blaðið - 18.11.2006, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2006
blaöið
Ferðalög og falsanir
Sumarið 1938 tók Carl Christensen,
danskur ríkisborgari, á leigu hús-
næði þar sem Nýja bifreiðastöðin
hafði áður verið. Eftir að bifreiða-
stöðin flutti stóð húsnæðið tómt
að mestu en eftir varð ýmiskonar dót, þar á
meðal selskinn. Carl tók selskinnið og seldi
Þóroddi Jónssyni skinnakaupmanni hvert
skinn á 10 krónur.
Brast kjark
Carl fann fleira í húsnæðinu sem hann
hafði tekið á leigu, hluti sem urðu eftir þeg-
ar bifreiðastöðin flutti þaðan. Meðal þess
sem Carl fann voru tvö tékkhefti. Hann lét
tvo félaga sína vita, Magnús Jónsson og Þór-
arin Vigfússon. Þeir ræddu sín á milli hvað
þeir ættu að gera við tékkheftin og varð nið-
urstaðan sú að falsa tékka og var ráðagerð
þeirra að gera það utanbæjar. Fyrstu ferðina
ákváðu þeir að fara austur á Selfoss. Til ferð-
arinnar leigðu þeir sér bíl en til þess urðu
þeir að greiða 30 krónur sem Magnús lagði
út fyrir.
Áður en þeir lögðu af stað hafði Carl fals-
að ávísun upp á þrjú þúsund krónur, útgef-
andi var sagður vera Samband íslenskra
sapivinnufélaga. Hann vélritaði á eyðublað-
ið en handskrifaði undir nafn eins af for-
stjórum Sambandsins. Þegar þeir komu á
Selfoss stoppuðu þeir við útibú Landsbank-
ans. Þórarinn var valinn til að fara í bank-
ann og fá tékkanum skipt. Þegar Þórarinn
kom inn í bankann brast hann kjark og í
stað þess að reyna að fá tékkanum skipt
bað hann um víxileyðublað. Þegar Þór-
arinn kom út í bíl sagðist hann ekki hafa
getað skipt tékkanum þar sem í bankanum
hefði verið maður sem hann þekkti. Ekki
var annað að gera að sinni en snúa aftur
til Reykjavíkur og eyðilögðu þeir tékkann
við svo búið.
Núgekk það
Nokkru síðar fóru þeir aftur austur á
Selfoss sömu erinda. Allt var með svipuðu
sniði; bíll var leigður og á leiðinni austur
skrifaði Carl á nokkur tékkablöð þar til
hann hafði útfyllt eitt þeirra svo vel lík-
aði; hin eyðilögðu þeir. Tékkinn sem þeir
ákváðu að nota var að fjárhæð 1.384 krón-
ur og sem útgefanda höfðu þeir ákveðinn
mann sem að sjálfsögðu kom hér hvergi
aða tékkanum og fékk afganginn í pening-
um. Reyndar voru þeir með tvo aðra tékka
með sér, annan upp á 1400 krónur og var
ætlunin að Þórarinn freistaði þess að fá
honum skipt í Sparisjóðnum. í Sparisjóðinn
fór hann en brast kjark. Magnús var einnig
með tékka en ekkert varð úr að reynt yrði að
skipta honum.
Næst til Akureyrar
Sæmilega hafði gengið að afla fjár með
þessum hætti og var ákveðið að freista gæf-
unnar næst á Akureyri. Áður en til þess
kom bættist fjórði maðurinn í hópinn, Ragn-
reyndi að fá honum skipt en það gekk ekki.
Þórarinn, Magnús og Ragnar fengu þá Carl
til að hætta frekari tilraunum til tékkasölu
á Akureyri. Þeir héldu til Reykjavíkur.
