blaðið - 18.11.2006, Blaðsíða 18

blaðið - 18.11.2006, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2006 blaðið HVAÐ VILJUM VIÐ - HVERT STEFNUM VIÐ? Við stöndum öll á tímamótum. Hér veltir Steingrímur J. Sigfússon fyrir sér hvert við viljum í raun og veru stefna. Hann skoðar málin frá ólíkum sjónarhornum og hveturtil skoðanaskipta um framtíðina, landið okkar,stöðuna í um- heiminum, lýðræðið, atvinnulífið og umhverfismálin. / VIÐ ÖLL íslenskl velferðarsamfélag á tímamótum Steingn'murJ. Sigfússon Bók sem mótherjar Steingríms jafnt og samherjar taka fagnandi. EINSTÖK FERÐASAGA Munkríkið Aþos var stofnað 963 og er elsta lýðveldið í heiminum. Ekkert kvenkyns hefur nokkru sinni stigið þangað fæti þótt María guðsmóðir sé verndari þess.Lífsmáti munk- anna ereinstakurog mikil náttúrufegurð á Aþosskaga,enda er svæðið á heimsminja- skrá UNESCO. Sigurður A. Magnússon hefur tvívegis heimsótt þetta sérstaka samfélag. Hér segir hann sögu þess og lýsir ferðalögunum á hinar ævintýralegu slóðir við frumstæðar aðstæður. Fyrr á árinu var Sigurður sæmdur heiðursorðu gríska lýðveldisins fyrir störf í þágu grískrar menningar síðustu 55 ár. —jmam M Bókaútgáfan Salka • Ármúla 20 Sími 552 1122 • www.salkaforlag.is Umhverfisvænt forlag stöðu Geir ætlar nú að taka til Árna. Af hverju hefur enginn fjöl- miðill spurt Geir um skoðun hans á hinum „tæknilegu mistökum“? Annað mál, og ekki síður furðu- legt, er hin stóreinkennilega grein sem Arnar Jensson skrifaði í Moggann út af greinaflokki Blaðs- ins um vinnubrögð lögreglunnar. Nú var Arnari vitaskuld frjálst að hafa skoðun á því hvernig Blaðið fjallaði um ávirðingar sem gegn honum hafa verið bornar fyrr og nú - ég ætla ekki að fara út í þá sálma. En með því að tengja sérhvern andblástur gegn sér við Baugsmálið, það var eigin- lega svo undarleg túlkun af hálfu eins æðsta lögreglumanns þjóð- arinnar að mann setur beinlinis hljóðan. Þetta bar nefnilega ekki vitni um mjög sterka dómgreind. Og góð dómgreind er jú það sem maður vonar að lögreglumenn hafi fyrst og síðast til að bera. Mega menn ekki verja sig? I fyrsta lagi bar grein Arnars vitni um að hann virðist hafa afar frumstæða hugmynd um hvernig fjölmiðlar vinna. I öðru lagi skorti töluvert upp á rithöfundarhæfileika hans því hinartilbúnupersónur„kunningj- anna“ tveggja voru vægast sagt ekki sannfærandi sköpunarverk. { þriðja lagi virðist Arnar blindur fyrir því að það hefur hvorki þurft fjölmiðla né óhæfa dómstóla (eins og hann gerðist svo djarfur að gefa í skyn) til að „klúðra“ Baugsmálinu. Lögreglan og aðrir rannsóknaraðilar hafa reynst alveg fullfærir um það sjálfir. í fjórða lagi var sá ami sem Arnar hafði af því að Baugsmenn gripu til allra tiltækra varna í málinu óskiljanlegur og eigin- lega svolítið hrollvekjandi. Nú má vissulega ræða fram og til baka hvort óbreyttur almúginn í landinu hafi sömu möguleika og fjársterkir auðmenn til að verjast sakargiftum. En að háttsettur lög- reglumaður skuli gefa í skyn að það þurfi að grípa til ein- hvers konar aðgerða til að koma í veg fyrir að menn verji sig, það er ... ja, ekki gott, svo vægt sé til orða tekið. Það hefur nú ekki b e i n t En ungu sjálfstœðis- mennirnir reyndust forspáir þegaÆoeir lýstu áhyggjum sínÉtn af því aö hafa Árna á listan- um. Daginn eftir aó Geir Haarde lýsir eindregn- um stuöningi vió Árna Johnsen, þá lœtur hann þessa sprengju falla. skort