blaðið - 18.11.2006, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2006
blaðiö
Athugasemd
Umrœðan
Tíma orðræðustjórnmála verður
að linna. Ástandið í dag kallar á
aðgerðir. Ingibjörg var örugglega
þreytt og ég held að hún hafi í raun
ekki nennt að hlusta á mig. Það er
líka allt í lagi. Ég vona bara að hún
lesi þessa grein.
Þegar ég gekk út af Nasa að
loknum fundi var mér undarlega
innanbrjósts. Ég hafði gert það
sem ég ætlaði að gera, ég talaði við
nokkra af þingmönnunum mínum.
Ég hafði komið áhyggjum mínum
til skila við fólki sem sannarlega
hefur meiri völd en ég til að láta gott
af sér leiða í þessum efnum. Það var
samt svolítið skrýtið að ganga út af
þessum fundi. Sérstaklega ef haft
er í huga að meirihluti þingmanna
Samfylkingarinnar greiddi atkvæði
með byggingu Kárahnúkavirkjunar.
Var ég að reyna að hafa áhrif á vit-
laust fólk eða var ég orðinn vitlaus
að halda að þetta ágæta fólk sem ég
ræddi við tæki mig alvarlega. Var ég
ekki bara „þessi skrýtni" sem allir
töluðu um daginn eftir? Á ég bara
ekki að lcjósa Vinstri græna? Það
er þó flokkur sem er heill í gegn í af-
stöðu sinni gegn áverinu, gegn virkj-
uninni og með náttúrunni. Þar er
flokkur sem alltaf hefur haft stóru
málin á dagskrá. Ég vona að þeir
nái glimrandi kosningu í vor. Ég
vona líka að Samfylkingin nái góðri
kosningu. Vinstri menn verða að ná
meirihluta i næstu kosningum eigi
að vera möguleiki að snúa af þessari
óheillabraut sem við erum á. Stóru
málin eru komin á dagskrá.
Höfundur er ritstjóri Eimreiðarinnar.
Athugasemdir
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu gerði 421
athugasemd við brunavarnir á Laugaveginum.
1135 bréfum frá því var krafist úrbóta en kom-
ið með ábendingar um úrbætur í 286 bréfum.
Þýsk kona sem fær meðlög frá lækni sam-
kvæmt dómi, vegna mistaka hans við að
koma fyrir hormónalyfi gegn þungun, var kom-
in sextán vikur á leið þegar hún uppgötvaði
þungun sína en ekki sextán mánuði.
Hafið þið einhvern tímann prófað
að breyta heiminum? Ég reyndi það
á miðvikudag í fyrri viku. Þannig
er mál með vexti að ég hef miklar
áhyggjur af hitnun jarðar og deili
þeim áhyggjum örugglega með
öllum íslendingum. Staðreyndirnar
sem blasa við okkur eru allt að því
áþreifanlegar. Man til dæmis ein-
hver eftir því hvenær snjóaði síðast í
Reykjavík? Varþað200ieðavarþað
á síðustu öld? Vestfirðingur sem ég
þekki segir að það hafi ekki snjóað
neitt að ráði fyrir vestan síðan árið
1995! Églékmérsemkrakkiallanvet-
urinn í snjónum. Krakkar úr Reykja-
vík fóru á skíði eftir skóla. Þetta er
liðin tíð. Hitnun jarðar er staðreynd,
breytingarnar eru svo hraðar að vist-
kerfi landsins er í uppnámi. Lunda-
stofninn er ekki svipur hjá sjón, kríur
skilja eftir tóm hreiður og skarfur er
kominn í útrýmingarhættu Ég ætla
að halda áfram með upptalninguna:
Hitastig sjávar hefur það í för með
sér að þorskurinn færir sig norðar
og norðar. Skipstjóri sem ég þekki
segir að ævagömul mið séu dauð og
þorskinn sé að finna æ norðar. Salt-
magn sjávar fyrir norðan landið er
að breytast vegna gríðarlegrar bráðn-
unar Grænlandsjökuls með ófyrirsjá-
anlegum afleiðingum fyrir lífríkið.
Sumir segja að þessi bráðnun hafi
áhrif á Golfstrauminn. 1 stuttu máli
eru breytingarnar svo hraðar að vís-
indamenn eru að endurskrifa reikni-
líkön sín í sífellu því samkvæmt svart-
sýnustu spám erum við á þeim stað
sem við ættum að vera á eftir 50 ár.
Niðurstöður úr jöklarannsóknum á
Grænlandi sýna að 25 síðustu ár eru
þau heitustu í 600.000. ára sögu sem
Grænlandsjökull hefur að geyma.
Árið 1998 var heitasta ár sem vitað er
að hafi liðið í sögu jarðarinnar. Þar
á eftir koma árin 2002,2003 og 2005.
Það var vegna þessara áhyggna
sem ég ákvað að gera eitthvað í mál-
inu. Eg vissi bara ekki hvað ég átti
að gera. Hvað gerir maður í svona
stöðu? Það var svo bréf sem datt
inn um lúguna hjá mér sem breytti
því. Það var fundarboð með fram-
bjóðendum Samfylkingarinnar á
veitingastaðnum Nasa sem kom
mér á sporið um hvernig ég gæti
breytt heiminum. Ég ætlaði að beita
þekktri aðferð sem alltof sjaldan er
notuð hérlendis. Ég ætlaði að tala
við þingmennina mína. Ég var því
nokkuð stressaður þegar ég sté inn
á dansgólfið á Nasa og virti fyrir
mér mannskapinn. Formaður Sam-
fylkingarinnar var að stappa stálinu
í flokksmenn og eggja menn fyrir
komandi átök. Þarna var meira
og minna allur þingflokkurinn
samankominn.