Þegar þeir komu suður settust þeir niður
til að skipta fengnum á milli sín. I fyrstu var
ákveðið að Ragnar fengi 200 krónur í sinn
hlut. Ragnar var ekki sáttur við það, taldi
sig eiga að fá fullan hlut á við hina. Úr varð
að þeir létu hann fá 100 krónur til viðbótar,
samtals 300 krónur.
Eftir aö Landsbankinn á Selfossi og Útvegsbankinn, bæöi í
Keflavík og á Akureyri, kærðu til lögreglu hófst rannsóknin.
nærri. Nafn framseijanda var út í bláinn.
Þegar þeir komu á Selfoss varð úr að Carl
færi í bankann. Nú gekk allt að óskum,
tékkanum var skipt. Ágóðanum, að frá-
dregnum kostnaði, skiptu þeir jafnt á milli
sín.
Félagarnir ákváðu fleiri ferðir. Næst
skyldi halda til Keflavíkur. Áður höfðu Carl
og Magnús séð þegar Stefán Þorláksson
bóndi fyllti tékka í Xfengisverslun ríkisins
og náð niður reikningsnúmeri hans.
Áður en þeir fóru til Keflavíkur útfyllti
Karl nokkra tékka þar sem hann notaði
reikningsnúmer Stefáns bónda og skrifaði
nafn hans undir. Úr varð að þeir hugðust
nota tékka að fjárhæð 400 krónur.
Þegar til Keflavíkur kom fór Þórarinn
inn í verslun og keypti sér þar stígvél sem
kostuðu 22 krónur. Hann greiddi með fals-
ar Pálsson. Þeir lögðu af stað föstudaginn 2.
september. Fyrsta dag ferðarinnar komust
þeir i Hvalfjörð. Á laugardeginum komust
þeir norður á Blönduós og aðfaranótt mánu-
dagsins gistu þeir hjá skyldfólki Ragnars.
Það var síðan á mánudag að þeir komu til
Akureyrar. Nú voru þeir betur búnir en áð-
ur; höfðu keypt sér stimplakassa og stimpl-
að nöfn þriggja fyrirtækja á nokkra tékka;
Samband íslenskra samvinnufélaga, Heild-
verslunin Hekla og Smjörlíksgerðin.
Þegar þeir voru komnir til Akureyrar
skrifaði Carl á nokkur tékkaeyðublöð. Eitt
þeirra fór Þórarinn með í Útvegsbankann
og fékk tékkanum skipt en hann var að fjár-
hæð 1897 krónur. Magnús var með tékka
upp á 190 krónur þar sem nafnið Stefán
Bergmann var notað sem útgefandi. Magn-
ús fór með tékkann í verslun þar sem hann
Rannsókn hefst
Eftir að Landsbankinn á Selfossi og Út-
vegsbankinn, bæði
í Keflavík og á Akur-
eyri, kærðu til lögreglu
hófst rannsóknin.
Grunur beindist strax
að Carli. Hann játaði
strax og benti á félaga sina. Þeir játuðu allir
aðild að svikunum. Ragnar sagðist hafa ætl-
að að halda sig utan við málið, hann hefði
eftir umhugsun tekið við peningunum en
ætlað að geyma þá.
Fjórmenningarnir gátu allir skilað
nokkru fé og Þorsteinn Þorsteinsson, kaup-
maður í Keflavík, fékk aftur stígvélin sem
greidd höfðu verið með fölsuðum tékka.
í aukarétti voru þeir dæmdir; Carl til
að sæta átján mánaða betrunarhússvinnu,
Þórarinn og Magnús í tveggja ára betrunar-
hússvinnu og Ragnar í fangelsi til fjögurra
mánaða. Refsing þess síðastnefnda var skil-
yrt héldi hann almennt skilorð. Þá voru þeir
allir dæmdir til að greiða skaðabætur til
Landsbankans og Útvegsbankans.
Hæstiréttur staðfesti refsinguna sem
aukaréttur hafði dæmt fjórmenningana til.
Allir fila
Delfí
Nýr, mjúkur, ferskur ostur