blaðið - 18.11.2006, Blaðsíða 24

blaðið - 18.11.2006, Blaðsíða 24
24 LAUGARD/ blaöiö Á morgun klukkan 14 mun Halldór Björn Run- ólfsson listfræðingur leiða gesti um sýninguna Málverkið eftir 1980 í Listasafni Islands. Ólöf K. Sigurðardóttir sýningarstjóri verður með leiðsögn um sýninguna Asmundur Sveinsson - Maður og efni á morgun í Ásmundarsafni. Sýningin sýnir vel með hvaða hætti listamaðurinn vann með ólík efni á borð við tré, leir, gifs, brons og aðra málma og hvernig sömu viðfangsefnin njóta sín í mismunandi efnum. Leiðsögnin hefst klukkan 14 ''ÓVEMBER 2006 Lofa rífandi stemningu Svenni í Roof Tops 40 árum síðar „/minningunni voru þetta algjör sjúkheit í jákvæöustu merkingu þess orös.“ Menningarhelgin Einn helsti forsprakki þýsku nýbylgj- unnar, Werner Herzog, er kvikmynda- áhugamönnum að góðu kunnur og tilvalið er að endurnýja þessi kynni um helgina. Á Aðalvideoleigunni á Klapparstíg er að finna hans helstu myndir. Til dæmis mætti mæla með Nosferatu: Phantom der Nacht frá 1979 þar sem hinn magn- aði Klaus Kinski fer með hluverk Drakúla greifa og Bruno Ganz leikur Jonathan Harker. Myndin var tekin upp tvisvar, fyrst á þýsku og síðan á ensku. Horfið á þá þýsku, enskan fer ekki sérlega vel í munni Kinskis. Listakonan Hildur Bjarnadóttir sýnir um þessar mundir ný verk í Safni, Lauga- vegi 37. Hiidur hefur á und- anförnum árum fengist við gerð verka er byggja á vísunum í alda- langa hannyrða- og handverkshefð kvenna og hefur hún hlotið fjölmargar viðurkenningar fyrir verk sín, þar á meðal Sjónlistaorðuna fyrir myndlist fyrr á þessu ári. Safn er opið í dag og á morgun frá 14-17. Breski rithöfundurinn Malcolm Lowry sendi frá sér skáldsöguna Under the Volcano árið 1947. Þetta er mögnuð saga sem segir f rá Geoffrey Firmin, drykkfelldum breskum konsúl í mexíkóska smábænum Quauhnahuac á degi hinna dauðuárið 1938. Lowry gekk brösulega að finna útgefanda að bókinni en hún hefur notið mikilla vinsælda æ síðan og árið 1998 var hún númer 11 á lista yfir 100 bestu skáldsögur tuttugustu aldarinnar sem útgáfufyrirtækið Modern Library sendi frá sér. Tilvalin lesning á köldum vetrardegi. Norski saxófónleikarinn Jan Garbarek hefur framkallað gæsahúð á ótal kroppum á umliðnum árum með töfrandi leik sínum á tenór- og sópransaxófón. Hann hefur unnið töluvert með breska kvar- tettnum Hilliard En- semble sem hefur einkum sérhæft sig í tónlist miöalda og endurreisnartímans. Plöturnar Officium og Memosyne senda hlustandann beint í munkaklaustur á 15. öld og innleiða frið og ró í hjartað. sjöunda áratugnum var Glaumbaer við Frikirkju- veg miðpunkturinn í skemmtanalífi borgar- innar. Þeir eru ótal marg- ir sem eiga þaðan ljúfar minningar um laglega stúlku í rauðum ballkjól og pilt með bítlahár í vel pússuðum spariskóm sem leiddust heim síðla kvöld eftir vel heppnaðan dansleik. Roof Tops er ein þeirra hljómsveita sem léku fyrir dansi í Glaumbæ og naut mikilla vinsælda. Hljómsveit- in kom fyrst fram i Glaumbæ í mars 1968 og vakti fljótlega athygli fyrir hressilega danstónlist. Vorið 1969 kom út fyrsta hljómplata hljómsveit- arinnar, fjögurra laga plata þar sem meðal annars var að finna lagið Söknuð sem flestir þekkja. Roof Tops hætti störfum um ára- mótin 1974-1975 en nokkuð var um mannabreytingar meðan hljóm- sveitin starfaði. Nú dregur heldur betur til tíðinda því hljómsveitin ætlar að koma saman á ný og leika á dansleik á Súlnasal á Hótel Sögu í kvöld en þrjátiu ár eru síðan hljóm- sveitin lék síðast fyrir dansi. Geymt en ekki gleymt „Þetta byrjaði þannig að við vor- um kallaðir í þátt á Ríkisúvarpinu sem heitir Geymt en ekki gleymt. Þar var farið yfir alla þessa sögu okkar og þá kom upp sú hugmynd að endurútgefa gömlu plöturnar okkar, “ segir Sveinn Guðjónsson, orgelleikari sveitarinnar. „Til að gera það almennilega vildum við að halda upp á það og ákváðum því að halda tónleika á Hótel Sögu þar sem saga hljómsveitarinnar verður rifjuð upp.