Ég vatt mér að Jóhönnu Sigurð-
ardóttur sem ég þekki ágætlega og
tjáði henni að ég hefði áhyggjur af
framtíðinni og lét síðan dæluna
ganga. Ég var nokkuð eftir mig eftir
að því loknu. Hún hlyti að halda ég
hefði geðbilast. Mig brast kjark til
að halda áfram og álútur staulaðist
ég heim á leið. Eg bölvaði sjálfum
mér fyrir hugleysið að klára ekki
dæmið og reyna að tala við fleiri
þingmenn. Ég var kominn að húsi
Hjálpræðishersins þegar ég hugsaði
með sjálfum mér að lengra færi ég
ekki. Ég ætla ekki að horfa upp á
sjálfan mig í framtíðinni og rifja
upp þessa hugleysisstund. Ég sneri
við á punktinum og arkaði til baka
á Nasa og skildi hugleysið eftir fyrir
utan. Ég var svo heppinn að ganga
í flasið á Merði Árnasyni, kynnti
mig og sagði honum frá áhyggjum
mínum. Mörður er vænn maður og
án efa einn besti þingmaður þjóðar-
innar. Hann vissi alveg hvað ég var
að fara og ég sá það í augum hans
að honum var brugðið við ræðu
mína enda voru „stóru málin” ekki
á dagskrá þetta kvöldið. Ég tjáði
honum að ég teldi ekki öfundsvert
að vera þingmaður í dag því nú
og kannski í fyrsta sinn skiptir
þingmannsstarfið einhverju máli.
Stóru málin eru nefnilega komin á
dagskrá. Erfiðu málin, því það er
komið að skuldadögum. Mörður
var sammála mér. Því næst talaði
ég við Össur Skarphéðinsson og þar
sem ég þekki hann lítillega voru tjá-
skipti okkar í millum þægileg, enda
voru fleiri sem tóku þátt í umræð-
unni. Össur, eins og allir þeir sem ég
talaði við, hafði af þessu raunveru-
legar áhyggjur. Ég spurði því Össur
hví í ósköpunum hann hefði stutt
byggingu Kárahnjúkavirkjunar.
Svar hans var ærlegt og honum til
sóma. Hann sagðist í raun sjá eftir
því hvernig hann hefði kosið og ef
kosið væri í dag féllu atkvæðin öðru-
vísi. Nú var bara að finna formann-
inn. Ég leit í kringum mig og þarna
var hún í einskonar reiðuleysi milli
kjaftatarna. Fullkomið. Égvattmér
að henni, kynnti mig og sagði henni
Auðbrekku 8, 200 Kópavogi, simi 554 6088, hreint@hreint.is, www.hreint.is
Heiminum breytt á Nasa
Hreint
Fagleg ræsting
fyrirtækja
er bæði betri og ódýrari
DMKLéttlán* er góður kostur fyrir þá sem þurfa greiðan
aðgang að hagstæðu lárú með léttri greiðslubyrðí.
Afborgunum er stýrt í takt við getu hverju sinni, þó að
lágmarki 2% af upphaflegri lánsfjárhæð á mánuði og
lántökugjald er aðeins 1 %.
Sæktu um DMK á spron.is
Nánari upplýsingar fást í næsta útiöúi SPRON,
í þjónustuveri í síma 550 1400 eóaíilþron.is
* skv. útlánareglum SPRON
Aðrir þættir
DMK þjónustunnar eru:
• DMK Debetkort
• DMK Kreditheimild
• DMK Yfirdráttarheimild
• DMK Tiltektarlán
• DMK 90% íbúðalán
• DMK Ráðgjöf
• DMK Reglulegur spamaður
• DMK Tilboð
*
spron
hvers vegna ég væri hingað kominn.
Ingibjörg tók „stjórnmálamanninn“
á mig enda er hún í senn klók sem
refur og hál sem áll. Hún sagði mér
að ekki dygði að horfa á það sem
orðið væri heldur þyrfti að einblína
á þau 3 álver sem eru á teikniborð-
inu. Stoppa þau og málið er dautt.
Ég fékk það sterklega á tilfinning-
una að Ingibjörg vildi ekki ræða
víðtækan stuðning þingmanna Sam-
fylkingarinnar við byggingu Kára-
hnjúkastíflu og hið eiturspúandi
álver sem rísa mun á næstunni fyrir
austan.
Vinstri fiokk-
arnir þurfa
að ná góðri
kosningu
Teitur Atlason
Fram áramóta fá
"ý'rvið skiptavinirí
DMK Oiafabréftynr
tvo i Borgarleikhús
mu. s
DMK Léttlán
- tekur mið af greiðslugetu!
Óskar og mannorðið
.Reynsla mín af blaðamönnum hefur fram að
þessu verið góð en þessi fréttaflutningur er
augljóslega til þess gerður að sverta mannorð
mitt, en ekki til að upplýsa málið.” Þetta er
bein tilvitnun í grein sem varaborgarfulltrúinn
og framsóknarmaðurinn Óskar Bergsson skrif-
aði í Blaðið í gær. Þrátt fyrir að viðkomandi
blaðamaður og ritstjóri Blaðsins hafi skýrt fyrir
Óskari að ónákvæmni í frétt hafi stafað af mis-
heyrn blaðamannsins kýs varaborgarfulltrúinn
að fuilyrða að tilgangur Blaðsins sé að sverta
mannorð hans. Þetta er allt annar tónn en í
samtölunum við Óskar og ómögulegt er að
skilja hvað fær hann til að hætta að trúa hinni
réttu skýringu og ætla að hann sé fórnarlamb
mannvonsku. Svo er auðvitað ekki. Blaðinu
þykja hins vegar mistökin leið.
-ritstj.