blaðið - 18.11.2006, Blaðsíða 50

blaðið - 18.11.2006, Blaðsíða 50
54 LAUGA] NÓVEMBER2006 blaöiö Elvis og Garon Elvis Presley átti tvíburabróöur en sá lést við fæðingu. Drengurinn hafði hlotið nafnið Garon og var Elvis því skírður í höfuðið á honum, en millinafn Elvis Presleys var Aron. Ekki lemja konuna Orðið þumalputtaregla var fyrst að finna í gömlum enskum lögum sem The Rule of Thumb. Þar var kveðið á um að eiginmaður mætti ekki berja konu sína með neinu sem væri breiðara en þumall hans. Ertu £ skapofsa manneskja? Borðaði aðeins tómata og epli j Sumir ráða einfaldlega ekki við skap sitt og missa reglulega stjórn á sér. Öðrum finnst allur heimurinn vera á móti sér og upplifa sig sem fórnarlömb. En hvað með þig? Ertu skapofsamaður eða mús? Taktu prófið og sjáðu til. 1, Þú ert staddur í verslun og bíður eftir afgreiðslu. Annar viðskiptavinur reynir að ryðjast fram fyrirþig t röðinni. Hvernig bregst þú við? a) Þú brosir vandræðalega og hugsar ljótt en kannt samt ekki við að segja neitt. b) Þú brjálast og hellir þér yfir viðkomandi og lýsir því yfir að þetta sé argasti dónaskapur. c) Þú biður viðkomandi kurteis- lega um að troðast ekki fram fyr- ir og bendir honum vinsamlega á að þú sért næst/ur í röðinni. 2. Þú sætir gagnrýni frá nánum vinum vegna ákveðinnarfram- komu. Þú: a) Bregst mjög illa við og segir vinum þínum að fara til fjandans. b) Þér finnst gagnrýnin eiga full- an rétt á sér og tekur tillit til þess sem sagt er við þig. c) Þú brosir vandræða- j < lega en reiðin kraum- >>> ar inni í þér. Þú hefnir þín með því að koma ljótu orði á þetta fólk. 3 • Dagurinn byrjar illa og allt gengur á afturfótunum. Þú ákveð- ur að: a) Draga andann djúpt og reyna að byrja upp á nýtt. b) Láta geðvonsícu þína bitna á öllum í kringum þig og sérstak- lega þeim sem standa þér næst. c) Áícveður að vera heima í dag. Þú dregur gluggatjöldin fyrir og leggst grátandi í rúmið. 4. Þú tapar verkefni úr tölvunni sem þú hefur unnið að í langan tima. Þú: a) Stendur upp og ferð í stuttan göngutúr og reynir að jafna þig. Þetta er nú ekki það versta sem getur gerst. b) Blótar í hljóði og bítur á jaxl- inn. Það er dæmigert að þetta komi fyrir þig. c) Þú missir þig algjörlega, veltir skrifborðinu þínu og hendir tölv- unni í aólfið. tekur þessu mjög persónulega. c) Þú lætur dónaskapinn i þjón- inum ekki á þig fá og biður hann kurteislega um annan rétt. 6. Samstarfsfólk þitt er ósam- mála þér. Þú: a) Tekur það alls ekki nærri þér, enda er þetta ekkert persónulegt. b) Missir stjórn á skapi þínu, titrar og roðnar og gengur svo berserksgang. c) Verður rosalega sár enda ekk- ert nema persónulegar árásir. Ástæðan fyrir fráfalli fyrirsæt- unnar er nú talin vera sú að hún nærðist eingöngu á tómötum og epl- um í langan tíma og var það alvarleg átröskun sem dró hana til dauða. Er þetta ekki í fyrsta skipti sem tískuheimurinn er gagnrýndur fyrir þá pressu sem lögð er á ungar stúlkur að vera óeðlilega grannar jafnvel þótt flestar þeirra séu langt undir kjörþyngd þegar þær taka sin fyrstu skref í þessum bransa. Tískuheiminum var brugðið um daginn þegar ung brasilísk fyrirsæta lést af völdum hungurs en í dagblaðinu The Independent er greint frá dauða hinnar 21 árs gömlu Önu Carolinu Reston. Stúlkan sem hafði starfað mikið í Japan og fyrir Giorgio Armani hafði verið gagnrýnd fyrir að vera ekki nægilega grönn og hart lagt að henni að missa nokkur kíló í viðbót. 1-6 Uss uss uss Þú verður að hætta að taka allt svona nærri þér. Hafðu það í huga að það eru litlar líkur á því að einhver sé að leggja sig fram við að gera þér lífið óbæri- legt. Harkaðu af þér, bíttu á jaxlinn og reyndu að bera kennsl á neikvæðar hugsanir og bægja þeim frá þér. 7-11 Já já já Þú ert [ góðum málum. Þú lætur hvorki vaða yfir þig sértu beitt/ur órétti né missir stjórn á skapinu í aðstæðum sem upp á það bjóða. Þú sérð yfirleitt umhverfi þitt í nokkuð raunsæju Ijósi og forðast að lenda í óþarfa útistöðum við fólkið í kringum þig. 5» Þú ferð út að borða en færð vondan mat ogþjónninn ermeð stæla. Þú: a) Tekur matardiskinn, kastar honum í gluggann og emj- ,jfl| ar af reiði. b) Þú verður rosalega sár og jB 12-18 Nei nei nei Þetta gengur ekki lengur. Þú missir stjórn á þér yfir öllu og engu og virðist alltaf halda að fólk sé að gera eitthvað á þinn hluta. Nú verður þú að átta þig á því að fólkið í kringum þig forðast að eiga samskipti við þig vegna þess að það er aldrei að vita við hverju er að búast. Jí 1 Taktu þig nú taki nema þú hk viljir enda uppi ein/n og fwk yfirgefin/n.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.