blaðið - 18.11.2006, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2006
blaðið
VEÐRIÐ f DAG
ÁMORGUN
VÍÐA UM HEIM
Talsvert frost
Austan 5 til 10 sunnan- og vestanlands síð-
degis, snjókoma með suðurströndinni, en
él og síðan sjókoma vestast. Talsvert frost,
allt að 18 stigum í innsveitum norðan- og
austantil, en mun mildara suðvestantil.
Frostið minna
Austlæg átt, 5 til 10 metrar
á sekúndu fram eftir degi og
bjartviðri norðanlands, en él
sunnan- og vestantil. Vaxandi
norðaustanátt síðdegis.
Algarve
Amsterdam
Barcelona
Berlin
Chicago
Dublin
Frankfurt
/8
10
17
12
7
5
10
Glasgow
Hamborg
Heisinki
kaupmannahöfn
London
Madrid
Montreal
7 New York
10 Orlando
5 Osló
9 Palma
9 París
10 Stokkhólmur
6 Þórshöfn
12
16
7
19
9
8
4
Banaslys:
Ekki vitað
hver ók
Enn liggur ekki fyrir hver
ók bifreiðinni sem ekið var á
steypta klossa á Reykjanesbraut
um síðustu helgi, samkvæmt
upplýsingum frá lögreglunni.
Þrír menn voru í bílnum og
lést einn þeirra í slysinu en hinir
sluppu með minniháttar meiðsl.
Rannsókn lögreglu beinist að
of hröðum akstri, ölvun undir
stýri og aðstæðum á slysstað.
Að sögn lögreglunnar í Hafn-
arfirði er málið enn í rannsókn
og engar frekari upplýsingar
verða gefnar að svo stöddu.
Svíþjóð:
Plástur í
súkkulaðinu
Ungur Svíi varð fyrir mið-
ur skemmtilegri lífsreynslu
þegar hann settist niður
með kærustunni til að fá sér
súkkulaðistykki fyrir framan
sjónvarpið fyrir skömmu.
„Frekar dimmt var í herberg-
inu þegar ég fékk mér fyrsta
bitann. Ég byrjaði að tyggja og
fann þá fyrir einhverju sem ekki
var súkkulaði. Þegar ég spýtti
bitanum út úr mér kom í ljós að
um var að ræða hálfan plástur,“
segir Marcus Sandvik frá Jön-
köping í miðlinum Expressan.
Þegar Marcus hafði samband
við Marabou, framleiðanda
súkkulaðisins, var honum boðið
að fá stykkið endurgreitt.
i n EWT.l
ÚTGÁFA BLAÐSINS
Blaðið kemur að venju næst út á þriðjudag.
Sigurörn í ham Bjargvætt-
urinn Sigurbjörg Sandra
Pétursdóttir bjargaði lífi arnar
sem hún fann í hremmingum
i Grundarfirði.
Fuglum hugsanlega fargað 1 Húsdýragarðinum:
Fuglaflensa skelfir
bjargvætt fálka
■ Sigurörn hugsanlega meö fuglaflensu ■ Reyna aö bjarga erninum aftur
Eftir Val Grettisson
valur@bladid.net
„Ég vona bara að honum verði ekki
fargað," segir Sædís Helga Guðmunds-
dóttir, móðir Sigurbjargar Söndru
Pétursdóttur sem bjargaði erninum
Sigurerni í Grundarfirði síðastliðið
sumar. Tilfelli af fuglaflensu hefur
greinst í Húsadýragarðinum þar sem
hann er vistaður.
Tíu sýni voru tekin síðasta vor.
Fjórir fuglar voru sýktir af fugla-
flensu sem ekki er varasöm mönnum.
Alifuglar eru í mestri hættu enda
ávallt í stórum hópum.
„Til hefur staðið að sleppa honum
hér í Grundarfirði í nokkurn tíma
en hefur frestast vegna veðurs,“ segir
Sædísi. Ætlunin er sú að leyfa Sigur-
björgu að sleppa erninum í heimabæ
sínum en ljóst er að hann þarf að
bíða langþráðs frelsis ögn lengur
vegna óvæntra aðstæðna.
