búinn að detta í sjónvarpið og ég er búinn að liggja kvefaður í viku. Kvef er góð réttlæting til að liggja heima hjá sér og horfa á vídeó endalaust. Ég ligg í sófanum og hef það gott. Þegar ég var búinn með alla Twin Peaks-þættina eftir Lynch horfði ég á South Park og svo Simp- sons, Extras og Office. Þetta hefur verið mín sáluhjálp síðustu vikuna og er alveg rosalega nærandi. Sjón- varp er alveg dásamlegt, eins og að stíga í heitt baðkar.” Haukur er enn að jafna sig á kvef- pestinni. „Ég er búinn að vera hálf- einrænn síðustu viku,” og hann segir gríðarlegt sjónvarpsáhorf vik- unnar vera tilfallandi. „Mér finnst mjög trúlegt að ég sitji heima við um helgina, annars er ég er ekki vanur að plana neitt. Ég verð hér þangað til einhver dregur mig út úr húsi.” Um áhugamál önnur en að horfa á sjónvarp segir Haukur lífið bara vera vinnu. „Djók,'’ segir hann svo. „En ég les og skrifa og ég hangi voðalega mikið. Stundum með vinum mínum og stundum einn. Ég hef ekki haft nein áhugamál eins og golf eða körfubolta eða svo- leiðis en ég fékk sett af penslum og olíumálningu í jólagjöf frá systur minni sem ég tók upp um daginn með skelfilegum afleiðingum. Það er alveg hræðilegt að prófa að gera eitthvað sem maður hefur ekki prófað áður og fatta að maður er lélegur í því.” „Síðan á ég eitt áhugamál sem er leyndarmál. Ég vil ekki ljóstra upp um það en það hefur að gera með göt sem er búið að saga á grindverk þannig að þau eru hlið sem enginn veit af nema ákveðinn hópur manna sem getur skriðið þar inn á kvöldin en ég get ekki sagt ekki hvar því þá verður hliðunum lokað.” Aðspurður um hvað hann væri að gera ef hann væri ekki að skrifa bækur segist Haukur vilja skrifa fyrir bíó og leikhús. „Annars hugs- aði ég um hvort ég ætti að fara og læra trésmíði í Iðnskólanum nú ný- lega vegna þess að ég var kominn með ógeð. En það væri óliklegt að þeir hleyptu mér inn því ég er það sem er kallað skítmixari.” dista@bladid.net SU DOKU talnaþraut Lausn síðustu gátu: Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hvertala komi ekki nema einu sinni fyrir i hverri linu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers niu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Gáta dagsins: 1 2 6 7 5 9 3 9 6 7 9 2 6 7 6 9 4 8 1 5 3 5 1 4 6 3 8 2 8 1 9 8 2 3 5 9 4 6 1 8 7 2 1 6 8 5 7 2 4 9 3 2 4 7 3 8 9 5 6 1 4 3 2 6 5 8 7 1 9 6 8 1 7 9 4 2 3 5 7 9 5 1 2 3 6 4 8 5 7 3 8 1 6 9 2 4 8 2 4 9 3 7 1 5 6 9 1 6 2 4 5 3 8 7 eftir Jim Unger „Hann finnur aldrei sígaretturnar, erþað nokkuð pabbi?" Hvað bar hæst í vikunni? Ágúst Guðmundsson, leikstjóri Um þessar mundir eru allir í kvikmyndageiranum að gera mínútumyndir. Fjörutíu slíkar hafa verið gerðar og eru allar nákvæmlega ein mínúta á lengd. Þetta er eins konar andlegt spretthlaup. Ég lauk við mína í vikunni og hef frumsýnt hana daglega síðan. Annars má nefna hvalveiðarnar sem byrjuðu sem undarleg þjóð- ræknisgjörð og kosningatrikk í prófkjörsbaráttu, en nú er meira horft á neikvæðu hliðarnar. Hafi íslendingar rétt á að veiða hval, sem má vel vera, þá er afar vafa- samt hvort nýta eigi þann rétt. Katrin Anna Guðmundsdóttir, tals- kona Femínistafélags Islands Það sem bar hæst í vikunni var femínistavikan sem Femíni- stafélagið stóð fyrir. Hún hófst þann 24. október og lýkur i dag, laugardag. Það var ýmislegt gert. Atvinnu- og stjórnmálahópur félagsins sendi til að mynda frá sér tvær áskoranir. Skorað var á atvinnurekendur að jafna launa- muninn og konur hvattar til að fara í framboð auk þess sem kjós- endur voru minntir á að kjósa konur í stjórnmálum. Þetta er búin að vera mjög skemmtileg vika, alvöru femínistavika út í gegn! Þorkell Helgason, orkumálastjóri Minnisstæðastur er fýrirlestur þar sem Einar H. Guðmunds- son stjarneðlisfræðingur ræddi um heimsmynd nútímans. Hvert var upphaf alheimsins? Mikill hvellur þar sem allt efni tók að myndast eftir óðaþenslu rúmsins úr einni agnarögn á ótrúlega skömmu augnabliki. Svo er heimurinn enn að þenjast út, millj- örðum ára síðar. Óraviddirnar eru slíkar að við getum aðeins skynjað brot af alheiminum. Samt hafa boðin frá sjónarröndinni verið það lengi á leiðinni að við erum í raun að horfa á upphafið. Ekki nóg með það heldur lifum við kannski ekki í einum alheimi. Heimarnir kunna að vera ótelj- andi margir og án alls orsakasam- bands við okkar heim. Yandamál hins daglega lifs verða hjákátleg í þessu samhengi.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.