blaðið - 18.11.2006, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2006
blaðið
TILBOÐ
Eikarrúm
Stærð: 142 sm x 203 sm
með springdýnu
Kr. 10.000 stgr.
og gerið góð kaup
Varnarliðssala Geymslusvæðisins - Sigtúni 40
Mánud. Þriðjud. Miðvikud.
12-18
12-18
12-18
Fimmtud.
12-21
Föstud. Laugard.
10-18 10-18
Sunnud.
12-18
N
Hugljúf jólastemmning
Jóladiskur Mannakorna kemur út 23. nóvember
Jól með Mannakornum
Sígildar jólaperlur
Pálmi Gunnarsson
Magnús Eiríksson
Hrund Ósk
Siggi Pálma
Á þessari hugljúfu og skemmtilegu plötu flytja Þeir
Pálmi Gunnarsson og Magnús Eiríksson ásamt
góðum gestum, mörg af okkar uppáhalds jólalögum
r ^ Tónleikaröó Mannakorna
Seltjarnameskirkja 23. nóv. kl. 20:00
□alvíkurkirkja 26. nóv. kl. 16:00
Bústaðarkirkja 28. nóv. kl. 20:00
Selfosskirkja 29. nóv. kl. 20:00
Miðasala á midi.is
og á tónleikastöðum (samdægurs) L A
OOO
lUr
^ÚTQAFi
HÚSASMIDJAN
...ekkert mál
Deilt um forsfendur í verðmati
svirkjunar
Verömiði ríkisins var 35 milljarðar
Arðsemiskrafan í I
irði
Eftir Trausta Hafsteinsson
trausti@bladid.net
„Það er ekki rétt að gefið hafi
verið eftir í öllum kröfum í við-
ræðunum og það hallaði alls
ekki bara í eina áttina. Barist var
um hverja einustu forsendu líkt
og tíðkast í borgarastyrjöldum,
þar sem barist er frá húsi til
húss,“ segir Sigurður Snævarr
borgarhagfræðingur sem sat í
samninganefnd Reykjavíkur-
borgar um sölu helmingshlutar í
Landsvirkjun.
Sigurður segir það ekkert
launungarmál að borgin vildi fá
meira fyrir hlut sinn. Ef allar at-
hugasemdir borgarinnar og fyr-
irtækjaráðgjafar Landsbankans
eru teknar með í reikninginn
er ljóst að verðmat fyrirtækisins
hefði orðið mun hærra. Sigurður
ítrekar að barist hafi verið gegn
kröfum ríkisins og þar hafi ál-
verð skipt miklu. „Um álverðið
var deilt og náðum við þvi fram
að metið yrði hæsta mögulega ál-
verð á matstímanum," segir Sig-
urður. „Þetta skipti okkur geysi-
lega miklu máli og ríkið barðist
mjög gegn þessu. Ríkið vildi
nota lægsta mögulega álverð og
verðmatið hefði þá hugsanlega
getað staðið í 35 milljörðum."
Ekki sama mat
Jón Þór Sturluson, dósent í
hagfræði við Háskólann í Reykja-
vík, segir gagnrýni á verð Lands-
virkjunar eiga rétt á sér og telur
hana hafa verið setta málefnalega
fram. 1 lykilhlutverki sé arðsemis-
krafan. „Mér finnst athyglisvert
að ekki er stuðst við sömu arðsem-
iskröfu við Landsvirkjun og við
Kárahnjúkavirkjun. Krafan í fyr-
irtækið er hærri en í virkjunina,"
segir Jón Þór. „Ef sömu arðsemis-
kröfu er beitt og notuð er við virkj-
unina, sem Landsvirkjun hefur
sett sem forsendu, þá munar hátt
í prósentustigi. Slíkt gæti aukið
verðmæti fyrirtækisins um nærri
tuttugu milljarða."
Stuðst við nauðasamning
Aðspurður telur Sigurður það
umdeilanlegt að ekki hafi verði
notaður nýjasti raforkusamn-
ingur sem gerður hefur
verið og endurspegli því
ekki nýjasta vilja stóriðju-
fyrirtækis til raforkuverðs.
Þess í stað var notaður nýj-
asti samningur sem Lands-
virkjun gerði við Alcoa við
verðmatið. „Æskilegra hefði
verið að nota samning við
Norðurál og hefði verðmat
ParX orðið heldur hærra,“
segir Sigurður og bendir á að
i Blaðið í gær.