á það hingað til að löggan og ákæruvaldið „gripu til að- gerða“ gegn Baugi. Þar hefur ekk- ert verið til sparað. Á svo líka að banna þeim að verja sig? Nei, ég er smeykur um að með grein sinni hafi Arnar Jensson lítið gert annað en staðfesta hverja einustu fullyrðingu Baugsmanna um að unnið sé gegn þeim af ein- hverjum annarlegum hvötum. Franklín Steiner fer í mál Að lokum: Skemmtilegasta frétt vikunnar var náttúrlega að Frank- lín Steiner ætlar í mál við Blaðið fyrir að hafa haldið þvi fram að hann væri eða hefði verið einn umsvifamesti fíkniefnasali lands- ins - eða hvernig sem það var orðað. Sú frétt var svo skemmti- leg að ég sá ekki betur í Kastljósi en að lögmaður Franklíns, Sveinn Andri Sveinsson, ætti fullt í fangi með að skella ekki upp úr þegar hann skýrði frá þessu. Arnar Jensson „toluvert skorti upp á rithöfundarhæfileika hans þvíhinar tilbúnu persónur „kunn- ingjanna" tveggja voru vægast sagt ekki sannfærandi sköpunarverk" Arni Johnsen „hefur ekk ert lært og öllu gleymt" Mistök á mistök ofan Hm. Það vantar ekki að þetta hafi verið furðu- leg fréttavika. Mörg þeirra mála sem upp hafa komið eru að vísu þess eðlis að maður vill sem minnst koma nálægt þeim. Hins vegar verður ekki hjá því komist að nefna þá óvæntu uppgötvun Árna Johnsens að hann hefði gert „tæknileg mistök" sem leitt hefðu til þess að hann hefði þurft að dúsa í fangelsi. Ég er viss um að rannsóknarlögreglumenn munu lengi þurfa að súpa seyðið af þeirri túlkun þegar gamansamir sakborningar grípa til hennar við yfirheyrslur. „Ha, innbrot? Ha, var ég gó- maður með þýfi? Neeei, strákar mínir, þetta voru bara tæknileg mistök hjá mér. Ekkert til að gera veður út af.“ Á sínum tíma - þegar mál Árna Johnsens komu fyrst upp - þá var ég í fríi frá pistlaflutningi og ég man hvað ég var dauðfeginn að þurfa ekki að hafa skoðun á því máli opinberlega. Það var svo dæmalaust pínlegt að verða vitni að því hvernig Árni gróf sina eigin gröf, dýpra og dýpra með hverjum deginum. Og hvort sem Árna líkar betur eða verr, þá gleymist það seint, útvarpsvið- talið sem Kristján Guy Burgess tók við hann og Árni gerði endan- lega út af við sjálfan sig. Þá hefði ég látið segja mér tvisvar að sá maður ætti eftir að snúa aftur í stjórnmál. Hvað segir Geir Haarde um hin„tæknilegu mistök" Samt skildi ég satt að segja lítið í því um daginn þegar ungir sjálfstæðismenn voru hver af öðrum á netsíðum sínum að lýsa andúð sinni á því að Árni hefði náð öruggu þingsæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjör- dæmi. Úr því kjósendur þar voru greinilega tilbúnir til að fyrirgefa Árna, þá fannst mér undarlegt af ungum sjálfstæðismönnum að rugga svona bátnum með því að andmæla svo ákveðið. Andstæð- ingar - já, andstæðingar! - flokks- ins virtust ekki ætla að gera mál úr Árna, og hví skyldu þá sjálf- stæðismenn sjálfir gera það? En ungu sjálfstæðismennirnir reyndust forspáir þegar þeir lýstu áhyggjum sínum af því að hafa Árna á listanum. Daginn eftir að Geir Haarde lýsir eindregnum stuðningi við Árna Johnsen, þá lætur hann þessa sprengju falla. Um að hann hafi bara gerst sekur um þessi „tæknilegu mistök“. Sem sýnir að hann hefur ekkert lært og öllu gleymt. Og fyrirgerði um leið, held ég, allri hinni end- urvöktu samúð sem hann naut hjá hluta þjóðarinnar. Það verður verulega forvitnilegt hvaða af-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.