„Ef þeir ætla að farga erninum þá
þurfum við að setja saman undir-
skriftalista til þess að koma í veg
fyrir það,“ segir Sædís sem tekur þó
málinu með stóískri ró. Ljóst var í
sumar að fjögur sýni voru sýkt og
voru fleiri sýni tekin í kjölfarið til
þess að staðfesta fyrri niðurstöðu.
Yfirdýralæknir íhugar hvort
farga þurfi fuglunum en endanlega
ákvörðun er tekin í landbúnaðar-
ráðuneytinu. Tómas Guðjónsson, for-
stöðumaður Húsdýragarðsins, segir
að þá þurfi að slátra 56 fuglum alls.
„Þetta slær mann og ég er undrandi
á viðbrögðunum," segir Tómas og
ljóst er að slátrunin yrði þungt áfall
fyrir garðinn.
Jón Gíslason, forstjóri Landbún-
aðarstofnunar, ítrekar að engin
ákvörðun hafi verið tekin. „Það er
ekkert sem bendir til þess að þetta sé
skætt afbrigði," segir hann. Alifuglar
séu í mestri hættu þó ekki sé útilokað
að Sigurörn sé með flensuna.
Fjarðaál:
Ánægöir með
íslendingana
Gagnkvæm ánægja ríkir milli
íslenskra og erlendra starfs-
manna sem vinna að byggingu
álvers Alcoa á Reyðarfirði. Þetta
kemur fram í niðurstöðum
könnunar sem Alcoa lét gera
meðal starfsmanna sinna.
Tæplega 70 prósent erlendra
starfsmanna segja það hafa
verið ánægjulega reynslu að
vinna með íslendingum og 75
prósent fslendinga segja erlenda
starfsmenn hafa reynst sér vel.
L
Franklín Steiner:
Höfðar mál
gegn Blaðinu
Franklín Steinpr hefur höfðað
meiðyrðamál gegn Blaðinu
vegna greinar iipí óhefðbundn-
ar starfsaðferðirlögreglu.
f greininni stlndur að
Franklín hafi verið umfangs-
mesti fíkniefnasali landsins á
ákveðnum tíma. Sveinn Andri
Sveinsson, lögmaður Frank-
líns, segir fullyrðinguna vera
fullkomlega órökstudda og að
Blaðið verði að axla ábyrgð.
Sigurjón M. Egilsson, ritstjóri
Blaðsins, segir að Franklín
Steiner hafi ákveðið að stefna
Blaðinu og verði málið tekið
fyrir í dómsölum og mæti
Blaðið honum á þeim vettvangi.
Gæða sængur
og heilsukoddar.
Opið virka dagæ 10-18, lau: 11-16 Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500
Súsanna Jónsdóttir er á spítala í Glasgow:
Er á góðum batavegi
„Enn ríkir óvissa um ástand
hennar og hún ruglar mjög mikið.
Þó svo að hún þekki mig alveg þá
sér hún fullt af öðru fólki í kringum
sig enda á sterkum lyfjum," segir
Georg Jónsson, bróðir Súsönnu Jóns-
dóttur sem fékk heilablóðfall þegar
hún var stödd í verslunarferð með
vinum sínum í Glasgow. Hún var
á hótelberbergi sínu þegar hún féll
skyndilega til jarðar.
Georg er hjá systur sinni til að
veita henni stuðning og fylgjast með
batahorfum. Hann segir stíganda
í bata hennar með hverjum deg-
inum sem líður og er ánægður með
skosku sérfræðingana. „Hún er ekk-
ert lömuð í líkamanum og spriklar
alveg núna fram og til baka. Lækn-
arnir eru mjög ánægðir með hversu
hratt lömunin hefur gengið til baka,"
segir Georg. „Nú er það hugsunin
sem þarf að skýrast og læknarnir
segja það geta tekið daga, vikur eða
mánuði. Næstu tvær vikur munu
líklega skera úr um hversu hraður
batinn verður."