Ekki réttað
gefið hafi verið
eftir i öiium
krðfum
Sigurður Snævarr,
borgarhagfræðingur
Ekki er stuðst við
sömu arðsemis-
kröfuogvíð
Kárahnjúkavirkjun
Jón Þór Sturiuson,
dósent í hagfræði
KR0FUR SEM B0RGIN
NÁÐI FRAM:
Virði*
Smæðarálag lækkað um 0,8 prósent
13 milljarðar
Hæsta álverð notað til grundvallar
15milljarðar
Aukið virði Landsnets
3 milljarðar
Samtals: 31 milljarðar
‘áætlaðar tölur.
KR0FUR SEM B0RGIN
NÁÐI EKKI FRAM:
Virði*
Smæðarálag lækkað niður í hálft prósent
8 milljarðar
Arðsemiskrafa lækkuð um eitt prósent
20 milljarðar
Tekið mið af áliðnaði almennt
Erfitt að meta
Framtíðarmöguleikar Erfitt að meta
Samtals: 28 milljarðar
‘áætlaðar tölur.
samningsstaða þjóðarinnar hafi
verið allt önnur þegar samið var
við Alcoa en hún er í dag. „Við
gagnrýndum þetta í viðræð-
unum því eðlilegast er að fara
eftir núgildandi eftirspurn á
raforkumarkaði."
Munar átta milljörðum
Þegar verð á íslenskum fyr-
irtækjum er metið er í sumum
tilvikum tekið tillit til smæðar
markaðarins. Algengt er að við-
skiptabankarnir noti hálft pró-
sent svokallaðs smæðarálags á
fyrirtæki af þeirri stærðargráðu
sem Landsvirkjun er. Sigurður
segir ljóst að borgin hafi viljað
lækka smæðarálagið sem notað
var enda sé lánshæfismat fyrir-
tækisins vel þekkt. „Við töldum
að smæðarálagið væri of hátt. I
raun vildum við ekki hafa það
með í reikningnum, enda ekki
alls staðar notað. í okkar huga
átti það að vera sem lægst og
teljum það hafa verið of hátt í end-1
anlegri útgáfu," segir Sigurður.
„Okkar krafa náði ekki fram að
ganga í þessu en við náðum þó að
lækka það frá fyrsta matinu sem
gert var.“
Samkvæmt svörum borgar-
stjórnar hefði krafa borgarinnar
um lækkun álagsins niður í
hálft prósent, eins og krafist var, I
hækkað verðmæti Landsvirkj-
unar um tæpa átta milljarða.
Framtíð ekki metin
Samningsaðilar voru sammála
um að meta fyrirtækið eins og
það er í dag. Oft eru framtíðar-1
möguleikar teknir inn í verðmat
fyrirtækja. Aðspurður telur Jón
Þór það skiljanlegt að framtíðar-1
möguleikar hafi ekki verið taldir
með. „í samningnum er í staðinn
ákvæði sem tryggir seljendunum
helmingshlut ef Landsvirkjun
verður seld innan fimm ára. Að
vissu leyti kemur það í stað fram-
tíðarmöguleikanna í verðmati."
Sigurður segir að ákveðið hafi
verið að taka framtíðarmögu-1
leika Landsvirkjunar ekki með í
reikninginn. „Um þetta var ekki
eining en hins vegar var fallist
á það að taka þá ekki inn. Við
teljum möguleika fyrirtækisins, I
innanlands og utan, vera mikla,“ |
segir Sigurður. „Við töldum
að ýmsir liðir hefðu átt að vera
teknir með. Mótrökin voru þau
að um þetta sé ákveðin óvissa en
þó liggja fyrir upplýsingar um
sameiningu orkufyrirtækja.“
Of mikil áhætta
Þegar fyrirtæki eru metin
er æskilegt að hafa sem mesta
ávöxtun og minnsta áhættu. Jón
Þór telur að áhættumatið sé í
hærri kantinum. „Að vissu leyti
er áhættan ofmetin. Ég hef þá
trú að orkuverð fari hækkandi
og ekki er tekið nóg tillit til
þess í samningnum," segir
Jón Þór.
Sigurður er sammála. I
Hann telur óeðlilegt að ein-1
I vörðungu hafi verið miðað
við þau álfyrirtæki sem
hér eru í stað þess að meta
áhættu í áliðnaði almennt. i
. „Ef svo hefði verið gert hefði
útkoman litið töluvert öðru-
vísi út. Ég hefði gjarnan
viljaðgangalengra ogíverð-1
inu hefði munað þónokkuð
miklu," segir Sigurður.
í