blaðið - 18.11.2006, Blaðsíða 32
36 LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2006
blaðið
„Fyrir löngu síðan drap ég niður
fæti á Indlandi sem fátækur náms-
maður á flakki. Ég hef skoðað öm-
urleg fátækrahverfi á nokkrum
stöðum á hnettinum og þykist vita
hvað í vændum er á Indlandi. En
það er nú einu sinni eins og það er
að þegar maður er í opinberri heim-
sókn og hafður í bómull þá er ekki
beinlínis verið að sýna manni það
ljótasta. Ég held að það fari ekki
framhjá neinum sem ferðast um
Indland að þar ríkir gríðarleg mis-
skipting og stéttaskipting. En það
þarf ekki Indland til. 1 bók minni
vitna ég til Bandaríkjanna. Það vill
svo til að ég er skokkari af ástríðu
eins og kannski einhverjir vita og
er yfirleitt með hlaupaskóna með
mér þegar ég er að ferðast því það
er ekki síst nauðsynlegt að viðra
sig og hreyfa sig þegar maður er á
fundaferðalögum. Ég hef skokkað
í stórborgum í Bandaríkjunum. Ef
maður setur á sig hlaupaskó og
leggur af stað frá miðborg Washing-
ton og hleypur í korter út í úthverfin
þá er maður kominn frá gríðarlega
glæsilegum svæðum og byggingum,
burt frá allri auðlegðinni sem blasir
við manni í þessu mesta stórveldi nú-
timans, og í hverfi þar sem húsnæð-
islaust fátækt fólk, vafið innan i dag-
blöð og tuskur, sefur í húsaskotum.
Það tekur meðalskokkara ekki nema
korter að skokka á milli þessara gjör-
ólíku heima í sjálfri heimsborginni
Washington."
Lukkunnar pamfíll
Þú hefur gaman af starfi þínu, er
það ekki?
„Mér finnst gaman að vera þátt-
takandi í stjórnmálum en vissulega
er þetta krefjandi starf. Stundum
finnst mér varla geta staðist að ég sé
búinn að vera á þingi í bráðum 24 ár.
Ég nýt þess að ég byrjaði mjög ungur
og hef öðlast reynslu og yfirsýn án
þess að vera orðinn alltof gamall og
hrumur. Ég get sagt að ég sé lukk-
unnar pamfíll i þeim efnum. Ég er
mjög sáttur við að hafa byrjað ungur
í pólitík og allt stefnir í að ég helgi
henni starfskrafta mína, allavega
drýgstan hluta starfsævi minnar. En
gott og vel, einhverjir verða að sinna
pólitíkinni.“
Finnst þér ekki vera kominn tími
til að þú komist í ríkisstjórn?
„Ég minni á að það er hægt að hafa
áhrif í stjórnmálum á marga vegu,
þótt menn sitji ekki í ríkisstjórn,
meðal annars með því að skrifa bók.
Hitt er svo annað mál að ég er alveg
tilbúinn að setjast í ríkisstjórn og
það er mikil þörf á því að umskipti
verði í íslenskum stjórnmálum. Ég
held að stór hluti þjóðarinnar bíði
eftir því að svo verði. Það er hins
vegar mikill misskilningur ef menn
halda að það sé eitthvert úrslitaat-
riði fyrir stjórnmálamenn að verða
ráðherrar. Margir merkir menn sem
höfðu gríðarleg áhrif í stjórnmálum
urðu aldrei ráðherrar eða vildu ekki
verða ráðherrar, eins og Einar 01-
„Ég stiug upp n því í bókinni að
við bjóðumst til að hýsa liér smá-
ríkjastofnun Sameinuðu þjóðanua.
Þetta verði formleg stofnun sem
gæti hagsmuna og réttinda smærri
ríkja og sjálfstjórnarsvæða og
smærri menningar- og málsvæða."
W/ /
Nicorette Fruitmint
Nýtt bragð
sem kemur á óvart
Nicorc»tte nikótínlyf eru fáanleg án lyfseðils og eru notuö þegar reykingum er hætt eöa þegar dregiö er úr
reykingum. Til að ná sem bestum árángri skal ávallt fylgja leiöbeiningum í fylgiseðli. Skammtar eru
einstaklingsbundnir eftir þvf hve mikíö er reykt, hvort hætta á reykingum eöa draga úr þeim. Því ber aö
kynna sér upplýsingar um notkun í fylgíseðli. í fylgiseðlínum eru upplýsingar um: verkun og notkun,
varúðarreglur. míkilvægar upplýsingar sem nauðsynlegt er aö lesa áður en lyfin eru notuð, hugsanlegar
aukaverkanir og aðrar upplýsingar. Leitið til læknis eóa lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um
lyfin. Þeir sem fengió hafa ofnæmi fyrir nikótíni eða öórum innihaldsefnum lyfsins, nýlegt hjartaáfall,
óstöðuga versnandi hjartaöng, alvarleg hjartsláttarglöp eða nýlegt heilablóðfall eiga ekki aó nota Nicorette
nikótínlyf. Börn yngri en 15 ára. þungaóar konur og konur með barn á brjósti eiga ekki að nota Nicorette
níkótínlyf nema aó ráói læknis. Lesið allan fylgiseóílinn vandfega áður en byrjað er að nota lyfió.
Geymiö fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.
Handhafi markaðsleyfis: Pfízer ApS. Umboð á íslandi: Vistor hf.t Horgatúni 2, Garðabæ. www.nicorette.is
Tilboðsverð 2006
VÆNTA?
EFTIR H
EINLÆG OG
ÁTAKAMIKIL
ÆVISAGA SEM
LÆTUR ENGAN
ÓSNORTIN
Bókaútgáfan
Hólar
geirsson. Ætli nokkur maður haldi
því fram að hann hafi ekki haft
áhrif í íslenskum stjórnmálum."
Þú ert það sem kallað er sterkur
formaður þíns flokks. Hvað finnst
þér um hugmyndina um hinn sterka
formann sem hefur fulla stjórn á
sínum flokki?
„Stundum er talað um flokks-
formenn eins og þeir eigi að kúga
flokksmenn til hlýðni. Er það
þannig sem menn vilja vinna? Nei,
allavega ekki ég. Það er hneykslan-
legt þegar menn eru jafnvel farnir
að mæra einhvers konar harðstjórn-
araðferðafræði og halda að stjórn-
málamenn verði meiri af slíku. Að
lokum verða menn fyrst og fremst
miklir af verkum sínum en ekki
af þeim titlum sem þeir hafa borið
eða ytri umgjörð. Þegar menn hafa
mikla þörf fyrir að sýna mátt sinn
og megin, auð sinn og völd sín þá er
yfirleitt minnimáttarkennd og óör-
yggi þar á bak við. Ekki satt?“
kolbrun@bladid.net