“ Út er að koma þriggja geisladiska pakki frá Roof Tops á næstu dögum. Á einni plötunni er að finna öll þau tuttugu lög sem sveitin gaf út meðan hún starfaði en á hinum tveimur eru upptökur af tónleikum sveitarinnar i Ungó í Keflavík 1972 og hins vegar úr Tjarn- arbúð 1974. Þessar tónleikaupptökur hafa ekki komið út áður. „Við erum ótrúlega kátir með þetta allt sam- an. Við höfum skemmt okkur kon- unglega undanfarnar vikur og það er rífandi stemning á æfingum hjá okkur,“ segir Sveinn og bætir við að þeir félagar hlakki mjög til kvölds- ins þar sem aðdáendur munu án efa fjölmenna, taka sporið og ylja sér við minningarnar. Alltaf fjör á böllum Roof Tops á sér merkilega sögu sem er samofin menningarsögu þjóðarinnar. í bókGests Guðmunds- sonar og Kristínar Ólafsdóttur ’68, Hugarflug úr viðjum vanans, segir meðal annars frá því að Bubbi hafi strokið að heiman, þá fimmtán ára gamall, og húkkað sér far upp í Saltvík. Þar fékk hann að spila eitt lag Donovans með Roof Tops og er þetta iíklega í fyrsta sinn sem Bubbi spilaði opinberlega á sviði. Sveinn segir þennan tíma hafa verið alveg einstakan. „I minningunni voru þetta algjör sjúkheit í jákvæðustu merkingu þess orðs. Um tíma lifð- um við algjörlega fyrir tónlistina og stemninguna sem þessu fylgdi. Við nutum mikilla vinsælda sem ballhljómsveit og plöturnar okkur gefa kannski ekki alveg rétta mynd af hljómsveitinni en þær eru allar í rólegri kantinum. Við vorum fyrst og fremst ballhljómsveit og í kvöld ætlum við að reyna að ná upp þeirri stemningu sem var í Glaumbæ und- ir lok sjöunda áratugarins," segir Sveinn að lokum. hilma@bladid.net Roof Tops 1968 Guðni Pálsson, Gunnar Guöjónsson, Ari Jónsson, Sveinn Guðjónsson og Jón Pétur Jónsson Bestu dekkin átta ár í röð! (átta ár í röð hafa Toyo dekkin verið valin þau bestu af Tire Review Magazine, sem er tímarit sjálfstæðra hjólbarðasala í Bandaríkjunum. Vagnhóf&a 23 - S: 590 2000 Jl rm ,RES\ Staðsetning Spessa „Þetta eru myndir af allskyns stöðum sem bera ummerki okkar mannfólksins. Verksummerki um mannlega tilvist er það sem þær eiga sameiginlegt en á myndunum er þó hvergi að finna fólk,“ segir ljósmyndarinn Spessi sem opnaði sýningu á nýjum myndum um síð- ustu helgi í Hafnarborg. Spessi er löngu orðinn landsþekktur fyrir næmt auga og listilega teknar ljós- myndir og á sýningunni geta gestir kynnt sér hans nýjustu verk. „Sýn- ingin ber yfirskriftina Locations og myndirnar eru allar úr samnefndri ljósmyndabók eftir mig sem kem- ur út í desember. Þetta eru myndir sem ég hef tekið víða um land, til dæmis uppi á Kárahnjúkum. Við finnum fyrir návist mannsins á þeim þótt við getum hvergi greint á þeim líkama. Hver mynd hef- ur sína sögu og kveikir ákveðin hugrenningatengsl hjá þeim sem á hana horfir. Ég tek ekki mikla ans.“ Safnið er opið alla daga nema afstöðu í myndunum en reyni að þriðjudaga frá klukkan 11 til 17. Sýn- koma andrúmsloftinu til áhorfand- ingin stendur til 30. desember.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.